Vikan - 23.02.1989, Síða 8
ÍSLENSK KONA í KOSNINGA-
Dóttir Rannveigar, Kristina Rannveig, og
tengdasonurinn Jolin.
■ Þegar Barbara Bush
gengur inn á fundi og
þess háttar samkom-
ur stoppar allt. Hún er
mjög ákveðin, er með
báða fætur á jörðinni
og veit nákvæmlega
hvað hún á að gera og
hvað hún vill...
■ Nancy Reagan var
alveg hissa á að ég
skyldi vera í repú-
blikanaflokknum og
að ég væri að styðja
hennar mann ...
■ Það er alveg
magnað að Pat Nixon
skuli ennþá standa á
sínum tveimur eftir
allt sem hún hefur
þurft að ganga í
gegnum. Það er ekki
annað hægt en að
dást að henni.
kona. Ég er mjög hreykin yfir því hvað hún
hefur verið dugleg að berjast gegn eitur-
lyfjaneyslu unglinga. Hún hefúr farið í
skóla og á fúndi og talað við unga fólkið til
að reyna að fá það til að afneita hassi og
kókaíni. Það er alveg voðalegt ástand í
þeim eftium. Hún er afskaplega dugleg í að
hamla á móti þessum vanda og þessari vit-
leysu. Nancy er dugleg og lætur engan
vaða yflr sig. Þetta er mitt álit á Nancy
Reagan.
Kosningabarátta
er mikið starf
— Ég vann við tvennar ríkisstjórakosn-
ingar í Michigan, sem unnust báðar. Þegar
við fluggum til San Antonio í Texas var
byrjað strax í pólitíkinni. Maður kynntist
fleirum og lærði meira um hvernig allt er
byggt upp í kosningabaráttunni þegar sótt
er um hvers konar embætti, en í Banda-
ríkjunum er kosið um mörg embætti.
Ég hef verið mjög virk í þessu pólitíska
starfi og mér hefur gengið mjög vel enda
fengið mikið hrós fyrir og margar viður-
kenningar. Kosningastarf kostar mikla
vinnu og ég hef ekki bara unnið á sjálfum
kosningaskrifstofúnum heldur hef ég tekið
heim með mér vinnu. Ég fer yflrleitt
snemma að sofa á kvöldin og fer upp á
morgnana klukkan þrjú til að undirbúa
störf dagsins. Það þarf allt að vera tilbúið
fyrir næsta dag.
Ég var kosin „presidential elector" fyrir
Nixon fyrir svæðið þar sem ég bý og er
eins stórt og ísland. Þar býr um ein og hálf
milljón manns. Mér fannst þetta alveg
sérstakt af því að ég er íslendingur og v'ir
valin úr öllum þessum stóra hópi repú-
blikana.
Ég kynntist frú Nixon. Hún er smávaxin,
fíngerð og manni fannst að hún hlyti að
vera brothætt. En þessi kona er afskaplega
dugleg og sterk. Það er alveg magnað að
hún skuli ennþá standa á sínum tveimur
eftir allt sem hún hefúr þurft að ganga í
gegnum. Það er ekki hægt annað en dást
að henni. Hún er alveg einstök kona.
Það var svo í Dallas í Texas sem ég
kynntist Reagan forseta. Ég var það sem
kallað er „vice chairman" í repúblikana-
flokknum á mínu svæði. Þegar ég sagðist
vera Ranna Diener, þá sagði Reagan að ég
talaði með hreim og spurði hvaðan ég
væri. Ég sagðist vera frá Reykjavík á ís-
landi. Þá spurði hann hvað ég væri að gera
hér og vera frá íslandi. Ég sagðist vera
þarna til að hjálpa honum í kosningabar-
áttunni í beggja þágu.
Spennandi og gaman
að vinna í pólitík
— Eins og ég sagði áður þá kynntist ég
Barböru Bush í San Antonio því hún var í
Texas af og til. Hún er mjög skemmtileg
og alveg indæl kona. Ég held hún Barbara
Bush verði ekki eins fataglöð og Nancy
Reagan. Hún leggur ekki eins mikið upp úr
því að vera glæsileg í klæðaburði. Hún er
há og virðuleg kona. Það taka allir eftir
henni hvar sem hún fer. Það er ekki bara
útlitið heldur og fasið. Mér finnst hún al-
veg dásamleg manneskja, hún er svo blátt
áfram.
Ég held það hafi verið árið 1970 sem ég
kynntist þeim Barböru og George Bush.
Þau eru elskuleg hjón og fara alltaf saman
hvert sem farið er. Hún er góð og sniðug
en mjög ákveðin kona. Hún er elskuleg
amma og hefur gaman af að blanda geði
við fólk. Hún er bandarísku þjóðinni til
sóma.
Það eru ekki bara forsetakosningar sem
eru spennandi. í New-Mexíkó nota fram-
bjóðendur oft hesta. Þannig var það til
dæmis hjá þingmanninum Manuel Lujan
jr. Þó það sé hægt að fara á bíl þá er hent-
ugra að fara á hestbaki til að hitta bænd-
urna. Það verður að fara og tala við fólkið
sem býr úti í sveitunum til að vita hvað
það vill og vill ekki, kynnast áhuga þess og
áhyggjum. Það verður að hlusta á fólkið og
reyna að afgreiða það. Þingmaðurinn er af-
skaplega indæll og vel liðinn.
Konur eru geysilega duglegar að hjálpa
til við kosningar. Ég tala nú ekki um karl-
menn sem hafa tíma, eru komnir á eftir-
laun og í stað þess að hanga heima, þá
bjóðast þeir til að hjálpa þeim sem eru að
sækjast eftir embættum. Þetta er hressandi
fyrir fólk, það kynnist öðrum og lífgast
upp við þetta.
Það eru engar kosningar eins. Þess
vegna er það bæði spennandi og gaman að
standa í þessu. Það hefúr oft komið fyrir
þegar einhver er að sækjast eftir embætti
og er í vandræðum, eitthvað er á síðustu
stundu, þá hefur stundum verið sagt að
það verði að hringja í Rönnu. Ég geng allt-
af ffá öllu, öllum pappírum og undirbún-
ingi á réttum tíma. Það er mjög nauðsyn-
legt að skrásetja fólk til að kjósa. Ég hef
mjög mikinn áhuga á því. Ég hef sjálf skráð
hundruð fólks. Ég hef farið hingað og
þangað, gengið hús úr húsi. Ég vil endilega
að allir hafi tækifæri til að kjósa. Maður
hvetur fólk og segir því að það megi til
með að kjósa.
Það verða kosningar hér i New-Mexíkó
á þessu ári og maður verður að undirbúa
sig fýrir það, til að hjálpa ýmsum til að
komast í embætti og störf. Þetta hefúr
maður gert í öll þessi ár fyrir ekki neitt,
ekki einn eyri.
Það er ágætt að vera í pólitíkinni en
maður verður að hafa áhuga. Þá getur
maður farið á fúndi og haft áhrif á að
breyta lögum og breytt mörgu sem er orð-
ið úrelt og hefur verið óbreytt í mörg
herrans ár. Og maður getur haft áhrif ef
maður er ekki ánægður með þá sem eru í
embættum og hjálpað einhverjum öðrum
til að komast að í það sæti.
Flugfreyjustarfið
er eftirminnilegt
— Vissulega er flugið eftirminnilegt.
Þegar ég var flugfreyja voru farþegarnir oft
kaupsýslumenn í viðskiptaerindum. Þeim
8 VIKAN 4. TBL. 1989