Vikan


Vikan - 12.09.1985, Blaðsíða 53

Vikan - 12.09.1985, Blaðsíða 53
sagt frumlega plata LOW sem út kom í janúar 77. Af ellefu lögum plötunnar eru aðeins fimm sungin og þau lög eru í engu lík því sem hann hafði áður gert. Hérna er Toni Visconti einnig kominn til skjalanna en hann hafði ekki unnið með Bowie síðan á The Man Who Sold the World. Hann var nú orðinn virtur „pródúser”. Bowie flutti sig um set til Berlínar um leið og LOW kom út og tók þar upp næstu plötu sína en jafnframt því að taka upp þessar tvær plötur hljóðritaði hann tvær breiðskífur með Iggy POP, The Idiot og Lust for Live. Á þeirri fyrrnefndu er frumútgáfa China Girl sem sló í gegn með Bowie sjálfum ’83, auk þess sem hann átti stóran þátt í að semja flest lögin á báðum plötunum. Heroes kom út í október og fékk frábæra dóma, kannski má segja að hún hafi fengið jafnfrábæra dóma og Low fékk lélega dóma enda má með sanni segja að Heroes sé eitt metnaðarfyllsta verk Bowies fram á þennan dag og kemur þar margt til, gítarleikar- inn Robert Fripp sýnir snilldar- takta á þessari plötu og á sinn þátt í heilsteyptri útkomu hennar. Melody Maker kaus hana plötu ársins 77. Bowie, Bing og Bolan í ágúst tók Bowie þátt í upptökum á tveim sjónvarps- þáttum, annars vegar hjá Mark Bolan og hins vegar jólaþætti Bings Crosby. Svo sviplega vildi þó til aö hvorugur þessara manna lifði út árið. Bolan fórst í bílslysi og Bing fékk hjartaáfall. Um veturinn lék Bowie í mynd númer tvö, Just a Gigalo, og eru sem fæst orð víst best um hana því hún er alveg hræðilega mis- heppnuð. Bowie segir að hún sé allar 32 myndir Elvis Presley þjappaðar saman í eina. Ekki faliegur dómur það en nokkuð nærri lagi. Um jólin brá hann sér til Bandaríkjanna og talaði inn á plötu ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Prókofíev við undirleik fíl- harmóníusveitarinnar í Philadelphiu. I lok mars 1978 hófst nýtt hljóm- leikaferðalag og má heyra megnið af lögunum sem var boðið upp á þar á hljómleikaplötunni Stage sem kom út í október, ef hljóm- leikaplötu skyldi kalla, lögunum er raðað eftir aldri á plötunni og það heyrist varla í áhorfendum á milli. Fyrri hluti árs 1979 fór að mestu leyti í upptökur á næstu breiö- skífu. Þetta var þriðja og síðasta platan sem hann gerði í samvinnu við Brian Eno og sú hefð- bundnasta ef svo má aö oröi komast. Hún fékk nafnið Lodger og er umslag hennar eitt hið skemmtilegasta sem veriö hefur á Bowieplötu. Vídeóið er rétt að byrja að ryðja sér til rúms og gerði Bowie myndir við tvö laganna, Boys Keep Swinging — þar sem hann kemur meðal annars fram í þrem kvenmanns- gervum — og síöan lagið D.J. Bráðskemmtileg vídeó, bæði tvö. Lodger kom út í maí og það sem eftir var árs ferðaðist Bowie um heiminn, skrifaði lög og lét fara lítið fyrir sér. Plötunni var heldur fálega tekið og seldist í engum stórupplögum frekar en Low og Heroes. Fyrri part ársins ’83 eyddi Bowie að mestu í hljóðveri við upptökur á nýrri breiðskífu og naut aðstoðar manna eins og Pete Townsend úr Who, Roberts Fripp og Roy Bittans. Toni Visconti var við stjórnvölinn og ekki má gleyma þeim Alomar, Murray og Davis. Fílamaðurinn I lok ársins 1979 hafði Bowie verið boðið að taka aö sér hlutverk John Merrics í leikritinu Fíla- manninum sem hann og þáði. Sýningar hófust í Denver um miðjan júlí ’80 við frábærar mót- tökur gagnrýnenda og áhorfenda, síðan var sýnt í nokkrar vikur í Chicago og í september var verkið sett upp á sjálfu Broadway og ekkert lát var á aðsókn eða hrifn- ingu gagnrýnenda. Tólfta september kom svo platan Scary Monsters and Super Creeps loks út, og þar er nú Bowie heldur betur í essinu sínu og slær ekki feilnótu enda fær platan alveg meiriháttar dóma og selst geysivel. Eitt lag plötunnar, Ashes to Ashes, var uppgjör Bowies við hið klassíska lag hans Space Oddity og söguhetu þess, Major Tom. Aö mínum dómi er þetta eitt albesta Bowielagið fyrr og síöar. Þaö eina sem heyrðist í David Bowie árið 1981 var lagið Under Pressure sem hann söng ásamt hljómsveitinni Queen. Því ári eyddi hann að mestu leyti í upp- eldi sonar síns. i mars ’82 var sýnt í breska sjónvarpinu leikritið BAAL eftir Bertold Brecht þar sem Bowie fór með aðalhlutverk. Hann söng nokkur lög í leikritinu og voru þau gefin út á plötu. Síöan söng hann titillag myndarinnar Cat People (Putting Out the Fire) en seinni hluti ársins fór í upptökur á tveimur bíómyndum, Merry Christmas, Mr. Lawrence og The Hunger. Serious Moonlight 1983 Að þessu loknu sneri Bowie til New York til að taka upp nýja plötu. Nile Rogers úr Chic var fenginn til að vera við stjórnboröið en enginn af þeim sem koma fram á plötunni hafði áður unniö með Bowie. Af þeim skal helstan telja gítarleikarann Stevie Ray Vaughan sem sýnir aldeilis snilldarleik á þessari plötu. Hljómleikaferð átti að hefjast í mars og kom í ljós þegar farið var að selja miða á tónleikana að eftir- spurnin var alveg gífurleg og hún varð enn meiri þegar hin eld- fjöruga plata Lets Dance kom út í apríl. Til að anna eftirspurn voru heilmargir konsertar færðir út undir bert loft til að fleiri ættu þess kost að mæta. Fram að þessum tíma hafði Bowie aðeins einu sinni á ferli sínum leikið undir berum himni og var það í Ástralíu 76. Með þessu feröalagi og plötunni komst Bowie loks endanlega í hóp stórstjarna popps- ins sem má kannski merkja á því að hann komst á forsíðu TIME. Ferðalagið hófst í Þýskalandi 20. mars og lauk í Hong Kong á þriggja ára dánarafmæli Johns Lennon 8. desember. Síðasta lag hljómleikanna var hið dásamlega lag Imagine. Bowie söng það sitjandi á gólfinu og allir sungu með. Nú tók við hvíld eftir langt og strangt ár en hann skellti sér í stúdíó í þrjár vikur og tók upp næstu plötu, Tonight. Hún olli mönnum miklum vonbrigðum og þótti standa hans bestu verkum langt að baki enda er þessi plata hálfgerð Pinups-plata, svo mikið er af gömlum lögum á henni. 1985 I júlí á þessu ári kom svo Bowie fram á Wembley. Þar var Live Aid konsertinn í fullum gangi. Hann flutti fjögur lög, Heroes sem hann tileinkaði börnum heimsins, Rebel Rebel, Modern Love og TVC 15. Svo vakti vídeóið sem sýnt var með honum og Jagger verð- skuldaða athygli. Þar sungu þeir Dancing in the Streets. Nýjustu fréttir af Bowie eru þær að hann muni vera að taka upp nýtt efni og sterkur orðrómur er á kreiki um að hann hyggi á hljómleikaferðalag á næsta ári. Hér hefur verið farið hratt yfir sögu eins alskemmtilegasta lista- manns sem nú er uppi og þó svo að fleiri vikur hefði þurft til að gera honum viðeigandi skil þá er ekki hægt að hygla einum listamanni svo, jafnvel þó það sé David Bowie. Því skal þeim aðdáendum hans, sem áhuga hafa, bent á blaö nokkurt sem gefið er út í Bretlandi og heitir Star Zone. Þetta er ansi myndarlegt blað og fjallar ein- göngu um Bowie og það sem honum viðkemur. Heimilisfangið er: Star Zone PO Box 225 Watford, Herts WDl 7QG England 37- tbl. Vikan 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.