Vikan


Vikan - 05.02.1987, Page 28

Vikan - 05.02.1987, Page 28
Robert De Niro i hlutverki Mendoza, þrælasalans og morðingjans sem snýst til trúar. Myndin The Mission, sem Roland Joffé (The Killing Fields), leikstýrir verður sýnd hér á landi í mars næstkom- andi. Jiandritið er eftir Robert Bolt. Hann gerði meðal annars handrit að Doctor Zhivago, A Man for All Sea- sons og Lawrence of Arabia. Myndin fjallar um eyðileggingu jesúítasamfélags á nítj- ándu öld. Hún er tekin í frumskógum Suður-Ameríku. Með í þessari ævintýralegu för var maður að nafni Daniel Berrigan. Daniel er jesúítaprestur og mikilvirkur rithöfundur. Hann var einn áhrifamesti andmælandi Víet- namstríðsins. Árið 1968 var hann handtekinn, ásamt bróður sínum (sem þá var einnig jesúíti) og sjö öðrum, vegna mótmælaaðgerða. Hann var dæmdur fyrir skemmd- arverk og sat í tvö ár í fangelsi. Það varð til þess að hann skrifaði leikrit sem varð geysilega vinsælt og nefnist The Trial of the Catonsville Nine. Daniel býr nú í New York, í eins konar jesúítaríki. Hann einbeitir sér mikið að aðgerðum gegn kjarnorkuvánni. Fyrir um það bil sjö árum var hann á ný handtekinn fyrir mótmælaaðgerðir. Eins og stendur er Daniel frjáls, meðan verið er að meðhöndla mál hans. Því hefur verið áfrýjað til æðri dómstóls. Hugsanlegt er að hann vcrði dæmdur til þriggja til tíu ára fangelsisvistar. í áðurnefndri mynd fer Daniel með aukahlutverk (sem jesúítaprestur) og við gerð myndarinnar var hann ráð- gjafi leikstjóra og leikara um málefni sem viðkoma jesúítum. Myndin hlaut gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes á síðasta ári. Meðan á myndatökum í Kólumbíu og Argentínu stóð skrifaði Daniel dagbók. Hér á eftir fara nokkur brot úr henni: 28 VI KAN 6. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.