Vikan


Vikan - 23.02.1989, Page 32

Vikan - 23.02.1989, Page 32
Kennslan felst m.a. í að læra það sem öllum er hollt að vita. Hér færðu tækifæri til að mynda þín fyrstu alþjóðlegu tengsl. Sumarieyfið kryddað með tungumálanámi Nú er hœgt að fara í sumarskóla allt til Ástralíu, svo ekki sé nú talað um nœrliggjandi lönd TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR Þ að er ekki aðeins skemmtilegt að eyða sumarleyfinu erlendis, það getur líka verið mjög svo gagn- legt ef fólk notar leyfið til þess að auka markvisst við þekkingu sína á erlend- um tungumálum. Europæisk Ferieskole er fyrirtæki sem hefur í rúm tuttugu ár skipu- lagt sambland af sumarleyfisferð og skólavist fyrir jafnt unga sem gamla til landa þar sem menn geta lært ensku, frönsku, þýsku og spænsku. Europæisk Ferieskole var upphaflega stofhaður í Svíþjóð fyrir tuttugu og þrem- ur árum, en tveimur árum síðar voru opn- aðar umboðsskrifstofur í bæði Danmörku og Noregi. Nú eru umboðsaðilar EF í 26 löndum og þar á meðal á íslandi. Fyrir nokkru komu hingað til lands tvær konur, Lisbeth Schæffer framkvæmdastjóri og Kir- sten Tvedegaard deildarstjóri frá EF í Dan- mörku og hittum við þær að máli í húsa- kynnum Skóla sf. við Hallveigarstíg, sem er umboðsaðili fyrir EF hér á landi, auk þess sem Ferðamiðstöðin hefur annast sölu á námskeið EF, sem hægt er að fara á víða um heim. ÞóHtakendur frá 11 ára og upp úr EF-námskeiðin eru haldin í Englandi, Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Frakk- landi, Þýskalandi, Austurríki og á Spáni. Þátttakendur geta verið allt frá ellefu ára og upp úr. Á námskeiðunum fyrir yngri hópana eru þátttakendur frá 11 — 18 ára, en hins vegar yngstir 16 ára á námskeiðum fýrir þá eldri. Unglingunum gefst kostur á að fara til Englands, Bandaríkjanna, Ástralíu, Frakk- lands og Austurríkis á meðan námskeið fyrir þá eldri eru einnig haldin í Kanada, Þýskalandi og á Spáni. Unglingarnir eru yfirleitt í þrjár til fjórar vikur á námskeið- unum, en þeir eldri gjarnan í tvær vikur, eða þaðan af meira, jafnvel einar 50 vikur, allt eftir því hver tilgangurinn með nám- inu er.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.