Vikan


Vikan - 04.05.1989, Síða 17

Vikan - 04.05.1989, Síða 17
Katý í World Class hefur gefið keppendunum ströng fyrirmæli varðandi mataræði fram að krýningarkvöldinu. Hún var mætt í ljósmyndastúdíóið þegar verið var að mynda fýrir þetta tölublað Vikunnar. Á boðstólum var ávaxtasalat og kjammikill ávaxtadrykkur. Rúna Guðmundsdóttir mun snyrta keppenduma fyrir krýningarkvöidið og hefúr haft þá á sérstöku snyrtinám- skeiði að undanfömu. Systumar Erla og Linda Aðalsteinsdætur firá hárgreiðslustof- um Sólveigar Leifsdóttur í Grímsbæ og Suðurveri greiddu hár keppendanna fýrir töku myndanna í þessu tölublaði Vikunn- ar, en starfsfólk Sólveigar mun sjá um hárgreiðslu þeirra fýrir krýningarkvöldið. undirbúningur fyrir keppnina Miss Universe, en úrslit þeirrar keppni ráðast ekki fyrr en 23. maí. Þá má geta þess að Guðrún Margrét Hannesdóttir náði þeim árangri í Taipei fyrir nokkrum dögum að komast í sjöunda til tíunda sæti i keppn- inni Miss Wonderland. Saman tóku þær Guðbjörg og Guðrún þátt í keppninni um titilinn Ungffú Skandinavía í fyrra, en keppnin í ár verður haldin í Finnlandi, aðeins fá"- einum dögum eftir að fegurð- arsamkeppnin er afstaðin hér heima og skömmu síðar þarf svo einnig að senda íslenskan fúlltrúa til þátttöku í keppnina um titilinn Ungfrú Evrópa. Aukin þjálfun keppenda íslensku fulltrúamir þykja hafa komið einstaklega vel undirbúnir til keppnisþátttöku erlendis og skara fram úr mörgum þjóðum að því leyti. Og stöðugt er verið að bæta þjálfun þeirra. Þar sem haldin er forkeppni er víðast reynt að veita kepp- endunum tilsögn í sviðsfram- komu og einhverja líkams- þjálfun. Strax og allir keppendurnir fyrir Fegurðarsamkeppni ís- lands hafa verið valdir hefst mánaðarlöng þjálfún undir handleiðslu Katrínar Hafeteins í World Class og Birnu Magn- usdóttur, sem þjálfár stúlkurn- ar í sviðsffamkomu. Katrín hafði ennffemur allar stúlkum- ar í Reykjavíkurkeppninni í þjálfún. Þess má svo geta að Birna er umboðsmaður keppn- innar á Suðurnesjum og hafði þar af leiðandi áður leiðbeint stúlkunum sem tóku þátt í þeirri keppni. Auk þess að stjórna líkams- þjálfun keppendanna leiðbein- ir Katrín þeim hvað mataræði snertir. Þá hefur World Class nú bætt á dagskrá stúlknanna nýju atriði sem Guðni Gunn- arsson hefúr veg og vanda að. Það er það sem kalla má lík- amsvitundaræfingar, sem em um leið eins konar slökunaræf- ingar. Guðni lýsir þessu þannig: „Hér er um það að ræða að nema líkamann öðm- vísi en gerist og gengur. Þetta em teygjur, öndunar- og at- hyglisæfingar, sem stuðla að því að auka vitund hvers og eins á eigin líkama." Sérstakt snyrtinámskeið er nú einnig fellt inn í undirbún- ing keppendanna, sem gerir þeim kleiff að standa rétt að snyrtingu upp á eigin spýtur. Þar er það Rúna Guðmunds- dóttir snyrtiffæðingur og sölu- stjóri hjá Stefáni Thorarensen hf. sem leiðbeinir, en hún hef- ur bæði verið með sjálfetæð snyrtinámskeið sem og á veg- um Karon. Hún sá um snyrt- ingu keppendanna í Reykjavík- ur- og Suðurnesjakeppnunum og mun sjá um snyrtingu keppendanna á krýningar- kvöldinu á Hótel íslandi. Rúna notar til verksins snyrtivömr frá Elizabeth Arden. Hárgreiðsluna fyrir krýning- arkvöldið munu starfemenn hárgreiðslustofa Sólveigar Leifsdóttur í Grímsbæ og Suðurveri annast og nota þá Welia hársnyrtivömr. Þeir em reyndar þegar komnir með hendur í hár keppendanna til að byggja upp hár þeirra sem á því þurfa að halda með sér- stökum Wella-kúrum. Hlaðborð neðan sviðs Eins og fyrr segir fer_krýn- ingin fram á Hótel íslandi ann- an dag hvítasunnu, sem er 15. maí, og verður sýnt frá krýn- ingarkvöldinu í beinni útsend- ingu á Stöð 2. Eins og venju- lega verður þetta hin íburðar- mesta skemmtun og Vikan hef- ur hlerað að aldrei áður hafi verið lagt eins mikið kapp á að gera matarveisluna eins vel úr garði og fyrir þetta krýningar- kvöld. En hvað um keppend- urna? Jú, Katý í World Class er búin að lofa þeim stórveislu við kertaljós í búningsher- bergjunum neðan sviðsins — hlaðborði með hinu girnileg- asta grænmetisúrvali... □ 9. TBL. 1989 VIKAN 17

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.