Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 54

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 54
Bréfið sem aldrei var sent En sannleikurinn er sagna bestur og sem betur fer haga ekki allir sér þannig. Ragnar og Lárus eru trúaðir piltar, þeir fara á kvöldsamkomur í sjómannakirkj- unni, fá þar kaffi og kökur og koma alltaf allsgáðir um borð. Ég hygg að þeir sæki líka guðsþjónustur í katólskum kirkjum. Og hvers vegna skyldu þeir ekki gera það? Það er vafalaust sá sami guð sem þeir dýrka þar þó að bænirnar séu aðrar. Og svo er það hann Hákon. Ég kenni í brjósti um hann því að ég held að hann sé einangraðri en nokkur þeirra hinna. Hann er mikill hófsmaður á áfenga drykki, ég held ég hafi aldrei séð hann ölvaðan. En hann er kynvilltur, hann fer í land eins og aðrir en velur sínar eigin leiðir. Líklega finnur hann litla hamingju í ókunnri höfn og það er sami þunglyndisblærinn i augum hans þegar við höldum aftur úr höfn. Hann er duglegur og geðþekkur náungi og strákarnir eru góðir við hann og láta hann í friði. Það væri nú líka annað hvort! Og ekki má ég gleyma skipstjóranum. Á honum hvíla nú lítil störf lengur því að honum hefur farið mjög mikið aftur þetta síðasta ár. Aldurinn sækir snemma að sumum. Hann drekkur líka minna en fyrr og ræðir stundum aðeins litið eitt við okkur með ölglas í hendi - okk- ur sem yngri erum og höfum okkar föstu störfum að gegna. Þetta er síðasta ferð- in hans, þá fer hann á eftirlaun. Ég hygg að hann muni ekki lifa lengi. Eg sagði við sjómannaprestinn að ég væri þreyttur á að skrifa sunnudagsbréf - finnst þér að ég geti sagt frá öllu eins og það er? Þá svaraði hann strax en brosti fremur dapurlega: Ég held ég þori tæpast að mæla með því. Það er stundum mann- úðlegra að gleyma sumu af sannleikan- um. En ég ætla að gefa þér annað ráð: Þegar þú hefur lokið við að skrifa bréf- ið, sem þú sendir, sestu þá aftur fljótt niður og skrifaðu hið raunverulega bréf. Endurskrifaðu það svo aftur og aftur í hverri nýrri höfn og skrifaðu um allt eins og það er. Þetta var gott ráð. Ég á nú þegar stór- an bunka af bréfum í kistu minni. Við hvert nýtt bréf, sem ég kem þar fyrir, finnst mér ég vera ofurlítið meiri per- sóna en fyrr því að ef ég get ekki verið heiðarlegur gagnvart þér sem bíður min hinum megin á hnettinum þá get ég að minnsta kosti verið heiðarlegur gagn- vart sjálfum mér. Á morgun höldum við áfram - áfram út á hinar stóru, bláu stormavíðáttur sem hafa engan sjóndeildarhring. Þar ristum við kjölrák sem hverfur fljótt aftur, og leið okkar er gleymd að eilífu. Strákarnir eru farnir í land. Þeir dreifa sér flestir á knæpur og kaffihús á hafnar- svæðinu og drekka þar og drabba til morguns. Skipstjórinn hrýtur í klefa sínum. Vörður blístrar viðkvæman slagara. Því næst fer ég til Lúnu. Sá sem siglt hefur hálfan mannsaldur þarf ekki að sækja knæpur. Ég hringi í símanúmer og heyri þekkta rödd sem talar fram- andi tungumál, það er eins og ástaratlot við hljóðhimnurnar. Ég fæ mér leigubíl upp í gamla borgarhlutann undir fjall- inu. Ég geng inn bogagöng og mörg hús, sem slúta inn, eru báðum megin. Síðan geng ég inn í port, upp nokkrar tröppur að hurð úr tré, sem gefur af sér góða angan, og inn í stofu með mörgum blómum og unaðslegum ilmi af þeim og kvenlegum snyrtiefnum. Hér er engin áfengisfýla né ölvaðir, háværir sjómenn í ástaflatigsi. Hér er allt kyrrt og hljótt, aðeins lágvær ástarorð og suðurafrísk nótt. Gullrauður máni birtist milli fram- andi trjáa. Lúna þekkir karlmenn áreiðanlega vel. Hún veit að það er ekki aðeins lík- aminn sem hefur þörf fyrir að hafa samband við konu. Stundum vakna ég snemma og fylgist með ljósaskiptunum í herberginu þegar dagurinn nálgast. Það líður aðeins stutt stund, þá fær birtan gullinn blæ og fyrr en varir er blessuð sólin komin upp, stigin upp yfir hafflötinn. Allir litirnir í herberginu koma undursamlega í ljós og það er sem þeir safnist allir saman um Lúnu sem enn sefur værum svefni, safnist saman um handleggi hennar og háls og brjóst og kinnar, hrifandi leikur ljóss og skugga um kvenlega fegurð, um kvenleg form og línur. Það er friður og fullnæging ofar öllum skilningi. Það er óslökkvandi þrá frá hundrað dögum og nóttum um borð í einmanalegu skipi sem fær sína hamingjusömu fullnæg- ingu. Nei, þú getur víst ekki skilið þetta, María. Til þess að geta skilið það þurfa menn að hafa lifað árum saman í því andlausa og hrjúfa karlasamfélagi sem ríkir á skútu er siglir um öll heimsins höf, þar sem kona er aðeins draumur i kojunni og æsandi umræðuefni á frí- vaktinni, þar sem þráin vakir eins og eilift hungur í huganum og gerir mann þunglyndan, bitran og einmana. En þessar hljóðu, sólgylltu morgun- stundir, þegar Lúna sefur, svala þránni ekki síður en ástaleikirnir í flauels- myrkrinu. Það kemur fyrir að ég fer á fætur og rölti nakinn um herbergið og fer höndum um fatnað og hluti sem hún á - og það kemur fyrir að ég bið hana um að leyfa mér að fara með litla flík til að leggja undir vangann á löngum, einmanalegum nóttum þegar öldurnar gjálfra við skipshliðina. Eru þetta svik við þig, María? Nei, það fmnst mér ekki því að þú ert hinum megin á hnettinum þar sem nú er ævin- týralegur, norrænn vetur. En þegar þú kemur til mín, hér á þessum slóðum, þá heitirðu Lúna og ert af öðrum kyn- þætti en þó engu að síður sú sama. Og komirðu til mín lengra austur frá, í ríki sólaruppkomunnar, þá heitirðu Kirsi- berjablóm og ert i þunnum silkisloppi en þrátt fyrir það sú sama. En lífið er nú áreiðanlega léttara fyrir þig, María, þótt ég viti að þú eigir oft við erfiðleika að stríða. En þú hefur karlmenn daglega í kringum þig, sérð þá og talar við þá, og auk þess hefurðu drengina okkar hjá þér. Og svo líður manni alltaf betur i svala loftslaginu heima í Noregi en í þitanum mikla á þessum suðlægu slóðu'm. Þú veist vel að ég leita ekki til vændis- kvenna, sæki ekki knæpur og drekk þar frá mér vitið þegar ég er í höfn. Treyst- irðu mér kannski ekki? Um það vildi ég gjarna fá að vita. Þú skrifar aldrei neitt um það, þú skrifar aðeins sams konar bréf og þú færð sjálf. Um það er líka tilgangslaust að tala. Öðru hverju brýst fram hjá mér eins konar uppreisn. Væri ekki betra að við sýndum hvort öðru fullan trúnað? Ef ég spyrði þig nú til dæmis einhvern daginn: Hefurðu kannski karlmann hjá þér þegar ég er fjarverandi? Það er undarlegt þetta líf sem við lif- um, María. Ég er aðeins heima hjá þér nokkrar stopular stundir, aðeins svo lengi að barn geti orðið til. Svo heldur skipið áfram. Og ég fer á mis vtö flest það sem eiginmaður á kröfu til. Ég sá aldrei þegar þú þurftir að leggja kjólana þína til hliðar og kaupa „tækifærisfatn- 54 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.