Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 26

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 26
Hugur og heilsa skjólstæðinga sína. Það þótti einnig meiri háttar hneyksli þegar Reich hóf visindalega athúgun á áhrifum kossa, atlota og annarrar kynörvunar á líkamann. Ákveðnir aðilar innan Sálgreiningar- sambandsins tóku að grafa undan Reich. Sá orðrómur gekk fjöllunum hærra að Reich fróaði kvensjúklingum sínum og skipulegði kynsvall á laun. Uppgötvanir hans á sviði kynferðismála, lík- amstjáningu og sambandi hugar og líkama þóttu stinga í stúf við kennisetningu Freuds. Geðlíkams- meðferð Reichs hafði einnig sett hann út fyrir raðir sanntrúaðra sálgreinenda. Róttækar stjóm- málaskoðanir Reichs og óvægin gagnrýni á nasismann olli ugg hjá Freud og fylgjsmönnum hans. Um þetta leyti vom flestir búnir að fyrir- gefa Freud að hafa uppgötvað kynvitund bama og hann var óðum að öðlast almenna viðurkenn- ingu. Reich var þvi til vandræða. Til að vega upp á móti ítökum Hitlers meðal ungs fólks hafði Reich skipulagt, í samvinnu við vinstri hreyfmguna, fjöldahreyfingu um kynferðis- legar úrbætur. Leiðtogar kommúnista reyndust hins vegar vera jafnstífir og kynferðislega bældir og fjöldinn sem þeir vildu frelsa. Þegar róttækni Reichs hafði gengið fram af hugmyndafræðingum flokksins lýstu þeir því yfir að „kynferðisleg bæl- ing þekktist aðeins meðal borgarastéttarinnar“ og að „starf Reichs saurgaði hinn byltingarsinnaða anda“. Wilhelm Reich var því rekinn úr Komm- únistaflokki Þýskalands árið 1932. Ári síðar var hann jafnframt rekinn úr Alþjóðasambandi sál- greinenda. Ofsöttur hugsuður Skömmu síðar var hann eftirlýstur af nasistum því útlistun hans á fjöldasálfræði fasismans var þeim ekki að skapi. Vegna ofsókna nasista hrökklaðist Reich til Danmerkur. Þar var honum lýst sem Júðskum klámhundi", meðal annars vegna þess að hann var ekki meðmæltur hörðum refsingum sem svari við sjálfsfróun bama. Hann fór þvi til Svíþjóðar en fékk litlu betri móttökur þar því ýmsir læknar og sálfræðingar töldu að „heppilegra væri fyrir lögregluna að vísa þessum öfugugga úr landi áður en hann tæki til við að spilla sakleysi sænskrar æsku“. Hann sá þá þann kost vænstan að flytja til Noregs. Þar var hann látinn óáreittur þangað til hann uppgötvaði áður óþekkta lífsorku sem hann nefndi orgon. Norsk dagblöð níddu þessa upp- götvun niður með flennistómm fyrirsögnum eins og GUÐ REICH SKAPAR LÍF. Ýmiss konar óhróður og slúður fylgdi síðan daglega í kjölfarið. Reich svaraði þessu engu en ákvað þess í stað að flytja til Bandarikjanna. Við komuna til New York var hann handtekinn og ákærður fyrir að vera nasisti en var látinn laus eftir stutt gæsluvarð- hald. Endalok Wilhelms Reich I Bandaríkjunum fékk hann að staifa í friði framan af. Hann hóf nú af miklum móði rann- sóknir á eðli orgon-orkunnar. Fljótlega hafði hann fundið raunvísindalegar aðferðir til að mæla lífork- una, gera hana sýnilega og safna henni saman. Reich hannaði sérstakan líforkusafnara (orgone Saga visindanna kennir að þaö er fallvalt lán að vera langt á undan sinni samtið: Reich fylgt í fangelsið af William Doherty lögreglustjóra, í mars 1957. VÖÐVABRYNJAN Vöðvabrynja er samfellt mynstur spenntra og slappra vöðva sem einstaklingurinn myndar sem vöm gegn afneituðum tilfinningum, einkum kvíða, ýgð og kynferðislegri örvun. Vöðvabrynjan er lið- skipt og greinist í sjö parta sem ganga þversum á líkamann frá höfði til fóta. Með því að losa um vöðvaspennuna og koma á eðlilegri öndun brýst tilfinningin fram af endumýjuðum krafti. 26 VIKAN 27. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.