Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 13

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 13
I 5 i i j 'h A í * c l - segir Whoopi Goldberg Whoopi Goldberg er leikkona sem flestir íslendingar þekkja eftir að tvær stórgóðar kvikmyndir með henni í að- alhlutverki hafa verið sýndar í bíóhús- um landsins. Whoopi fékk margan manninn til að tárfella meðan á sýn- ingu Purpuralitarins stóð. Þar túlkaði hún á mjög trúverðugan hátt líf kúg- aðrar blökkustúlku í Bandaríkjunum. Síðari myndin, Jumping Jack Flash, kom mörgum á óvart. Þar sneri Whoopi Goldberg blaðinu algerlega við og fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Við skulum fræðast svolítið meira um Whoopi. Hún fær sjálf orðið. „Ég bý í San Francisco með eigin- manni mínum og dóttur en þaðan skipti ég við Hollywood. Ég hef alltaf litið svona út. Hollywoodímyndin, það er að segja hvað telst vera fallegt og fínt, útilokar 85 prósent alls fólks í heiminum. Ég hlæ að þessu. Kannski er það þess vegna sem ég er svona vin- sæl, ég er eina manneskjan sem þekkist úr. Ég er ekki gamanleikari. Stundum leik ég grínhlutverk og stundum alvar- leg en mest þykir mér gaman að hryllingsmyndum og myndum sem eiga að gerast í framtíðinni. Annars finnst mér skipta mestu máli, þegar ég er ráðin í ákveðið hlutverk, að líta hvorki á sjálfa mig sem konu né sem svarta. Ég lít fyrst og fremst á sjálfa mig sem leikara. Þá eru mér allir vegir færir. Ég vil brjóta niður Hollywood- ímyndina um það hvemig konur eiga að vera og hvernig svertingjar eiga að vera. Þessar staðalmyndir eru mjög hættulegar. Þegar fólk sér þær aftur og aftur fer það að halda að eitthvað sé að því sjálfu. En ég veit að það er ekkert að mér. Ég lít öðruvísi út til að láta mér líða vel.“ 27. TBL VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.