Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 31

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 31
Þær leiðir, sem leiða til frægðar, eru æði misjafnar og misáhrifaríkar. Nick Kamen skaust ótrúlega hratt upp á stjörnuhimininn á síðasta ári. Hann byrjaði sem módel og er í dag poppstjarna. Þetta tókst honum með heppni og aðstoð ýmissa góðra manna og kvenna. Hann vakti fyrst á sér athygli þegar hann kom fram í sjónvarpsauglýsingu fyrir Levi's gallabuxur. Marg- ir Islendingar kannast vafalaust við þá auglýsingu þegar hann gengur inn í almenningsþvottahús, klæðir sig úr, setur fötin í vélina og sest svo niður. Á meðan horfir fólk á hann eins og hann sé ein- hver Marsbúi. Það er allavega á hreinu að ef Marsbúar væru til væri ekki amalegt að þeir litu út eins og hann því hann er snoppufríður með ein- dæmum. Strákinn dreymdi alltaf um að verða poppstjarna og hafði í tilraunum sínum til að láta þann draum sinn rætast sungið inn á nokkrar prufuupptökur. Til allrar hamingju fyrir hann heyrði Madonna þess- ar upptökur og féll alveg kylliflöt. Hún samdi því ásamt upptökustjóranum, Stephen Bray, lagið Each Time You Break My Heart handa drengnum og ákvað að poppstjarna skyldi hann verða. Honum voru fengnir ýmsir aðstoðarmenn til að gera lagið sem best úr garði. Útkoman rauk líka upp alla helstu vinsældalista í heiminum. Þar skaðaði að sjálfsögðu ekki allt umtalið um meint ástarsamband Nicks og Madonnu en á þessum tíma leystist hjónaband þeirra Madonnu og leikarans Sean Penn upp í frum- eindir sínar. Það hefur aldrei komist á hreint hvort um ástarsamband var að ræða eður ei en allavega kom þetta honum að góðum notum á þessum tíma. í kjölfarið á Each Time ... fylgdi lag sem kallaðist Loving You . . . og nú er lagið Nobody Else að klífa upp breska vinsældalistann. Nickerfæddur í Essex á Bretlandi og systkinahóp- urinn er stór, fjórir bræður og fjórar systur. Á tímabili bjó hann í Bandaríkjunum og þar lærði hann að syngja. Hann spilar einnig á bassa og gítar en að vísu hefur hann ekki lært á þau hljóðfæri. Eldri bróðir hans, Chester, er hljómlistarmaður og spilaði í ýmsum hljómsveitum þegar Nick varyngri svo að tónlistin hefur alltaf verið honum nálæg. Chester þessi hefur undanfarið spilað með Brian Ferry. Nick hyggur einnig á frama í kvikmyndum en þó ekki fyrren árið 1988. Nick talar alltaf hlýlega um Madonnu og segirað það hafi verið frábært að vinna með henni og seg- ist dýrka hana en ef hann er spurður hvort um ástarsamband hjá þeim hafi verið að ræða kemur fólk að lokuðum dyrum. Það verður því spennandi að vita hvort hann kemurtil með að spjara sig eftir að Madonna sleppir af honum hendinni. Hann er ákveðinn í því en hvernig honum tekst verðurtíminn einn að skera úr um. Umsjón: Helga Margrét ReykdaI Culture Club Innan Culture Club hefur ríkt mikill kærleikur og jafnvel enn meira hatur vegna ástarsambands Boy George og John Moss sem heyrir nú sögunni til. Hljómsveitin ber þó til baka allar sögusagnir um að hljómsveitin heyri sög- unni til eins og fyrrgreint ástarsamband, aðallega vegna sólóferils Boy George og hljómsveitarinnar Heartbeat UK þar sem John Moss er meðlimur. Einnig hefur heyrst að Roy Hay hyggist gera eitthvað upp á eigin spýtur. Vegna alls þessa hefur verið ákveðið að bíða með að gefa út plötu í nafni Culture Club þar til í haust. A-Ha og James Bond Eins og mörgum er sjálfsagt kunnugt um er nýjasta James Bond-lagið samið og flutt af norsku hljómsveitinni A-Ha. Lagið heitir Living Daylights og bíða menn nú spenntir eftir að vita hvort þetta verður svanasöngur þeirra félaga eins og reyndin varð hjá kollegum þeirra í Duran Duran með lagið A View to a Kill úr síðustu James Bond-mynd. 27. TBL VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.