Vikan


Vikan - 02.07.1987, Page 24

Vikan - 02.07.1987, Page 24
Hugur og heilsa - 2. grein Að endurbeimta líkamann Um lífeflismeðferð Wilhelms Reich í bókinni Your Body Works skilgreinir breski sállæknirinn David Boadella lífeflismeðferð sem „keríi af aðferðum til að virkja líforku líkamans þegar ýrnis tjáningarform hennar hafa á einhvem hátt raskast". Hann segir einnig: „Meðan flest sállækningakerfi notast að mestu við orðrænar aðferðir til að meðhöndla einkenni taugaveiklunar beinum við athygli okkar að heildaratferli einstakl- ingsins. Þannig höfum við meðal annars áhuga á spennumynstri líkamans, hreyfihæfni og hryn- bundnu ferli hans, eins og til dæmis önduninni." Dr. Wilhelm Reich og mikilvægi kynlífsins Lífeflismeðferð hefur vaxið upp úr verkum og starfi dr. Wilhelms Reich. Wi'.helm Reich fæddist árið 1897 á sveitabýli við landamæri Ungverja- lands og Austurríkis. Þegar Reich stundaði nám í læknisfræði við háskólann í Vínarborg ritaði hann í dagbók sína: Ef til vill stríðir siðgæðisvitund mín gegn því en hvað sem því líður þá hef ég, út frá rninni eig- in reynslu og athugun á sjálfum mér og öðmm, komist að þeirri niðurstöðu að kynferðislíf er sú miðja sem allt félagslíf, sem og innra líf einstakl- ings, snýst í kringum. Á námsárum sínum kynntist hann starfi Sig- munds Freud og aðeins 23 ára gamall gekk hann í Samband sálgreinenda og varð fljótlega einn efnilegasti nemandi Freuds. í starfi sínu sem sál- greinandi varð Reich sannfærður um að meginor- sök taugaveiklunar væri truflun á orkubúskap einstaklingsins. Reich gerði ráð fyrir því að ork- an, sem hér ætti hlut að máli, væri orka kyn- hneigðanna og væri lífiræðilegs eðlis. Heilbrigt kynlíf er þess vegna forsenda almenns heilbrigðis í geðheilsufræði Reichs. Truflun á þessari náttúrlegu starfsemi er hins vegar algeng í nútímasamfélagi. Félagslegar rann- sóknir hafa leitt í ljós að margar konur fá ekki fullnægingu og þó að karlmönnum risi hold og þeir fái sáðlát þá er kynlífsánægjan oft fjarver- andi. Ástæðumar taldi Reich meðal annars vera vöntun á þeirri ánægju sem líkamssnerting veitir ásamt alntennri tilhneigingu til að bæla tilfmninga- lega og kynferðislega tjáningu í fjölskyldugerð samtímans. Samkvæmt kenningum Reichs felur heilbrigð kynfullnæging í sér munúðarkenndan skjálfta alls vöðvakerfisins, tilfinningalegt ástríki og vitundar- legt algleymisástand. Hlutverk hennar er algjör afhleðsla hinnar lífiræðilegu orku. Þegar slík af- hleðsla á sér ekki stað sökum líkamlegra og tilfinn- ingalegra hafta verður til umframorka. Umframorkan verður síðan aflgjafi taugaveiklun- ar og fær meðal annars útrás í formi vöðvaspennu, kvíða, árásarhneigðar og ýmissa sállíkamlegra sjúkdóma. Reich taldi því mikilvægt að endurheimta hjá skjólstæðingum sínurn náttúrlegan hæfileika til ásta. I upphafi notaði hann sálgreiningaraðferð Freuds en uppgötvaði fljótt annmarka hennar. Hlutverk vödvabrynjimnar Sálgreining var upphaflega bein túlkun á frá- sögn sjúklingsins. Markmið hennar var að finna rætur vandans í bældri tilfinningareynslu bemsku- áranna. Fljótlega kom þó í ljós að upprifjun á löngu gleymdri bemskureynslu hafði engan bata í for með sér nema hin innibyrgða tilfinning kæmi fram af endumýjuðum krafti. Freud breytti þess WILHELM REICH Wilhelm Reich (1897-1957) var austur- rískur vísindamaður sem þróaði á kerfisbundinn hátt heillandi og um- deilda kenningu um alheimslega lífsorku. Strax á fjórða áratugnum sagði hann fyrir um stórfelldar breyt- ingar í kynferðismálum og samskipt- um innan hjónabandsins og fjölskyld- unnar. Hann setti fram djarfar tillögur varðandi uppeldismál, menntamál og stjórnmál sem fyrst nú er verið að taka til alvarlegrar umhugsunar. Upp- götvanir hans á sviðum eins og læknisfræði, líkamstjáningu og sam- bandi líkama og hugar hafa haft djúp áhrif á vísindi og menningu okkar tíma.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.