Vikan


Vikan - 04.05.1989, Síða 30

Vikan - 04.05.1989, Síða 30
Annars var fatahönnuður ársins 1989, hún Vallý, svo ægilega sæt við mig og lánaði mér mikið af fötum sem hún hafði hannað. Fötin hennar eru mjög falleg og vöktu mikla athygli. Einnig lánaði Anna Margrét mér heilmikið. En maður verður að hugsa á allt annan hátt um fatnað þegar maður fer til Bandaríkjanna, heldur en hér heima. Ég átti t.d. sjálf síðan kjól sem ég hafði látið sauma á mig og fannst æðislega fallegur. Hann er dökkblár með stórri slaufu, en þegar ég kom í honum innan um hinar í sínum glitrandi kjólum þá féll hann alveg í skuggann og virtist ekki neitt neitt. Lærapokar leyfilegir Fyrir keppnina var ég í líkamsrækt í World Class þar sem ég æfði stíft þrisvar í viku, tvo tíma í einu. Það var aftur á móti ekkert nauðsynlegt að vera í topp formi, lærapokar og þess háttar eru alveg leyfl- legir. Til dæmis mátti vera í sokkabuxum inna nundir sundbolnum, en mér fannst ég ekkert fela með því. Annars leit ég fyrst og fremst á þessa keppni sem skemmtun og ég ráðlegg þeim sem taka þátt í framtíð- inni að gera það einnig. Þetta er mikið ævintýri að fara þarna út til Las Vegas og vera þar með konum ffá öllum heiminum. Hópurinn var tiltölulega lítill, aðeins 41 kona, þannig að við kynnt- umst mjög vel allar saman þessar þrjár vik- ur og ég á nú vinkonur í öllum þessum löndum þó ég hafi verið mest með kon- unni ffá Ameríku og þeirri frá Thailandi. Okkur leið á vissan hátt eins og við værum í fríi — þó við værum að púla allan daginn ffá 6 á morgnana til miðnættis — því auð- vitað var þetta mikil tilbreyting frá dagleg- um heimilisstörfum með manni og börnum. Ég tók þátt í Miss World keppn- inni árið 1982, en þá var hópurinn svo stór að ég náði aldrei að kynnast nema ör- fáum stúlkum auk þess sem ég naut þess miklu betur að taka þátt í þessari keppni. Annað sem er mikill munur á er að þarna var lögð mikil áhersla á að við værum giftar, verið að spyrja um mennina og fjöl- skylduna, og vegna þess voru ekki neinir karlar alltaf á eftir okkur að reyna við okkur, eins og oft vill verða í hinum keppnunum. Þannig að mér fannst vera borin virðing fyrir okkur og ekki bara litið á okkur eins og sýningargripi." María Björk tók þátt í keppninni Miss World árið 1982 og var þessi mynd tekin þá. Meðal þess sem þátttakendurnir þurftu að gera var að dansa úti á aðalgötunni í Las Vegas. Þessi mynd var tekin við það tækifeeri, María Björk fyrir miðju, en kjólamir sem þær eru í eru þeir sömu og voru notaðir í myndinni „Dirty Dancing". María Björk getur birst í ýmsum myndum, eins og þessi mynd ber með sér. María Björk byrjaði sem fyrirsæta þegar hún var 16 ára, þessi mynd var tekin um það leyti. Einn af kostendum keppninnar var Hil- ton og því bjuggum við á Hilton hótelinu, sem er mjög glæsilegt hótel þannig að vel fór um okkur. Við máttum líka borða á öll- um veitingastöðunum í hótelinu og feng- um þá matarmiða, sem á stóð að við mætt- um borða allt sem okkur langaði í nema humar!“ Allt nema humar Þátttakendurnir mættu til leiks í Las Vegas þrem vikum fyrir keppni og púluðu frá morgni til kvölds, segir María Björk, en hvað voru þær að gera allan þennan tíma? „Þessi keppni er ekki bara að koma frarn í sundbol og síðum kjól eitt kvöld, heldur er þetta heilmikið skemmtiatriði. Við þurftum að læra og æfa dansa, sem við sýndum síðan og voru þeir teknir upp fyr- ir sjónvarp. Þekktur danshöfundur frá Los Angeles var fenginn til að kenna okkur og þjálfa. Við komum víða fram og þá vana- lega í fatnaði eða á stað sem einhver ákveðinn hafði kostað. Brúðarkjólaffam- leiðandi var til dæmis einn þeirra og á okk- ur allar voru sérsaumaðir brúðarkjólar sem kostuðu margir nokkur hundruð þús- und krónur, og í þeim komum við fram. Þeir sem eru í forsvari fýrir keppnina eru aftur á móti tveir mjög almennilegir menn, David Z. Marmel og Griff O’Neil sem einnig hefur eitthvað að gera með Miss Universe keppnina. Mikið flökkudýr Að vinna skiptir minnstu máli, segir María Björk, enda kona sem virðist kunna að njóta þess sem að höndum ber. Aftur á móti sagðist hún hafa tekið eftir því að fyr- ir konurnar frá Suður-Ameríku virtist það skipta miklu máli, bæði fyrir þær og um- boðsmenn þeirra sem voru stöðugt með þeim og gættu þess að umbjóðendur þeirra væru örugglega á áberandi stað í sjónvarpsþáttunum, ljósmyndatökum eða öðrum uppákomum í sambandi við feg- urðarsamkeppnina. Enda fóru leikar svo að kona frá Perú vann og Perú var einnig eina landið sem sjónvarpað var beint til ffá keppninni. „Hún er mjög sæt og elskuleg kona,“ segir María Björk, „og mér fannst hún strax koma sterklega til greina. Sú frá Thai- landi var númer tvö, ffá Ameríku númer þrjú, ffá U.S.S.R. númer fjögur og frá Singa- pore númer fimma. Önnur úrslit voru ekki birt. Sú sem vann fékk smábíl í verðlaun, 5000 dollara, minkapels og ýmiss konar 30 VIKAN 9. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.