Vikan


Vikan - 02.07.1987, Síða 12

Vikan - 02.07.1987, Síða 12
„Furðuleg tilfínning“ - segir Michael J. Fox Einn af yngri leikurum Hollywood er Michael J. Fox. Þrátt fyrir að Fox sé aðeins 26 ára hefur hann getið sér al- heimsfrægð. Að öllum líkindum hefur hann þó orðið frægastur fyrir myndina Aftur til framtíðar sem sýnd var í Laugarásbíói í fyrra. En um þessar mundir geta íslenskir sjónvarpsáhorfendur fylgst með honum í þáttunum Family Ties á Stöð 2. „Það er óneitanlega furðuleg tilfinning fyrir mann á mínum aldri að vinna sér inn jafnmikla peninga og ég geri. Ég var orðinn það fjáður að ég dreif mig i að skrifa erfðaskrána fyrir skömmu. Með því vildi ég sýna ábyrgð. Mér fannst það gera mér auðveldara að stofna mína eigin fjölskyldu ef mér byði svo við að horfa. Ég ætlaði mér ekki að giftast fyrr en ég hefði efni á að sjá fyrir konu og börnum. Og nú er svo komið að ég er fjárhagslega og andlega reiðubúinn að stofna mína eigin fjölskyldu. Mér hefur fallið velgengni í skaut og ég hef öðlast persónulegt öryggi, þægindi og allt það. En það byggist allt á vinnu og meiri vinnu. Ég held að peningarnir hafi ekki breytt persónuleika mín- um að neinu ráði. Ég er varkár þegar peningar eru annars vegar. Ég kalla ennþá í fjármálastjórann minn ef ég er að hugsa um að kaupa eitthvað og segi til dæmis: Ég er að hugsa um að kaupa mér nýtt sjónvarp. Og hann spyr þá hvort ég sé vitlaus að ætla að eiga tvö. Svo rífumst við svo- lítið um þetta og málinu lyktar með því að annar hvor lætur sig; En mér finnst ennþá gaman að telja peningana mína. Ég held að það mikilvægasta í heiminum sé fjölskylda og vinir. Sú leið, sem ég fer í samskiptum mínum við vini mína, er sú rétta, ég virði þá. Til þess að eignast góða vini verður maður að sýna þeim virðingu. Gifting er stórkostlegt markmið til að stefna að - að finna manneskju sem verður besti vinur manns og gagnkvæmt, einhverja sem ávallt ber blak af manni og maður gerir það sama á móti. Það er það sem mig hefur alltaf langað til. Ég kem úr stórri fjölskyldu, ég á þrjár systur, bróður og foreldra. Ég gerði mig ánægðan ef ég hefði helminginn af góðmennsku foreldra minna. Migdreymir um að eignast fallega konu en hún þarf að hafa meira til brunns að bera, hún þarf líka að vera sjálfstæð. Þegar ég eignast börn er ég að hugsa um að ala þau upp einhvers staðar annars staðar en í Bandaríkjunum, til dæmis í Kanada því mér fellur það land vel. Alls staðar, þar sem ég kem, lætur fólk eins og það þekki mig. Það kemur og grípur í mig og kemur ekki upp orði. Það er eins og börn, það er ótrúlegt. Það minnir mig alltafá þegar ég var fjögurra ára og hitti Bugs Bunny, því gleymi ég seint. En með frægðinni öðlast maður líka sjötta skilningarvitið, maður fer að gera sér grein fyrir hverjir eru að nota mann og hverjir eru vinir í raun.“ J

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.