Vikan


Vikan - 23.07.1987, Side 62

Vikan - 23.07.1987, Side 62
Þú ert þá kannski bara gömul. Hvar er pabbi þinn? Hann er í fríi. Hvert fór hann? Hann bara fór, svarar Erling, snýr sér frá mér og sýgur upp í nefið. Hefurðu séð ísjakann, Erling? spyr ég. Já, svarar hann með bakið í jakann og mig. Hann er svoldið stór. Hann var stærri þegar hann kom. Honum hefur kannski verið kalt þarna úti á hafinu og ákveðið að koma og hlýja sér Ved Stranden, segi ég. Hann er að bráðna. Finnst þér hann ekki fallegur? Svo verður hann að engu. Jú, að vatni. Og þá er eins og hann hafi aidrei verið til. Ef ég tek rnynd af honum sést að hann hefur verið til. Erling svarar ekki heldur leggur af stað í átt að Nikolajkirkju. Eg elti. Hvar er rauða húfan þín? spyr ég. Eriing hægir ferðina, svo stansar hann og snýr sér við. Amma sagði að ég skyldi gefa bangsanum mínum húfuna af því það kom gat á hausinn á honum og sagið var farið að sáldrast út, svarar Erling og sýgur upp í nefið. Þú ert nú ofsalega heppinn að hafa ekki sag í hausnum sem gæti bara hrunið út ef þú fengir gat á hausinn, segi ég. Þá brosir Erling, sýgur upp í nefið svo snýst hann á hæli og er rokinn en ég stend eftir hjá berstrípuðum trjánum og vaxandi tungli Ved Stranden. 62 VI KAN 30. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.