Vikan


Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 15

Vikan - 23.07.1987, Qupperneq 15
tl árið 1886 en þegar hann kom til Englands fáum árum seinna seldi hann útgáfuréttinn þar fyrir skitna fimmtíu dollara og sá því mest lítið af gróðanum sem hlóðst upp á sölu bókarinn- ar er náði 350 þúsund eintökum á skömmum tírna. Hliðstætt við ensku kiljurnar nutu svokallaðar Dime Novels gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum en þar kontu fram á sjónarsviðið leynilögreglumenn eða einkaspæjarar á borð við Nick Carter, meistara dulargervanna. og Deadv/ood Dick. Sögusvið þessara sagna var oftar en ekki villta vestrið en að öðru leyti lutu þær sörnu lögmálum og bresku framhaldssögurnar. Meistarinn sjálfur „Ég hreifst af Gaboriau vegna þess hve söguþráðurinn hjá honum gekk lipurlega upp og frá barnæsku hafði hinn snjalli Dupin í sögunt Poe verið ein af hetjum mínum. En gat ég lagt eitthvað sjálfur til málanna? Mér varð hugsað til Joe Bell, garnla kennarans míns með arnarnefið, sem hafði skrýtna kæki og óhugnanlega næmt auga fyrir smáatriðum. Ef hann legði fyrir sig rannsókn glæpa væri næsta víst að hann færði þetta heillandi en á margan hátt óskipulega starf nær nákvæm- um vísindum." Með þessurn orðum lýsti Arthur Conan Doyle því hvernig frægasta persóna leynilögreglusagnanna, sjálfur Sherlock Holmes, mótaðist í huga hans seint á níunda áratug nítjándu aldar. Doyle var læknismenntaður og hann skrifaði fyrstu sög- una urn Holmes, A Study in Scarlet, sent út kont 1887, með það fyrir augum að drýgja launin sín. Hann neyddist engu að síður til að gefa útgáfuréttinn á henni til að fá hana birta og ef ekki hefði komið til bandarískur blaðaútgefandi hefðu þeir félagar, Holmes og Watson, líklega lagt upp laupana þá þeg- ar. Nefndur útgefandi var nefnilega einn affáum lesendum sem hrifust af sögunni, en hann hvatti Doyle til að skrifa aðra sögu um þennan óvenjulega spæjara. Doyle lét til leiðast og skrifaði The Sign of Four sem útgefandinn birti síðan í tíma- riti sínu, Lippincott's, í febrúar 1890. Sagan var gefin út í London ári seinna og almenningur tók nú við sér fyrir alvöru. Holmes var kominn á sporið. Lifandi goðsögn Eins og Doyle nefnir átti Holmes sér lifandi fyrirmynd, skoskan skurðlækni og prófessor frá Edinborg, en ntikilvægu hlutverki í sköpun þeirrar persónu, sem við þekkjunt, gegndu einnig þeir sent myndskreyttu fyrstu sögurnar. Margar þeirra birtust upphaflega í Strand tímaritinu í London með teikning- unt eftir Sidney Paged, en sá Holntes, sem hann teiknar, hefur breyst sáralítið fram á þennan dag. Alkunna er að Doyle varð einhvern tíma leiður á persónu Sherlock Holmes og lét hann falla fyrir björg og farast í einni tögunni. Lesendur sættu sig hins vegar ekki við þau örlög svo að í næstu sögu þurfti Doyle að endurlífga Holmes. Þannig fór að sögupersónan lifði höfund sinn og hefur sjaldan verið hressari en nú á hundrað ára afmæli sínu. í Bretlandi og víðar eru starfrækt sérstök félög til heiðurs Holrnes og árlega berst honunt fjöldi bréfa, stíluð á Baker Street 221 b. Útgáfur á sögunum um Holmes skipta þúsundum og eru til í þýðingunt á allflest tungumál heims. Þá er ótalinn sá fjöldi stælinga og afbakana þar sent hann er látinn leika aðalhlut- verk. Vinsældir hans urðu tu þess að hver rithöfundurinn á fætur öðrum lét grintma þorpara fremja hroðalega glæpi í bókum sínum og tefldi síðan fram lykilpersónu til að leysa gátuna og uppræta ósóntann. Margar þessara persóna féllu fijótt í gleymsku, aðrar voru lífseigari en víst er að engin kemst nteð tærnar þar sem Sherlock Holmes hefur hælana því þótt persóna hans sé í aðra röndina óþolandi er ekki annað hægt en að fyrirgefa honunt þegar hann hefur leyst gátuna af sínu annálaða hyggjuviti og ávarpar aumingja Watson á þessa leið: ..Réttu mér fiðluna mína, því enn eigum við eina gátu óleysta: með hvaða hætti heppilegast sé að drepa tímann á þessum löngu og leiðu vetrarkvöldum." CANCONAN DOYLES MASTER DETECTIVE SURVIVE IT? MARVEL PREVIEW PRESENTS Frægasti Sherloch Holmes teiknarinn, Sidney Paget, teiknaði efri myndina með sögunni The Adventure of the Abbey Grange fyrir Strand tímaritið, en hún birtist þar í september 1904. Þrátt fyrir 100 ára aldur hefur Holmes lítið látið á sjá og er enn í fullu fjöri eins og sést á neðri myndinni, en hún er af forsiðu nýlegs teiknimyndaheftis um Baskerville hundinn. 30. TBL VIKAN 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.