Vikan - 23.02.1989, Síða 20
Snjóegg á vanillusósu
Ábætir
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími: 20 mín.
Eldun 10 mín.
Höfundur: Bjarki Hilmarsson
INNKAUP:
2 eggjahvítur
100 gr sykur
SÓSA:
1/2 I mjólk
4 eggjarauður
110 gr sykur
vanilla, möndluspænir, ristaður
HELSTU ÁHÖLD: Pottur, hrærivél,
sprautupoki, sleif, þeytari.
Ódýr K1 Erfiður □ Heitur □
Kaldur Sl Má frysta □ Annað:
ADFERÐ:
■ Stífþeytið eggjahvíturnar. Sykri bætt í og þeytt vel. Blandan sett í
sprautupoka og sprautað á skeið og „eggið“ síðan losað í vatn sem er við
suðu.
■ Snúiö hverju eggi við eftir 1 -2 mín. Þá fært upp úr, sett á diskaþurrku
og látið kólna.
■ Sósa: Vanillubætt mjólk hituð að suðu. Eggjarauður og sykur þeytt vel
saman, og sett saman við mjólkina. Hitað við vægan hita og hrært stöðugt
í með sleif. Sósan er tilbúin þegar sleifin er tekin úr sósunni, fingri rennt eft-
ir henni og sósan rennur ekki saman.
LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
Saxbauti með eggi
Fyrir 4
Áætlaður vinnutími: 10 mín.
Eldun: 10 mín.
Höfundur: Bjarki Hilmarsson
Kjöt
INNKAUP:
AÐFERÐ:
800 gr nautahakk
1 laukur
3 msk kapers
3 msk rauðrófur
4 egg
150 gr smjör
salt, pipar
1/2 I kjötsoð
HELSTU ÁHÖLD: Panna, ofn
Ódýr □ Erfiður □ Heitur Ixl
Kaldur □ Má frysta □ Annað:
■ Laukurinn er saxaður.
■ Hakki, helming af lauk, 2 msk af hvoru, kapers og rauðrófum, er bland-
að saman og mótað í fjögur buff, sem brúnuð eru á pönnu og krydduð. Sett
á fat og inn í 150°C heitan ofn.
■ Afgangurinn af lauk, kapers og rauðrófum er settur á pönnuna ásamt
kjötsoðinu, látið sjóða og síðan jafnað með sósujafnara. Spælið eggin.
■ Sósa sett á disk, buffsneið ofaná og spælt egg ofan á buffið.
LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON