Vikan


Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 55

Vikan - 02.07.1987, Blaðsíða 55
aðinn“ víða - ég fékk aldrei að fylgjast með breytingunum á líkama þínum þeg- ar við áttum barn í vændum. Ég stóð aldrei í anddyri fæðingarheimilisins, smeykur og spenntur með blóm i hönd- um, og heyrði fyrstu gráthljóðin. Ég fékk raunar að heyra fregnina þegar allt var um garð gengið, en það var loft- skeytamaðurinn sem tók við henni, og skipstjórinn opnaði flösku af þessu til- efni. Strákarnir supu á og brostu og óskuðu til hamingju og þráin og sökn- uðurinn leyndu sér ekki í veðurbitnu svipmóti þeirra. Enginn ætti að búa við svona aðstæð- ur, María. Strákarnir okkar þekkja mig varla þegar ég kem heim. Mér finnst þeir vera feimnir við að hafa ókunnan mann á heimilinu. Og svo þegar við erum farnir að kynnast og erum að ráð- gera veiðiferð heldur skipið úr höfn. Ég kveð Lúnu. Hún vill aldrei taka greiðslu fyrir síðustu nóttina. Hún segir: Hana færðu ókeypis af því að mér þyk- ir vænt um þig. Þú sem kemur til mín yfir ókunn höf tvisvar á ári, þú sem ert mér alltaf góður, þú sem getur grátið hjá mér. Mér geðjast vel að sterkum mönnum sem gráta. Það eru þeir þrótt- litlu sem eru orðljótir og hrottafullir. Hún kemur til mín með gimstein á grannri gullfesti. Þú skalt fara með hann til hennar sem þú átt í landinu langt í norðri - hennar sem er móðir barnanna þinna - hennar sem þú hugsar alltaf um þegar þú sefur hjá mér. Segðu henni að hjarta þitt hafi ég aldrei eignast. Segðu henni að af öllum þeim karlmönnum, sem hafa til mín leitað, séu það aðeins þeir með þrána sem ég geymi í hjarta mínu. Þegar við höfum eignast nógu mörg skuldabréf skulum við kaupa okkur bóndabýli, María. En við þurfum að geta séð þaðan til sjávar. Þá hætti ég sjómennsku fyrir fullt og allt. Það hlýtur að vera skrýtin tilfinning að hafa brott- farardaginn ekki lengur hangandi yfir höfði sér; að vera kyrr í landi með góðri samvisku þegar skipið heldur úr höfn. Vakna á nýjum morgnum án þefs af súru kaffi og olíu og karlmönnum - vakna hjá konu og börnum og til bú- starfa á býli sínu! Guð minn góður, hvílíkt ævintýr! En - því miður - ég hef víst harla lítið vit á jarðyrkju og búfénaði. Það er kannski erfitt að stunda búskap? Það er kannski eitthvað sem er ættgengt, eitt- hvað sem er manni eiginlegt? Ég er alls ekki viss um að það eigi við mig. Kannski mundi mig langa aftur á sjóinn - gleyma ökrum og engjum og aðeins góna til hafs og gæta að því hvort ég sæi ekki skip í fjarska? Ef til vill mundi ég sakna öldugangsins og að hafa ekki káetugólf undir fótum, sakna gnýsins í kjalsoginu, gargsins í mávunum, pilta sem syngja á frívaktinni, sólseturs í logni, staðvinda og hitabeltisnátta? Bull og vitleysa! Ég er enn á besta aldri og við eigum ekki ótakmarkaðan tíma fram undan. Ég vil fara aftur til náttúr- unnar - ekki láta snuða mig um allt! Og svo losna ég auk þess við að skrifa þetta bréf... Og svo er það kvöld eitt að lestun er lokið, kranarnir eru hljóðir sem steinn og þá ber við rauðan kvöldhimin, allar skrár og skýrslur í lagi og skipið blæs í fyrsta sinn. Strákarnir standa við borð- stokkinn. Flestir eru fölir og þreyttir eftir slarkið í landi, sumir enn undir áhrifum en allir þó stilltir og rólegir og margir horfa með eftirvæntingu til hafs. Þarna standa þeir Ragnar og Lárus. Þeir fóru líka í land og voru saman, ég held að þeir hafi ekki farið í kirkju. Þeir litu undan þegar þeir báðu um sprautu í dag. Og þarna er Hákon, einn á báti eins og venjulega. En ef til vill á sjómannsstarfið ekkert illa við hann - ja, hver veit? Konur hafa hátt og veifa á hafnar- bakkanum. Það gera konur hvar sem er í heiminum, hvort sem þær hafa ástæðu til þess eða ekki. En ég veit að einhvers staðar langt að baki stendur Lúna, fjarlæg og tiginmannleg, hún lyft- ir blóðrauðu handklæði yfir höfði sér og veifar til skips sem er á förum. í nótt ætla ég að sofa með kinnina við flíkina sem hún gaf mér. Fyrstu dagarn- ir eftir að siglt er úr höfn eru ekki svo afleitir. Þá una menn við minningar þeirra viðburða sem þeir hafa notið þar. Það er ekki fyrr en nokkru seinna sem hin mikla, óslökkvandi þrá gagn- tekur mann. En nú er stefnt í norðurátt. Og þegar við erum komnir nógu langt fel ég flík- ina sem Lúna gaf mér. Þá gref ég upp úr kistu minni dásamlegan lítinn hlut úr kniplaleggingum og slæðum eða hvað það nú heitir. Honum eru ekki tengdar neinar minningar frá heitum löndum heldur birta norrænna nátta og ljúf ang- an af henni sem er móðir drengjanna minna. Og þegar við erum komnir aftur inn á hina norrænu breiddargráðu verð- ur þráin að vissu og lifið léttara en fyrr. Ég hygg að ég kaupi aldrei þennan búgarð. Eg veit að ég mundi aldrei kunna þar við mig - aldrei festa þar rætur. Þrá mín til sjávarins yrði alltaf jafnsterk og fyrr og mundi aldrei láta mig í friði. Ég mundi bara reika þar um ráðvilltur eins og skógarbjörn í búri. Auk þess verð ég að stunda starf mitt eins lengi og ég get, ég verð að vinna mér inn peninga svo að drengirnir okk- ar geti losnað við að sigla um höfin sjö. Nei, ég veit vel að ég gæti aldrei sinnt venjulegum bústörfum sómasamlega, aldrei hugsað um kvikfénað, akra og engi eins og vera ber. Ég mundi víst alltaf þrá hafið - þrá að hafa vaggandi þilfarsplanka undir fótum, þrá hinar stóru, bláu víðáttur hafsins, storma og stillur, sólarupprás og sólarlag, garg mávanna, nið kjölrákarinnar sem alltaf þurrkar út sín eigin spor og hverfur. Já, ef til vill mundi ég einnig þrá hið hrjúfa karlasamfélag þarna úti þar sem ekkert milt og hlýtt getur orðið til og dafnað. En hvað á ég að gera við bréfið sem ég skrifa á frívaktinni? Ég hygg að prest- urinn mæli ekki með því að ég sendi það. Mun sá tími nokkru sinni ganga í garð að menn fleygi frá sér hinni venju- bundnu kápu hræsninnar sem útslitinni flík - svo að þeir geti verið heiðarlegir gagnvart þeim sem þeim þykir vænt um? Eg hygg tæpast. Nei, þú verður að hafa siglt lengi sjálf- ur til þess að geta skilið þetta. Þú verður að hafa siglt árum saman um öll höfin sjö, haft daga og nætur og vikur og mánuði með sjó allt í kringum þig án þess að sjá nokkru sinni til lands - og síðan það sama endurtekið að nýju. Hvernig ættir þú að geta skilið að Lúna, María og Kirsiberjablóm eru ein og sama konan - leyndardómsfull þrenning sem sjómaður þarfnast og sem hann getur verið trúr? Eða gætirðu kannski skilið það engu að síður? Ég hygg að ég þori ekki að ábyrgjast það. En ég hef hérna^ handa þér gimstein á grannri gullfesti. Ég keypti hann að mig minnir í lítilli verslun í einu af strætunum þröngu að baki torgsins, í einni fegurstu borg jarðarinnar. 27. TBL VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.