Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 24

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 24
Hugur og heilsa - 2. grein Að endurbeimta líkamann Um lífeflismeðferð Wilhelms Reich í bókinni Your Body Works skilgreinir breski sállæknirinn David Boadella lífeflismeðferð sem „keríi af aðferðum til að virkja líforku líkamans þegar ýrnis tjáningarform hennar hafa á einhvem hátt raskast". Hann segir einnig: „Meðan flest sállækningakerfi notast að mestu við orðrænar aðferðir til að meðhöndla einkenni taugaveiklunar beinum við athygli okkar að heildaratferli einstakl- ingsins. Þannig höfum við meðal annars áhuga á spennumynstri líkamans, hreyfihæfni og hryn- bundnu ferli hans, eins og til dæmis önduninni." Dr. Wilhelm Reich og mikilvægi kynlífsins Lífeflismeðferð hefur vaxið upp úr verkum og starfi dr. Wilhelms Reich. Wi'.helm Reich fæddist árið 1897 á sveitabýli við landamæri Ungverja- lands og Austurríkis. Þegar Reich stundaði nám í læknisfræði við háskólann í Vínarborg ritaði hann í dagbók sína: Ef til vill stríðir siðgæðisvitund mín gegn því en hvað sem því líður þá hef ég, út frá rninni eig- in reynslu og athugun á sjálfum mér og öðmm, komist að þeirri niðurstöðu að kynferðislíf er sú miðja sem allt félagslíf, sem og innra líf einstakl- ings, snýst í kringum. Á námsárum sínum kynntist hann starfi Sig- munds Freud og aðeins 23 ára gamall gekk hann í Samband sálgreinenda og varð fljótlega einn efnilegasti nemandi Freuds. í starfi sínu sem sál- greinandi varð Reich sannfærður um að meginor- sök taugaveiklunar væri truflun á orkubúskap einstaklingsins. Reich gerði ráð fyrir því að ork- an, sem hér ætti hlut að máli, væri orka kyn- hneigðanna og væri lífiræðilegs eðlis. Heilbrigt kynlíf er þess vegna forsenda almenns heilbrigðis í geðheilsufræði Reichs. Truflun á þessari náttúrlegu starfsemi er hins vegar algeng í nútímasamfélagi. Félagslegar rann- sóknir hafa leitt í ljós að margar konur fá ekki fullnægingu og þó að karlmönnum risi hold og þeir fái sáðlát þá er kynlífsánægjan oft fjarver- andi. Ástæðumar taldi Reich meðal annars vera vöntun á þeirri ánægju sem líkamssnerting veitir ásamt alntennri tilhneigingu til að bæla tilfmninga- lega og kynferðislega tjáningu í fjölskyldugerð samtímans. Samkvæmt kenningum Reichs felur heilbrigð kynfullnæging í sér munúðarkenndan skjálfta alls vöðvakerfisins, tilfinningalegt ástríki og vitundar- legt algleymisástand. Hlutverk hennar er algjör afhleðsla hinnar lífiræðilegu orku. Þegar slík af- hleðsla á sér ekki stað sökum líkamlegra og tilfinn- ingalegra hafta verður til umframorka. Umframorkan verður síðan aflgjafi taugaveiklun- ar og fær meðal annars útrás í formi vöðvaspennu, kvíða, árásarhneigðar og ýmissa sállíkamlegra sjúkdóma. Reich taldi því mikilvægt að endurheimta hjá skjólstæðingum sínurn náttúrlegan hæfileika til ásta. I upphafi notaði hann sálgreiningaraðferð Freuds en uppgötvaði fljótt annmarka hennar. Hlutverk vödvabrynjimnar Sálgreining var upphaflega bein túlkun á frá- sögn sjúklingsins. Markmið hennar var að finna rætur vandans í bældri tilfinningareynslu bemsku- áranna. Fljótlega kom þó í ljós að upprifjun á löngu gleymdri bemskureynslu hafði engan bata í for með sér nema hin innibyrgða tilfinning kæmi fram af endumýjuðum krafti. Freud breytti þess WILHELM REICH Wilhelm Reich (1897-1957) var austur- rískur vísindamaður sem þróaði á kerfisbundinn hátt heillandi og um- deilda kenningu um alheimslega lífsorku. Strax á fjórða áratugnum sagði hann fyrir um stórfelldar breyt- ingar í kynferðismálum og samskipt- um innan hjónabandsins og fjölskyld- unnar. Hann setti fram djarfar tillögur varðandi uppeldismál, menntamál og stjórnmál sem fyrst nú er verið að taka til alvarlegrar umhugsunar. Upp- götvanir hans á sviðum eins og læknisfræði, líkamstjáningu og sam- bandi líkama og hugar hafa haft djúp áhrif á vísindi og menningu okkar tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.