Vikan


Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 10

Vikan - 05.02.1987, Blaðsíða 10
6. tbl. 49. árg. 5.-11. febrúar 1987. Verð 150 krónur. Guðlaug Jónsdóttir verður stjarna á meðal stjarnanna í keppni í Japan á næstunni. Áður en hún lagði upp í langferðina brosti hún einu stjörnubrosi í forsíðumyndatöku. Sigríður Hannesdóttir og Gunnhildur Gunnlaugsdóttir eru tveir merkir viðmælendur í þessari Viku og prýða þessar þrjár forsíðuna. Myndirnar tók Valdís Óskars- dóttir. ÚTGEFANDI: Frjáls fjölmiðlun hf. RITSTJÓRI: Þórunn Gestsdóttir. BLAÐAMENN: Guðrún Alfreðs- dóttir, Hlynur Örn Þórisson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir, Unnur Úlfarsdóttir. LJÓSMYNDARI: Valdís Óskars- dóttir. ÚTLITSTEIKNARI: Hilmar Karlsson. RITSTJÓRN ÞVERHOLTI 11, SÍMI (91) 2 70 22. AUGLÝSINGASTJÓRI: Geir R. Andersen. AFGREIÐSLA OG DREIFING: Þverholti 11, sími (91) 2 70 22. PÓSTFANG RITSTJÓRNAR, AUGLÝSINGA OG DREIFINGAR: Pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verð í lausasölu: 150 kr. Áskriftarverð: 500 kr. á mánuði, 1500 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega eða 3000 krónur fyrir 26 blöð hálfsárs- lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar nóvember, febrúar, maí og ágúst. Áskrift í Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. RÖDD RITSTJÓRNAR I í ÞESSARIVIKU Eiturlyf Varúð, varúð eða úlfur, úlfur hefur verið hrópað í nokkur ár en ástandið versnar. Fólk, einstakl- ingar og hópar, hefur varað við aukinni neyslu fíkniefna hér á landi og hrópað varúð, varúð, en neyslan eykst. Óleyfilegur innflutningur eitur- lyfja hlýtur að vera flestum aukið áhyggjuefni. Óprúttnir innflytj- endur svífast einskis og leiðir þeirra eru flóknar og viðsjárverðar. Við fréttum öðru hvoru af störf- um fíkniefnalögreglunnar og þá helst að henni hafi tekist að góma nokkur grömm af eiturlyfjum hér og þar. Vandi fíkniefnalögregl- unnar er mikill, skortur á fólki og tækjum hlýtur að vera henni erfið- ur Ijár í þúfu. Það er ógæfa margra að ánetj- ast fíkniefnum. En ógæfan er ekki aðeins neytendanna, einnig að- standenda. Hörmungar eru afleið- ingar neyslunnar. Við sjáum ekki fyrir endann á því hvaða afleiðing- ar aukin fíkniefnaneysla getur haft fyrir okkar fámennu þjóð. Það er auðvitað reynt að sporna við en aldrei nóg gert. Það liggur við að þjóðin þurfi að sameinast í sóttvarnaraðgerðum og bægja þessum vágesti frá. Það er hægt meðal annars með að grípa til þeirra sóttvarnaraðgerða að koma upp um óprúttna sölumenn dauð- ans. Kókaín er á „útsöluverði" í Evr- ópu - það er markaðssetning sölumanna dauðans að lækka vöruna. Lækkunina má bæði rekja til mikillar framleiðslu og eins er hún til þess ætluð að stækka hóp viðskiptavinanna. Við förum ekki varhluta af þeirri „útsölu". Því er ástæða enn og aftur til að hrópa varúð, varúð. 4 Kvenréttindafélag íslands átti 80 ára afmæli á dögunum og heldur listsýn- ingu af því tilefni. Nokkur sýnishorn af verkum kvenna á sýningunni. 6 Guðlaug Jónsdóttir, stjarna Hollywood, er á leið til Japan í keppnina ungfrú Undraland. 8 Friðrik Á. Brekkan er nafn Vikunnar og varð hann fyrir valinu vegna hug- myndar sem hann hef ur varpað fram. Meira um það á síðu níu. 12 Varúð. Kókaínið heldur innreið I Evr- ópu. Verðlækkun á „kóki" á megin- landinu. 20 Sigmar B. Hauksson eldar og eldar, virka daga sem helga, og við litum inn einn virkan og fengum að smakka lifur. 24 Gunnhildur Gunnlaugsdóttir er bú sett I Portúgal og unir sér þar vel með eiginmanni og sonum tveim. H ún segir Ástu Ragnheiði frá lífs- háttumogfyrritíma. 28 Mission heitir ný kvikmynd um jesú- ítaprest. Merkur klerkur kemur við sögu myndarinnar og við litum I dag- bókina hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.