Vikan


Vikan - 23.02.1989, Side 43

Vikan - 23.02.1989, Side 43
Gamansaga eftir Carlo Draeger Tvífararnir Hið eina sem finna mótti að heimilislífi Eiríks Svendsens var að hann var svo líkur Harry Heart kvikmyndaleikara að fjöldi manna villtist ó þeim, jafnvel þeirra nónustu. Eiríkur Svendsen var ósköp venju- legur maður að því fráskildu að hann var svo nauðalíkur Harry Heart kvikmyndaleikara sem hver dropinn er öðrum. Hann átti lítið ein- býlishús í útjaðri bæjarins. Hann átti ágætiskonu, fagra álitum, dökka á brún og brá með ljómandi augu, brún að lit. Og hann átti lítinn son, sem vappaði um skemmtigarðinn þeirra, sem Eiríkur hafði látið verkffæðing gera uppdrætti að. Eiríkur vann á skrifstofú vegamálastjóra og líf hans leið áfram án þess að nokkuð sérstakt bæri til tíðinda. Á morgnana kvaddi hann konu og son með kossi. Svo vann hann við vegateikningar, höfuðbæk- ur og reiknivélar allan daginn, las kvöld- fréttirnar til að komast að hve þær voru lélegar, hjólaði síðan heim til sín og heils- aði litla syninum og konunni sinni fallegu með kossi. Hamingja. Grár hversdagsleiki. Heiðir draumar — dagdraumar. Draumar Eiríks voru alltaf um eitt og sama efhi: Betur að ég væri Harry Heart sjálfur, ekki einungis að ég líktist honum. Betur að ég mætti labba mína leið burtu frá reikningsvélum og öllu þess háttar — öllu því sem er innihald hversdagsleikans - beint út í ævintýri með list og spenningi og leiksviðsljósum. Ósköp algengur draumur það, einn af því taginu sem enginn býst eiginlega við að rætist — rétt eins og einn af starfsfélög- um Eiríks hreytti út úr sér, þegar þeir hjól- uðu heim frá skrifstofunni og urðu sam- ferða: — Jú, jú, svona er það og öðruvísi verð- ur það ffáleitt nokkurn tíma. Þegar þeir komu að krossgötunum skildu leiðir þeirra eins og venja var til. Félaginn beygði til vinstri og Eiríkur til hægri og nú stefnir hann heim til sín — fal- lega vaxinn maður, ætíð vel til fara. í dag er hann klæddur í röndótta yfirhöffi, mold- vörpulita, og gráar buxur. Hann er fríður sýnum með liðað hár. Hann stígur af hjólinu fýrir utan hús sitt. Á sama augnabliki hemlar bifreið við hlið- ina á honum svo að ískrar í öllum hjólum. Tvær tískufágaðar konur stökkva út úr henni og hlaupa til hans. Önnur er fok- vond að sjá, hin lítur ásakandi til hans. — Ferðu nú ekki að verða bráðum bú- inn að fá nóg af þessum umskiptingsleik þínum? hvæsti sú skapvonda út á milli gervitannanna. Það er myndataka klukkan fjögur og svo ferð þú út í hundakúnstir einum hálftíma áður. Heldurðu að þú sért fyndinn eða hvað? Hvar er bíllinn þinn og hvar í andskotanum hefúrðu komist yfir svona vitlaust reiðhjól? Settu það frá þér og komdu með í bílinn ...! Klukkan er... — Ykkur skjátlast! æpti Eiríkur óttasleg- inn. Þetta eru mistök... — Þú kannt að gera að gamni þínu stundum, hvæsti hin fagra mey, — en nú kemurðu með okkur. Hún reif hjólið af honum og fleygði því upp að ljósastaur, Svo dró hún hann með sér að bifreiðinni. — Ég er ekki sá sem þið haldið, hrópaði Eiríkur utan við sig. — Ég veit það, Harry, svaraði hin konan blíðlega. — En komdu með okkur núna. Hlýjan í rödd hennar og svip varð til þess að Eiríkur kom fyllilega til sjálfs sín aftur. Þegar við bættist heift og fyrirgangur hinn- ar fýrrnefndu lét hann tilleiðast að lofa þeim að ýta sér inn í bílinn, sem beið. Sett- ust þær sín hvorum megin við hann og síð- an var ekið á harðaspretti til borgarinnar. Hann kenndi að hin grama var engin önnur en kvikmyndastjarnan Dollý Moon. Hin hógværa hét Birta Fair og var upp- 4. TBL. 1989 VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.