Vikan


Vikan - 23.07.1987, Side 5

Vikan - 23.07.1987, Side 5
INÆSTU VIKU 32 Ólafur Mixa læknir er í Vikuviðtali. Hann ólst upp í Þýskalandi á stríðs- árunum, vann síðar meðal indíána í Kanada og er áhugasamur leikari inn viðbeinið. 44 Sylvía litla er mikil hestakona og fer léttilega sjálf af baki þótt hún sé ekki nema3ára. 46 Hljómsveitin Simply Red er íslend- ingum að góðu kunn og afar vinsæl um heim allan. Helga Margrét segir nánar frá í poppinu. 48 í handavinnuþættinum í þessari Viku eru sparilegar barnapeysur á þriggjaára eðaumþaðbil. 52 Smásagan erfrumsamin og ís- lensk. Hún nefnist Saltargötur og er eftir Óskar Hilmarsson. 56 Ættu nautin aó forðast löng ferða- lög þessa vikuna og hvernig er útlitið í ástamálum Ijónanna? Stjörnuspáin er á sínum stað. 58 t Valdís Ijósmyndari reikaði um göt- ur Kaupmannahafnar í sumar og hitti strákinn með rauðu húfuna. ...................................... Það er ekki oft sem hljómsveitir eru kenndar við konur en nú er ein slík starfandi í Broadway, Hljómsveit Siggu Beinteins. Sigga Beinteins eða Sigríður Beinteinsdóttir er með bestu rokksöngkonum landsins og hróður henn- ar hefur reyndar borist víðar. í næstu Viku segir Sigga meira frá sjálfri sér og ferli sínum. Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður Steingríms Her- mannssonar, er kona sem ekki lætur mikið á sér bera. Störf hennar eru engu að síður margvísleg og mikil- væg, ekki síst athugun á stöðu fíkniefnamála í landinu. Með nýrri aðferð, sem byggist á notkun leysigeisla og svipar til nálastunguaðferðarinnar, hefur nú fundist leið til að græða hár á nýjan leik á þá sem mátt hafa þola skalla og skallabletti. Hárgræðsla þessi fer fram hér á landi og ætti að gefa mörgum nýja von. Sjónvarpsauglýsingar eru, merkilegt nokk, eitthvert vin- sælasta efni sjónvarpsins, einkum þó meðal þarna. Þegar þær eru skoðaðar grannt með öðru hugarfari en hinum almenna sjónvarpsglápara er tamt kemur margt kyndugt í Ijós. Verslunarmannahelgi er á næsta leiti. Þá liggur straum- ur ferðafólks í tjaldútilegur og sumarbústaði. Vikan er ómissandi ferðafélagi að venju og í tilefni helgarinnar verður barnaefnið aukið svo litlu angarnir verði ekki útundan. Blaðinu fylgir líka 16 síðna blaðauki sem í er spennandi saga um ástir og átök meðal sjónvarps- stjarna í New York.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.