Vikan


Vikan - 23.02.1989, Side 10

Vikan - 23.02.1989, Side 10
ÍSLENSK KONA í KOSNINGA- Rannveig gefur sér alltaf tima fyrir handavinnu og hér má sjá eitt veggteppa hennar. Tvö af málverkum Rannveigar. Hún hef- ur yndi af því að mála íslenskt landslag. „Ég heimsótti ekki ísland fyrr en ég var búin að vera úti í þrettán ár. Síðan hef ég farið nokkrum sinnum í heimsókn. ingu og bjó um þetta svo ég gæti haldið áfram, því ég ætlaði sko ekki að vera þarna yflr nótt. Ég flaug þessa ferð mína til enda, stirð og sár. Ég komst samt sem áður að því að fóík var alveg undrandi þegar það komst að þessu atviki. Það er kallað „air- pocket" þegar flugvél dettur svona niður en heldur svo áfram. Þetta var svo ein- kennilegt. Flugið hefur enn aðdráttarafl — Þegar ég byrjaði að vinna fyrir flug- félagið hér vestra var mér sagt að ég þyrfti ekkert að halda við dönskunni eða þýsk- unni því það yrði ekkert notað nema enska hér í Bandaríkjunum. En það kom oft fólk ffá Evrópu sem kunni lítið sem ekkert í ensku. Þá kom sér vel að geta tal- að við það á þeirra tungumáli. Á þessum tíma var oft hringt í mig, jafnvel eftir að ég var hætt störfúm, til að hlaupa undir bagga þegar útlendingar komu sem voru alveg mállausir á enska tungu. Á þessum árum máttu flugffeyjur ekki vera giftar svo ég hætti þegar ég gifti mig, sem var alveg sjálfsagt. Ég hefði þó vel get- að hugsað mér að halda áffam. Mér flnnst þetta starf alveg draumur. Kannski er það gamla flakkið, áhuginn að ferðast og kynn- ast fólki og hjálpa fólki og tala um hitt og þetta, þeirra líf og um þá staði sem þetta fólk er ffá. Það er svo lærdómsríkt. Þegar ég flaug voru flugvélarnar auðvit- að minni og maður gat munað öll nöfnin á farþegunum í hverju sæti og ávarpað þá með nafni. Þetta þótti farþegunum sniðugt. Það var á þessum árum lögð rík áhersla á að við værum með stutt hár. Það mátti ekki snerta kragann. Það mátti ekki vera krumpa á einkennisbúningnum, skórnir urðu að vera gljápússaðir og naglalakkið í sama lit og varaliturinn. Engin fölsk augn- hár eða augnskuggar og það átti að nota sem allra minnst af farða. Ég stóð mig held ég vel og tapaði aldrei af flugi ef ég átti að mæta og reyndi alltaf að gera mitt besta. Á hátíðisdögum, jólum, þakkargjörðardögum og þess háttar, tók ég oft að mér aukaflug eða skipti við hinar stúlkurnar. Þær vildu þá margar vera með fólkinu sínu en ég var jú útlendingur og átti ekki neina fjölskyldu þarna svo ég sló til. Einu sinni í flugi sat eldri maður aftast í vélinni og hafði hattinn fyrir andlitinu og lá þannig eins og hann væri sofandi. Svo þegar lent var ætlaði ég að vekja hann en þá var hann bara dáinn. Ég breiddi teppi yflr hann og lét ekki á neinu bera. Það héldu allir að hann væri sofandi. Svo þegar allir farþegarnir voru farnir úr vélinni var maðurinn borinn út af sjúkraliðum og eng- inn varð neins var. Þetta var auðvitað svip- legt en við létum eins og ekkert hefði skeð. Það er auðvitað einkennilegt þegar fólk sofhar svona út af. Oft var það líka í fluginu sérstaklega ef langt var á mili staða og veðrið gerðist vont að við þurftum að bíða með farþeg- unum á flugvöllunum og þá þurfti maður að brosa og vera hjálpsamur eins og mað- ur mögulega gat. Ef það varð frekari seink- un þá varð maður að koma fólki á hótel, en við starfsfólkið þurftum síðan að bíða á flugvellinum ef veðrinu létti. Það kom einnig fyrir að það var lent án þess að allir mótorar væru í gangi en fólk tók ekki alltaf eftir því. Þá dró maður gardínurnar fyrir, sérstaklega ef þetta skeði að kvöldi til. Einu sinni kom það fyrir að ekki tókst að setja hjólin niður. En það greiddist úr því og við lentum heilu og höldnu. Það er svo einkennilegt þegar eitthvað er að ske að maður er svo upptek- inn að ganga frá öllu og undirbúa allt og gera tilbúið að maður hefur ekki tíma til að hugsa um hvað hefði getað komið fyrir. Maður getur bara þakkað guði fyrir að allt varð í lagi. Aftur á móti varð maður oft þreyttur en svo þegar maður var lentur þá hvarf þreytan. Aðalatriðið var að allt gekk vel og þá er allt annað smámunir. Ég flaug í nokkur ár en þá varð ég að hætta. En ég sakna flugsins ennþá. Maður vildi að maður kæmist aftur af stað. Handavinna og landkynning — Þú spyrð um sýningar á handavinnu og kynningu á íslandi. Ég byrjaði þátttöku í þessu í Michigan og sýndi íslenska fánann og íslenska handavinnu, púða, veggteppi, lopapeysur og fleira. Allt íslenska handa- vinnu og muni. Sumt var fengið að heim- an. Þetta eru sameiginlegar sýningar Norðurlandanna og eru kallaðar „Scandi- navian Summer Fest“. Þessar sýningar eru í júlí eða ágúst í Michigan en hérna suður- frá í september ár hvert. Ég hef sýnt bækur um ísland og ég hef talað og sagt frá ís- landi, frá hveravatninu og hvernig húsin eru hituð upp og sýnt skyggnur. Ég hef sýnt handavinnu og málverk sem ég hef málað sjálf frá íslandi. Þetta er eins og í búð hjá mér. En þetta er til að sýna hvers konar handavinna er gerð á ís- landi. Mér flnnst gaman að þessu eins og pólitíkinni. Ég hef líka gaman af að passa barnabörnin og standa í húshaldinu. Flugleiðir sendu mér fullan kassa af kynningarbæklingum um flugferðir og 10 VIKAN 4. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.