Vikan


Vikan - 04.05.1989, Síða 26

Vikan - 04.05.1989, Síða 26
DAM5 Sigurður með hluta af 1. verðlaunagrip- unum sem nemendur hans unnu til árið 1987. Frh. af bls. 24 hafði verið í 12 ár að kenna eingöngu úti á landi stofnaði ég dansskóla í Kópavogin- um og hef verið þar síðan, samfleytt í 9 ár. Að vísu byrjaði ég með kennsluna í Tóna- bæ, með örfáar hræður en hélt jafnframt áfram að kenna úti á landi. Ég hafði stúlku með mér og einhvern veginn tókst að byggja skólann upp í það sem hann er í dag.“ „Það var erfitt að byggja skólann upp, svona uppbygging verður ekki á stuttum tíma. Þetta kostaði mikla vinnu og mikinn tíma, en ég hef verið að sjá árangur erfið- isins undanfarið. Nemendum mínum hef- ur gengið vel og þeir hafa staðið sig mjög vel í þeim keppnum sem þeir hafa tekið þátt í. í síðustu íslandsmeistarakeppni hrepptu þeir t.d. helming allra verðlauna, yfir 100 talsins. Gallinn er bara sá að hér er aðeins haldin ein keppni á ári, sem er ís- landsmeistarakeppnin og það eru aðeins þrjú ár síðan hún var sett á laggirnar í þeirri mynd sem hún er í dag. Þetta eru alltof fáar keppnir til að vit sé í, en það verður vonandi bætt úr því áður en langt um líður. Erlendis eru keppnir kannski einu sinni í mánuði sem verður til þess að framþróunin í dansinum verður mun örari svo og breytingar, til dæmis handahreyf- ingar og annað." „Mórallinn innan dansstéttarinnar er langt frá því að vera góður. Samkeppnin er mikil og margir sem berjast um sama bit- ann en það réttlætir samt ekki þann móral sem ríkir meðal danskennara. Ég er í sam- keppni við sjálfan mig og engan annan en manni heyrist utan úr bæ að það séu allir að keppa við mig. Ég skipti mér ekkert af því. Á meðan mínir nemendur standa sig vel og sýna góðan árangur er ég ánægður. Én nenni ekki að standa í rifrildi og veseni. Það verða aðrir að sjá um það. Góður árangur nemenda minna er besta auglýsing sem ég get fengið, ég nota ekki þær aðferðir að láta gera stórar og flottar auglýsingar heldur læt ég nemendur mína ■ Sigurður er umtalað- ur meðal starfsbræðra sinna og segist hafa heyrt um sig ýmsa dóma — suma rétta, en flesta ranga. ■ Allir geta orðið dans- hæfir, en standi einn skóli fyrir dansleik þannig að fólk geti æft sig þá mætir enginn frá öðrum skólum — og ég sem hélt að fólk væri að dansa ánægjunnar vegna. ■ Nemendur Sigurðar hreppa flest verðlaun í íslandsmeistarakeppn- inni I dansi, sem Sigurð- ur segir að sé besta auglýsingin fyrir skól- ann hans... en um leið skapast öfund og leiðin- legur andi innan dans- stéttarinnar. Nemendur Sigurðar þau Ásta Margrét Kristjánsdóttir og Jóhann Öm Ólafsson hlutu 1. verðlaun í „Ball Room“ dönsum. um að auglýsa skólann. Þar kemur árang- urinn best í ljós.“ „Ég er mjög lítið gefinn fyrir að trana mér fram og vera í sviðsljósinu. Mér finnst stundum byggðar miklar skýjaborgir í kringum dansinn sem svo ekki standast þannig að það er betra að láta verkin tala. Ég kenni eftir bestu samvisku og fólk verð- ur bara að láta viljann tala fyrir verkið. Ég er metnaðargjarn í starfi og get verið andskoti stífúr á meiningunni en það þarf mikið til að ég reiðist. Ef það gerist þá verður gos og það í meira lagi. Ég kann ekki að lýsa sjálfum mér, ég þoli svo illa sjálfan mig en ég hef fengið ýmsa dóma, suma rétta en flesta ranga. Það virðist landlægt að ef einhverjum gengur vel og leggur metnað í starf sitt þá eru allir tilbúnir að rakka þann hinn sama niður og troða hann ofan í skítinn. En á meðan ég geri vel þá er von til að hinir standi sig betur, allavega ef þeir eru alltaf að keppa við mig.“ Dansinn tekur allan minn tíma „Ég kenni alla daga vikunnar, öllum aldurshópum og fæ til mín gestakennara frá Englandi a.m.k. einu sinni á ári. Það er nauðsynlegt og ég geri það ekki síst fýrir sjálfan mig til að læra. Sumir dansskólar eru með erlenda kennara allt árið en það virðist ekki duga í öllum tilfellum til að ná góðum árangri. Síðan fer ég sjálfúr út á sumrin til að læra og stundum með nem- endur mína í æfingabúðir. í fyrrasumar sló ég tvær flugur í einu höggi, fór með nem- endur í æfingabúðir og fékk svo enskan kennara til að kenna þeim ensku. Undir lokin voru þau búin að taka miklum ffam- förum, ekki bara í dansi heldur einnig í ensku." Glys og skraut lyftir dansinum á hærra plan „Það er ótrúlegur rógur og öfúnd undir niðri í þessum bransa og það má kannski nefna bréf sem Dansráð íslands sendi til allra dansskóla eftir síðasta íslandsmót um reglur varðandi búninga og annað sem þessu tilheyrir. Þar stóð hvernig stúlkur og drengir undir 13 ára ættu að vera klædd, samkvæmt reglugerðum, og að málningu og háum hælum ætti að stilla í hóf að ekki sé meira sagt. Ég veit að þessu var að mestu leyti beint til mín og veit ekki hvort tilefni hefði þótt til að senda slíkt bréf ef nemendum mínum hefði ekki gengið eins vel og raun bar vitni. Dansinum fylgir glys og skraut, það gerir mikið fyrir hann og lyftir honum á hærra plan að mínu mati. Ég hef verið af- skaplega stoltur og ánægður með hvað nemendur mínir hafa verið vel til hafðir og öllum til sóma og það er ekki síst for- eldrum þeirra að þakka. En það eru ólíkar skoðanir milli kennara og það verður aldrei hægt að gera öllum til hæfis.“ 26 VIKAN 9. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.