Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 12

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 12
„Furðuleg tilfínning“ - segir Michael J. Fox Einn af yngri leikurum Hollywood er Michael J. Fox. Þrátt fyrir að Fox sé aðeins 26 ára hefur hann getið sér al- heimsfrægð. Að öllum líkindum hefur hann þó orðið frægastur fyrir myndina Aftur til framtíðar sem sýnd var í Laugarásbíói í fyrra. En um þessar mundir geta íslenskir sjónvarpsáhorfendur fylgst með honum í þáttunum Family Ties á Stöð 2. „Það er óneitanlega furðuleg tilfinning fyrir mann á mínum aldri að vinna sér inn jafnmikla peninga og ég geri. Ég var orðinn það fjáður að ég dreif mig i að skrifa erfðaskrána fyrir skömmu. Með því vildi ég sýna ábyrgð. Mér fannst það gera mér auðveldara að stofna mína eigin fjölskyldu ef mér byði svo við að horfa. Ég ætlaði mér ekki að giftast fyrr en ég hefði efni á að sjá fyrir konu og börnum. Og nú er svo komið að ég er fjárhagslega og andlega reiðubúinn að stofna mína eigin fjölskyldu. Mér hefur fallið velgengni í skaut og ég hef öðlast persónulegt öryggi, þægindi og allt það. En það byggist allt á vinnu og meiri vinnu. Ég held að peningarnir hafi ekki breytt persónuleika mín- um að neinu ráði. Ég er varkár þegar peningar eru annars vegar. Ég kalla ennþá í fjármálastjórann minn ef ég er að hugsa um að kaupa eitthvað og segi til dæmis: Ég er að hugsa um að kaupa mér nýtt sjónvarp. Og hann spyr þá hvort ég sé vitlaus að ætla að eiga tvö. Svo rífumst við svo- lítið um þetta og málinu lyktar með því að annar hvor lætur sig; En mér finnst ennþá gaman að telja peningana mína. Ég held að það mikilvægasta í heiminum sé fjölskylda og vinir. Sú leið, sem ég fer í samskiptum mínum við vini mína, er sú rétta, ég virði þá. Til þess að eignast góða vini verður maður að sýna þeim virðingu. Gifting er stórkostlegt markmið til að stefna að - að finna manneskju sem verður besti vinur manns og gagnkvæmt, einhverja sem ávallt ber blak af manni og maður gerir það sama á móti. Það er það sem mig hefur alltaf langað til. Ég kem úr stórri fjölskyldu, ég á þrjár systur, bróður og foreldra. Ég gerði mig ánægðan ef ég hefði helminginn af góðmennsku foreldra minna. Migdreymir um að eignast fallega konu en hún þarf að hafa meira til brunns að bera, hún þarf líka að vera sjálfstæð. Þegar ég eignast börn er ég að hugsa um að ala þau upp einhvers staðar annars staðar en í Bandaríkjunum, til dæmis í Kanada því mér fellur það land vel. Alls staðar, þar sem ég kem, lætur fólk eins og það þekki mig. Það kemur og grípur í mig og kemur ekki upp orði. Það er eins og börn, það er ótrúlegt. Það minnir mig alltafá þegar ég var fjögurra ára og hitti Bugs Bunny, því gleymi ég seint. En með frægðinni öðlast maður líka sjötta skilningarvitið, maður fer að gera sér grein fyrir hverjir eru að nota mann og hverjir eru vinir í raun.“ J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.