Vikan


Vikan - 23.02.1989, Qupperneq 30

Vikan - 23.02.1989, Qupperneq 30
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR/LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Þorbjörg Bjamadóttir er nemandi í Verzlunarskólanum þar sem hún er á eðlisfræðisviði. Hún hefúr tekið þátt í Elite keppninni og er skráð hjá Módelsamtökunum. Vegna námsins segist hún lítið hafa staríað við fyrirsætustörf en sér bjóðist að fara til Parísar í sumar og hún sé að hugsa um að taka því. Sophie málaði Þorbjörgu með nýju sumarlitunum frá Sten- dahl sem ættu að vera fáanlegir í snyrtivöruverslunum núna. Hárgreiðslumeistarinn Guðrún Hrönn sá um greiðsluna að þessu sinni. Lokkapermanent eins og þetta er mjög vinsælt hjá ungu stúlkunum nú, reynd- ar er Þorbjörg ekki með perm- anent en hárinu rúllað upp á sama hátt. Það er tilvalið íyrir þær sem langar að fá sér svona permanent, en þora ekki, að gera eins og hér er gert - t.d. fyrir ferminguna — og fá sér þá permanent seinna ef þeim lík- ar við sjálfar sig með krullað hárið. Guðrún, sem er margfaldur verðlaunahafi í hárgreiðslu, hefur verið með eigin stofu síðan 1983 og er stofan henn- ar nú til húsa að Laugavegi 163. Hún byrjaði í faginu 1975 og Iauk námi 1977. Hún fór þá til Þýskalands og vann þar á mjög góðri stofu í eitt ár, þar sem hún segist hafa lært margt. Eftir heimkomuna tók hún þátt í sinni fyrstu keppni, ís- landskeppni í hárgreiðslu vor- ið 1979, og hlaut þá 3. sætið í kokteilgreiðslu. Keppnisand- inn var þar með hlaupinn í hana og hefur hún tekið þátt í Frh. á bls. 31 FORSÍÐUSTÚLKAN Margfaldur verðlaunahafi . SUMAR ÖFUNDA MIG... Vikunni höfúm við sagt frá nokkrum íslenskum förðunarmeisturum, hvað og hvar þær hafa lært og hvernig þær starfa. Margar hafa farið til Frakklands að læra, en hvað gera franskir förðunarmeistarar og hvar læra þær? Sophie Jeanpierre var stödd á íslandi fyrir nokkru og við gripum tækifærið og fengum hana til að mála for- síðustúlkuna okkar, Þorbjörgu Bjarnadóttur, og segja dálítið frá sjálfri sér. Sophie starfar hjá því þekkta snyrtivörufyrirtæki Stendahl og var hér að kynna vor- og sumarlitina um leið og hún kenndi á námskeiði sem Rósa Matthíasdóttir í Gasa, umboðs- aðili Stendahl, hélt fyrir starfs- menn snyrtivöruverslana og snyrtifræðinga. Sophie sagði reyndar að á íslandi væri einn besti markaðurinn fyrir Sten- dahl vörur miðað við fólks- fjölda. Sophie býr í hjarta Parísarborgar og af heimilis- fangi hennar má ráða að hún hlýtur að hafa góð laun — og hún neitar því ekki þegar hún er spurð. Hún er frá Vichy í Mið-Frakklandi og eftir stúd- entspróf fór hún í málanám og nám í snyrtingu og snyrtivöru- fræðum í Ecole Superieur des Carrieres Feminines, sem út- leggja mætti sem háskóla fyrir konur á framabraut. Hún sagði að þetta væri mjög dýr einka- skóli, þar sem hún hefði lært þrjú tungumál og mjög margt um snyrtingu og snyrtivörur. „Prófið sem ég er með er að- eins hægt að fá ffá þessum skóla. Viljið þið vita hvað það heitir?" Já takk, sögðum við. „Brevet De Technicien Super- ieur en Esthetique-Cosmeti- que“. Og þar höfum við það. Að námi loknu var hún svo heppin að fá vinnu hjá Sten- dahl og vegna þess hversu mörg tungumái hún talar þá fær hún að ferðast á vegum fyrirtækisins um allan heim, en fyrir utan hana eru aðeins þrjár aðrar stúlkur sem hafa sams konar menntun og hún. Þær skipta 105 Iöndum á milli sín og eru að ferðast allt árið. Sophie var hér í viku og strax daginn eftir síðasta kennsludag þurfti hún að fara til New York og þaðan til Kanada þar sem nýir nemendur biðu hennar. Sophie sagði að sér þætti starf- ið afar skemmtilegt og vissu- lega væru margar stúlkur í heimalandinu sem öfunduðu hana af því, en ekki allar þó því margar segjast ekki geta hugs- að sér það vegna fjölskyldu sinnar. Það þarf varla að taka það ffam að Sophie hefúr eng- an tíma haft til að stofna fjöl- skyldu og sagðist ekki geta séð að það væri á dagskrá á næst- unni... hún yrði að velja. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.