Vikan


Vikan - 23.07.1987, Page 7

Vikan - 23.07.1987, Page 7
Önnur skúta, sem keppt er i á ólympiuleikunum, nefnist 470, er hún 4,70 metra löng. Tveir keppendur eru um borð í þessari glæsilegu skútu. og eins árs, sigldi allar hættulegustu slóðir veraldar. Sigling Slocums og svo fleiri er fylgdu í kjölfarið hefur heillað nútíma siglinga- menn og hópar og einstaklingar heyja keppni þar sem markmiðið er sigling kringum jörðina. Eftir síðari heimsstyrjöldina var farið að hanna litlar seglskútur og urðu þá til hinar ýmsu skútur svo sem „Soling", „Star", „Flying Dutchman", „Fin" og nýrri skútugerðir eru „Tornado", „470" og „Windglider". Þessar skútur eru allt keppnisskútur á ólympíuleikum og skipt þar niður í flokka. Þrátt fyrir að siglingar hafi yfirleitt ver- ið stundaðar af karlmönnum hefur kvenfólk oft verið áhafnarmeðlimir og þá ekki eingöngu til að vera í eldhúsi. Þáttur kvenna í siglingum hefur aukist umtals- vert á síðari árum og nú keppa skútur þar sem eingöngu er kvenfólk í áhöfn. Reyndir siglarar segja auðvelt að læra að sigla. Það sem þarf til er athygli og þörf fyrir útiveru og aðdáun á víðfeðmi Bjartsýnisskútur eru upplagöar fyrir byrjendur. hafsins. 30. TBL VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.