Vikan - 23.02.1989, Page 35
Hvað geiist ef þú
míssir atvinnuna?
TEXTI: HRAFNHILDUR WILDE
LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON
Fyrir nokkrum árum flutti greinar-
höfundur ásamt íjölskyldu sinni til
Bretlands. Við settumst að inni í
miðju landi þar sem atvinnuleysi
var töluvert, en ekki eins landlægt og
norðar. Samt fannst mér eins og skuggi
þessa draugs hvíldi þungt yflr öllu og
öllum. Það var geigur í fólki, uggur um eig-
in hag og fjölskyldunnar. Og þá var gott að
hugsa heim til eyjunnar gullnu í norðri þar
sem ætíð skein sól nægrar atvinnu. Það var
hressilegt að koma í heimsókn til landsins;
varla nokkur hafði tíma til að tala við mig,
allir voru í tvöfaldri vinnu. Og trú fólksins
á eigin dugnað og getu, bjartsýni „súper-
fólksins" verkaði á mig eins og vítamín.
Mér er minnistætt samtal við áttræða konu
af Vestfjörðum sem ég heyrði í útvarpinu í
einni af þessum heimsóknum mínum. í
þessu viðtali kvartaði konan hástöfúm um
afskiptasemi yflrmanna sinna yfir að vera
búnir að taka af sér yflrvinnu. Taldi það
skerðingu á persónufrelsi sínu, og tal um
að fara að vinna hálfan dag kom ekki til
greina af hennar hálfú.
En nú er blásið í aðra lúðra á íslandi.
Yfirvinna hefúr minnkað, sennilega vegna
staðgreiðslu skatta. Og þó að ekki beri
mikið á barlómi á yfirborðinu, þá er at-
vinnuleysi á íslandi þessa dagana. Ekki hef
ég orðið vör við mikla umræðu um þetta
mál í íjölmiðlum né heldur fólks í milli.
Þetta er feimnismál. íslendingar eru búnir
að vera hressir svo lengi, hafa lifað svo hátt
að það er erfitt að viðurkenna tilvist
draugsins fræga. En hressitalið er hljóðlát-
ara en verið hefur.
Fyrirferðarlítil smáklaua birtist í DV 24.
janúar s.l. á blaðsíðu 4 með yfirskriftinni
„Atvinnuleysi fer vaxandi“. Þarna kemur
ffarn að í desember 1988 voru 45 þúsund
skráðir atvinnuleysisdagar á landinu á
móti 20 þúsund í nóvember. Árið 1987
voru tölurnar fyrir desember aftur á móti
14 þúsund. Þetta er aukning upp á 41 %.
Þetta var desember en vitað er um fjölda
uppsagna sem taka áttu gildi um áramótin.
VIKAN kannar málið frá ýmsum hliðum.
• Rætt við forstöðumann Ráðningar-
skrifstofu Reykjavíkurborgar. • Hvað
segja lögin um atvinnuleysisbætur?
• Hvernig líður atvinnulausu fólki? •
Hvernig bregst bankinn við? • Hvernig er
auglýst eftir starfsfólki og atvinnu? • Eru
atvinnulausir of stoltir til að láta skrá sig?
• Á hvern hátt hefur ísland algera sérstöðu
hvað atvinnuleysi snertir í samanburði við
nágrannalöndin? • Verður atvinnuleysi
áfram feimnismál hér á landi?
ENN EITT FEIMNISMÁLIÐ!
4. TBL. 1989 VIKAN 33