Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 22

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 22
Það er auðvelt að finna eitthvað til að skemmta ungum ferðalangi í New York - meira að segja klettar til að klifra í eru á næsta leyti. Næsta morgun er vaknað klukkan 7 eftir svefnlitla nótt og haldið af stað með snáð- ann í kerrunni. Veður er gott og sól skín í heiði, svo steftian er tekin á Centrai Park. Við komum við í Deli (delicatessen) og veljum þar hádegismat úr heitu og köldu borði til að taka með í garðinn — verðið á þessu eru rúmir fimm dalir eða vel innan við 300 krónur! Svona „delis“ eru á hverju strái (misgóðir þó) og koma sér vel í borg þar sem flestir búa í íbúð á stærð við Volkswagen rúgbrauð. New York búar borða sjaldnast heima hjá sér en þegar þeir gera það er oft notast við deli-matinn eða mat úr sérbúðum á borð við Zabar’s (himnaríki sælkerans) og Food Emporium. Lítill dýragarður sem leynir á sér í garðinum mætum við konu með kerru og spyrjum til vegnar í dýragarðinn, Central Park Zoo. Hún gerir sér lítið fyrir og gengur með okkur þvert yfir garðinn og að innganginum í dýragarðinn. Þar kostar einn dal inn (53 krónur) og þessi litli dýragarður reynist alveg dýrðlegur. Þarna eru höfrungar, ísbjörn, krókódílar, slöngur og eðlur, páfagaukar, mannætu- fiskar (piranhas), leðurblökur, mörgæsir og lundar - öll á bak við gler í þar til hönn- uðu umhverfi sem gert er dýrunum eins eðlilegt og hægt er. Sannarlega staður fyrir alla fjölskylduna og mikið sóttur af borgar- búum. Næsti dagur er skírdagur og við ákveð- um að heimsækja Barnasafhið — The Children’s Museum of Manhattan. Þarna kostar einn dal inn fyrir fullorðna og tvo A FERÐinm fyrir börn. Það er hitabeltishiti innan dyra og nokkur örþreytt dýr í sóðalegum búrum, þar á meðal hamstrar, kanína og slanga. Á neðri hæðinni er hálft Indíána- tjald úr krossviði og tvö „geimför" í barna- stærð sem ungi maðurinn hrífst mjög af. Móðurinni finnst þetta „safn“ hins vegar til háborinnar skammar og dettur ekkert annað í hug en mjög lýsandi séramerískt hugtak — „ripoff'! Þarna er múgur manns; Manhattan er barnmörg borg og erfitt að hafa ofan af fyrir harðstjórum á forskóla- aldri. Safhið virðist því bera sig fjárhags- lega en þegar til á að taka er metnaðar- og skeytingarleysið alls ráðandi. Eftir á göngum við upp fimmtu tröð, mætum jafnvel stúlku úr vélinni sem undr- ast mjög á smæð New York borgar. Kvöld- ið áður höfðum við séð okkar óvænna og fjárfest í strigaskóm eftir tíu til fimmtán kílómetra göngu á dag fýrstu dagana á lakkskónum að heiman. Borgarbúar senda móðurinni með kerrubarnið samúðaraugnaráð og fólk er afar hjálpsamt, hurðum er haldið opnum af stakri þolinmæði og hjálpsemi og aðrar mæður nema staðar til að leyfa bömunum að núa saman nefjum. Það er auðratað um þessa milljónaborg, tekur ekki nema dag- inn að læra á gatnakerfið en það er líka þægilegt að spyrja til vegar, fólk bregst vel við, stundum of vel, og vill allt um mann vita og verður svo aldeilis dolfallið og hálf hvumsa við þetta með ísland - en enginn virðist hafa heyrt minnst á grænffiðunga eða hvali. Við búum hjá vinafólki í Vesturbænum; á næsta götuhorni er elsta fiskbúð borgar- innar, Citarella á Broadway og 75. götu. Þar má fá Cape Cod ostmr á einn dal stykkið, sem opnaðar em fýrir framan mann. Maður fer sítrónubáta og sterka tómat- sósu með og slokar þetta sælgæti í sig meðan barnið horfir himinlifandi á lifandi humra og krabba bak við gler fyrir neðan söluborðið. Föstudaginn langa er úrhellisrigning á New York vísu — eins og hellt sé úr fötu! Við ákveðum að fara í bíó og komum við í bókabúð á leiðinni, þannig að við emm (óvart) komin á mitt Times Square — rauð- ljósahverfið, sem auk þess að gefa alranga mynd af borginni er eitt hættulegasta hverfi Manhattan. En í bíó fömm við, sjá- um Bjargvættina ffá Disney og ungi mað- urinn er hæstánægður með þetta allt sam- an og dettur ekki í hug að kvarta yfir þessu óhrjálega umhverfi. Barnamorðingi dæmdur Þegar við komum heim er útsending rofin á sjónvarpsstöðinni sem við erum að horfa á; skal nú kveðinn upp dómur í beinni útsendingu yfir barnamorðingjan- um Joel Steinberg, sem sakaður er um að hafa myrt sex ára fósturdóttur sína, Lísu. Steinberg. Joel er fyrrverandi lögmaður og flytur langa varnarræðu þar sem hann tíundar hve mikilli ást og alúð hafi verið dælt í telpuna, þótt hún hafi hvorki fengið rúm til að sofa í né neina hirslu fyrir föt eða leikföng. Dómari er þó ekki á því að láta þetta hafa áhrif á sig og kveður upp hámarksrefsingu, allt að 25 ára fangelsi, enda hafi ákærði enga iðrun sýnt vegna ör- laga Lísu og Iátið margar klukkustundir líða þar til hann bar við að ná í lækni eftir að hafa slegið til hennar í kókaínrús morð- nóttina. Mál þetta hafði vakið gífurlega athygli, eins og algengt er þegar um er að ræða barnamisþyrmingar, og maður fær mjög sterklega á tilfinninguna í þessari borg borganna að barnið sé það eina heilaga eft- ir í guðlausum heimi. Sem þýðir þó ekki að börnum sé alls staðar óhætt — þúsundir þeirra hverfa sporlaust á ári hverju og í rauninni má hvergi hafa augun af börnum sínum. Eitt er að vera gestur í slíku umhverfi í tíu daga en að ala upp barn undir slíkum kringum- stæðum hlýtur að vera bæði foreldrum og börnum mikil þrekraun. Laugardagur fyrir páska. Við heimsækj- um gamla vini og fáum okkur síðan göngutúr í garðinum. Á Central Park West og 79. götu er reisuleg bygging sem hýsir Natural History Museum. Þarna kostar ekkert inn á föstudögum og laugardögum og er það af rausnarskap Mobil samsteyp- unnar, sem tekur að sér að bjóða safh- gestum inn þessa daga. Þarna er enn á ný eitthvað fýrir alla fjölskylduna - í þessu stórfenglega safhi má sjá öll dýr og fugla merkurinnar uppstoppaða undir gleri, auk eftirlíkinga af indíánaþorpum, beinagrinda úr Tyrannosaurus Rex og fleira og fleira. Plasthulstur Hallgerðar Páskadagur. Við höldum í austur og stefnan er tekin á Fimmtu tröð í hina ár- legu páskaskrúðgöngu. Fólk skartar þarna Hvergi í heiminum er jafn mikið úrval af leikföngum og í leikfangaverslunum New York borgar. Hann vekur hrifningu þessi risa-bangsi, en erfitt er að koma honum heim til íslands. 22 VIKAN 9. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.