Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 18

Vikan - 04.05.1989, Page 18
Guðrún Eyjólfsdóttir er tvítug, fædd 20. nóvember 1969. Hún er Akurnesingur og var kosin ungfrú Vesturland. Guðrún er í Fjölbrautarskólanum á Akranesi þar sem hún er á tungumálabraut. Guðrún hefúr mikinn áhuga á íþróttum, hún syndir mik- ið og hleypur. Áður var hún mikið í bolta- íþróttum, en nú stefhir hugurinn til út- landa þangað sem hana langar að fara í firekara nám og einnig tii að ferðast. Guðrún er 177 sm á haeð. Hugrún Linda Guðmundsdóttir er tvítug, fáedd 31. ágúst 1969- Hún er á nátt- úrufræðibraut við Menntaskólann við Sund. Útivera er í miklu uppáhaldi hjá Hugrúnu og skemmtilegast finnst henni að þeysa um á vélsleða. Hún hefúr unnið sem flokkstjóri í malbikunarvinnu og gæti hugsað sér að gera það aftur. Hugrún Linda er ungfrú Reykjavík í ár. Hugrún er 170 sm á hæð. FEGURÐARDROTTNING ÍSLANDS 1989 Hildur Dungal er 18 ára, fædd 14. maí 1971. Hún á lögheimili í Reykjavík og stundar nám við Menntaskóla Reykjavíkur. Hún hefur æft körfuknattleik með KR og unnið með börnum borgarinnar á íþrótta- námskeiðum. Hildur var kjörin ljósmynda- fyrirsæta Reykjavíkur og hefur áhuga á að reyna fyrir sér í fyrirsætustörfum. Hildur 1 er 176 sm á hæð. Guðbjörg Hilmarsdóttir er 18 ára, fædd 3. mars 1971. Hún er ungfrú Vestfirðir, en undanfarin ár hefúr hún verið að flakka á milli Reykjavíkur og ísafjarðar. Skíða- og hestamennska eru helstu áhugamál hennar, en Guðbjörg vinnur nú sem starfs- stúlka á barnaheimili. Guðbjörg stefnir á menntaskólanám í Reykjavík, þar sem hún gerir ráð fyrir að búa í framtíðinni. Guð- björg er 182 sm á hæð. Linda Ólafisdóttir er 19 ára, fædd 30. september 1970. Hún ólst upp í Garðin- um á Suðurnesjum, en er nýflutt til Kefla- víkur þar sem hún starfar í apóteki, eink- um til að kynnast lyfjatækni. Hún tók sér frí frá námi í fjölbraut en stefnir á stúd- entspróf síðar, að öðru leyti er ffamtíðin óráðin. Linda var kosin ljósmyndafyrirsæta Suðurnesja. Linda er 175 sm á hæð. 18 VIKAN 9. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.