Vikan


Vikan - 02.07.1987, Side 13

Vikan - 02.07.1987, Side 13
I 5 i i j 'h A í * c l - segir Whoopi Goldberg Whoopi Goldberg er leikkona sem flestir íslendingar þekkja eftir að tvær stórgóðar kvikmyndir með henni í að- alhlutverki hafa verið sýndar í bíóhús- um landsins. Whoopi fékk margan manninn til að tárfella meðan á sýn- ingu Purpuralitarins stóð. Þar túlkaði hún á mjög trúverðugan hátt líf kúg- aðrar blökkustúlku í Bandaríkjunum. Síðari myndin, Jumping Jack Flash, kom mörgum á óvart. Þar sneri Whoopi Goldberg blaðinu algerlega við og fékk áhorfendur til að veltast um af hlátri. Við skulum fræðast svolítið meira um Whoopi. Hún fær sjálf orðið. „Ég bý í San Francisco með eigin- manni mínum og dóttur en þaðan skipti ég við Hollywood. Ég hef alltaf litið svona út. Hollywoodímyndin, það er að segja hvað telst vera fallegt og fínt, útilokar 85 prósent alls fólks í heiminum. Ég hlæ að þessu. Kannski er það þess vegna sem ég er svona vin- sæl, ég er eina manneskjan sem þekkist úr. Ég er ekki gamanleikari. Stundum leik ég grínhlutverk og stundum alvar- leg en mest þykir mér gaman að hryllingsmyndum og myndum sem eiga að gerast í framtíðinni. Annars finnst mér skipta mestu máli, þegar ég er ráðin í ákveðið hlutverk, að líta hvorki á sjálfa mig sem konu né sem svarta. Ég lít fyrst og fremst á sjálfa mig sem leikara. Þá eru mér allir vegir færir. Ég vil brjóta niður Hollywood- ímyndina um það hvemig konur eiga að vera og hvernig svertingjar eiga að vera. Þessar staðalmyndir eru mjög hættulegar. Þegar fólk sér þær aftur og aftur fer það að halda að eitthvað sé að því sjálfu. En ég veit að það er ekkert að mér. Ég lít öðruvísi út til að láta mér líða vel.“ 27. TBL VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.