Vikan


Vikan - 23.02.1989, Page 56

Vikan - 23.02.1989, Page 56
RAUPAÐ OG RISSAÐ Þriðji maðurinn Um Flowers, Krumma og ambögur Nokkrar ambögur Raupari er einn af þeim mörgu sem ergja sig yflr málvillum þeirra sem fara með íslenskt mál í fjölmiðlum. Hann er sam- mála þeim sem halda því fram að ambögurnar og málvillurn- ar keyri um þverbak. Fréttamaður á Stöð 2, sem er röggsamur í framkomu og framsögn, er vægast sagt slakur í íslenskunni. Hér eru nokkur dæmi um málvillur frá hans hendi: Fréttamaðurinn var að segja frá mynd sem birtist á síðum dagblaðs. Myndin var frá fundi sjálfstæðismanna og sást um- ferðarljósastaur á myndinni. Þannig var mál með vexti að umferðarljósastaur hafði horf- ið af sínum stað skömmu áður og kom þá eftirfarandi setning frá fréttamanninum: „Það skyldi þó aldrei vera að hér sé kominn umferðarvitinn sem borgarstarfsmenn séu að leita að?“ í stað séu á auðvitað að vera eru. í sama fféttatíma sagði fréttamaðurinn í lok setningar: „ ... oft svo þyrmir yflr öðru fólki.“ Rétt er að segja:.oft svo þyrmir yfir annað fólk.“ Sami fréttamaður var að segja frá fannfergi á Akureyri og sagði: „En öll él styttir upp um síðir." Og enn sagði hann: „og menn klæjar í flngurna." í íþróttaþætti sömu stöðvar heyrðust eftirfarandi setning- ar: „... reyndi að krafla í bakkann," í stað þess að segja „... reyndi að klóra í bakkann." Ennfremur: „En NN varð ekki á nein mistök," í stað þess að segja: „En NN urðu ekki á nein mistök." „Mjóhundurinn er einn af hreinræktuðum hundakynjum heirns," í stað þess að segja: „Mjóhundurinn er af einu af hreinræktuðum hundakynjum heirns." Áfram hélt fréttamað- urinn og var að ræða hunda- veðhlaup mjóhunda og sagði: „Allir keppnishundar verða að vera með múla.“ Fréttamaður- inn átti að sjálfsögðu við múl, en ekki múla. Og loks „gullkorn" úr út- varpi: „Sem greinir Evrópubú- um frá öðrum.“ Og annað úr fréttum ríkissjónvarpsins þar sem fféttamaður var að ræða ástandið í Albaníu og sagði: „Hulu hefur verið breitt yflr ástandið ... “ Þessar teikningar af þeim Skúla rafvirkja og Sverri Stormsker eru ekki í neinum tengslum við umfjöllun um ambögur hér fyrir ofan. Það var bara svo skrambi freistandi að teikna þessa landsfrægu kappa. Meira um Flowers Fyrir nokkrum vikum birtist hér á síðunni gömul teikning af þrem meðlimum hljóm- sveitarinnar Flowers, sem var og hét er það tímabil, sem nafn hennar er dregið af, stóð með hvað mestum blóma. Raupari mundi nöfh tveggja meðlim- anna en ekki þess þriðja. Á teikningunni hélt þriðji mað- urinn á gítar í hendi og sat krummi á öxl hans. Nú hefúr raupari fengið upplýsingar um þriðja mann- inn. Hann heitir Jakob Hall- dórsson. Krumminn á öxl hans er þannig til kominn að Jakob lék undir sönginn í þeim þekkta sjónvarpsþætti sem bar nafnið „Rannveig og Krummi" og var sýndur í Stundinni okk- ar á sínum tíma og naut fá- dæma hylli yngstu hlustend- anna. Raupara var ennfremur sagt að hljómsveitin Flowers hefði verið stofnuð upp úr hljómsveit sem hét Toxic. Auk Jakobs voru í hljómsveitinni þeir Karl Sighvatsson og Jónas R. Jónsson, eins og fyrr sagði. Ennfremur voru í hljómsveit- inni þeir Arnar Sigurbjörnsson og Rafn heitinn Haraldsson. Loks er að geta þess að bróðir Karls, Sigurjón Sighvatsson, var í hljómsveitinni en hann er nú þekktastur fyrir kvik- myndaframleiðslu, sem hann stundar vestur í Ameríku. Hver var Krummi? Eins og sagt var hér að framan þá var þátturinn um Rann- veigu og Krumma mjög vin- sæll meðal yngstu hlustenda í Stundinni okkar á sínum tíma. Rannveig var hún sjálf í þátt- unum, en hver var á bak við Krumma og ljáði honum rödd? Jú, það var hún Sigríður Hann- esdóttir sem þekktust er fyrir Brúðubílinn sinn sem glatt hefúr ótöluiegan fjölda barna um land allt. Sigríður er leik- listarmenntuð og tók á sínum tíma þátt í leikritum og reví- um, m.a. í Þjóðleikhúsinu. Til heiðurs Sigríði birtum við ný- gerða teikningu af henni. EFTIR RAGNAR LAR 54 VIKAN 4. TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.