Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 39

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 39
Hljómsveitin Módel sem flutti lagið Lífið er lag í söngvakeppni sjónvarpsins. „Þaö væri synd ef við legðum strax upp laupana," segir Friðrik. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru Edda Ólafsdóttir, Friðrik, Gunnlaugur Briem, Eiríkur Hauksson, Eva Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. EITTHVAÐ með þessu? Nú, ög ekki er langt síðan hún móðir mín hætti að spyrja hvenær ég ætlaði að fá mér almennilega vinnu!" - Er þessi afstaða landans önnur en sú sem gengur og gerist erlendis? ,,Já, heldur betur. í Englandi er til dæmis borin feikileg virðing fyrir tónlistarmönnum. Þetta eru smáguðir; dýrkaðir af ungum sern öldnum. Menn líta á tónlist sem arðsama iðn- grein. Ég tók til dæmis eftir því að tónlistar- menn fá mjög góða þjónustu í bankakerfinu. eiga auðvelt með að fá fyrirgreiðslu. En við verðum líka að muna að enski markaðurinn snýst um feikilegar peningafúlgur og ef þér tekst að slá í gegn gefur það drjúgt í aðra hönd.“ - Hverjar eru helstu tekjulindir ykkar? ,,Nú, það er sala á plötum, tekjur af hljóm- leikum og svo fáum við auðvitað höfundar- laun fyrir hvert spilað lag. Erlendis eru mörg laga okkar notuð til kynningar á ýmsum föst- um útvarps- og sjónvarpsþáttum og hafa þær greiðslur drýgt nokkuð tekjurnar. Annars vorum við íslendingar til skamms tíma ekki aðilar að alþjóðlegum samtökum um höfund- arrétt og við töpuðum nokkurri fúlgu af þeim sökum. Þó höfum við þurft að standa frammi fyrir sýnu verra vandamáli: Einhvers staðar neðarlega í Evrópu hafa plöturnar okkar ver- ið íjölfaldaðar ólöglega og seldar fyrir slikk- prís. Mér finnst þetta nú fremur leitt og verst að erfitt er að ná sökudólgunum og taka fyr- ir þennan iðnað.“ - Hefur lögum verið stolið frá ykkur? „Nei, ekki hingað til en aftur á móti hafa nokkrir aðilar útsett og flutt lögin okkar. Frægasta dæmið er eflaust þegar Herb Albert útsetti pg flutti lagið hans Eyþórs, Garden Party. Ég varð nú fyrir hálfgerðum vonbrigð- um með þá útsetningu, hún er allsérstök og lagið fær alls ekki að njóta sín. Nú, svo hafa nokkrar danshljómsveitir, svo sem eins og hljómsveit Max Gregers, spilað lög eftir okk- ur.“ - Nú er Mezzoforte eina íslenska hljóm- sveitin sem nýtur nokkurrar hylli á erlendri grund. Telur þú þessa sérstöðu ykkar hafa einhver áhrif á þá athygli sem hljómsveitin fær? „Nei, það geri ég ekki. Að vísu finnst fólki svolítið skrýtið að þessi hálfsuðræna, létta músík sé samin á íslandi sem menn tengja einna helst við eskimóa og snjóhús. En það hjálpar okkur ekkert að vera eina hljómsveit- in frá íslandi. Á þessum markaði ríkir feikileg samkeppni og það eitt gildir að standa sig nógu vel.“ - Standa sig nógu vel, vinna mikið, beita sjálfan sig aga: Friðrik, hvað gerir þú til þess að mæta þessum kröfum? Er vinnudagurinn langur eða strangur? „Ja, venjulegur vinnudagur er yfirleitt þó- nokkuð langur og óreglulegur og stundum er farið ansi seint að sofa. Ég reyni þó alltaf að vakna fremur snemma og byrja yfirleitt á því að fara í sund, svona til þess að ná mér í orku, svo vinn ég þetta 6 til 7 tíma; bæði æfi ég mig og reyni að semja. Nú, á kvöldin er maður svo að spila á hinum ýmsu stöðum." - Kanntu vel við þetta fyrirkomulag? „Já, það geri ég. Ég er enginn 9 til 5 mað- ur, orðinn vanur að ráða mínum vinnutíma sjálfur og ætti eflaust í hinum mestu erfiðleik- um með að aðlaga mig einhverri rútínu.“ - Klukkan er farin að ganga ellefu og Frið- rik á að vera mættur út á völl eftir sex tíma. Ég ákveð að sleppa honum; maðurinn verður að fá einhvern svefn fyrir ferðina. Ég kýs að reka endahnútinn á spjallið með einni klass- ískri: Nokkur framtíðaráform, á að slá í gegn, verða heimsfrægur? „Nei% mig dreymir hvorki um frægð né frama. Ég hef verið lánsamur, fengið að vinna að því sem á hug minn allan og hef endanlega ákveðið að helga líf mitt tónlistinni. Ég stefni að því að halda áfram að vinna á svipaðan hátt og ég hef gert fram til þessa og ég vil reyna að vera opinn fyrir öllum nýjungum. Tónlist er svo frjó, svo fjölbreytt og mögnuð að það ætti að vera ógjörningur að staðna. Og sá hæfdeiki að geta verið í stöðugri fram- rás er mikilvægari en vinsældir eða auður.“ 27 TBL VIKAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.