Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 44

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 44
Vikan — Böm BILVEIKI Sumarið er tími ferðalaga. Þá þeysum við um landið þvert og endilangt eða heimsækjum ættingja og vini í öðrum landshlutum. Þú átt kannski afa og ömmu fyrir norðan og hlakkar mikið til að hitta þau. Já, sennilega værir þú í sjöunda himni ef ekki væri eitt sem varpar skugga á tilhlökkunina - að þú ert bílveikur. Fyrir þá sem eru bílveikir, sjóveikir eða flugveikir eru ferðalög ekki skemmtileg. Það er alltaf spennandi og skemmtilegt að sjá nýja staði - en ferð- in þangað er hræðileg. Sumir sem eru bílveikir, sjóveikir eða flugveikir - köll- um þá ferðaveika - leggja ekki upp í nein ferðalög vegna þessa. Hvað veldur bílveiki eða sjóveiki? Til þess að skilja það verðum við að „ferð- ast“ djúpt inn í höfuðið, að því svæði sem kallað er innsta eyrað. Nei, bíddu nú við, segir þú kannski, af hverju inn í höfuðið? Þér fmnst trúlegra að veikin, sem veldur þér vanlíðan og ógleði, eigi upptök sín í maganum, en svo er ekki. „ Viður- kennduþað bara. Þú hefðirekki bjargað mér efþúhefðir ekkiáhugaá mér. “ Þó ferðaveikin valdi ógleði og stundum jafnvel uppköstum á hún upptök sín í innsta eyranu. í innsta eyranu er aðsetur jafnvægis- skynsins. Það eru sérstakar skynfrumur sem gera okkur viðvart um hvernig af- staða okkar er gagnvart umheiminum, hvort við stöndum upprétt eða höfuðið veit niður, hvort við höllumst til annarr- ar hvorrar hliðarinnar eða fram á við. í innsta eyranu er vökvi. Þessi vökvi verkar á frumurnar sem skynja stöðuna ekki ósvipað og vökvinn í hallamælinum sem smiðir nota. Þú hefur séð halla- mæli, er það ekki? Með hallamæli sjá smiðir hvort spýtan, sem þeir voru að negla, hallast eða er bein. Ef spýtan hallast sýnir yfirborð vökvans í halla- mælinum það. Þannig verkar líka vökvinn í innsta eyranu. Ef þú snýrð höfðinu i einhverja átt kemur hreyfmg á vökvann sem siðan ertir skynfrumurn- ar. Þær senda boð til heilans um að höfðinu hafi verið snúið í þessa átt. Heilinn sendir skilaboð til vöðvanna sem hreyfa sig i nákvæmlega þá stöðu sem þarf til að þú haldir jafnvæginu. Þú hefur án efa uppgötvað fyrir löngu hvað gerist þegar þú truflar jafnvægis- skynið. Það er hægt að gera með því að snúa sér í hringi. Það truflar vökva- jafnvægið í innsta eyranu. Vökvinn heldur áfram að hreyfast þó þú sért hættur að snúa þér í hringi. Heilinn fær áfram skilaboðin: Líkaminn snýst i hringi, í hringi, í hringi. . . Þó þú sért hættur að snúast finnst þér 44 VI KAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.