Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 46

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 46
5MA5AC5A Frh. af bls. 41 hann leit á klukkuna. Hún var aðeins hálf eitt. Antony læddist út um dyrnar og lok- aði þeim hægt á eftir sér og horfði niður í dimma forstofuna. Alistair var að bjóða Sally góða nótt. — Ég vil bæta því við, heyrði Antony hann hvísla, að það þýðir ekki fyrir þig að segja að þú getir breyst. Því það getur þú ekki. Þú hefur blátt áfram enga tilfinningu fyrir tíma. Þú ert svo hirðulaus, að það er óskiljanlegt. Líttu nú bara á kvöldið í kvöld — ég skil ekki til hvers þú varst að taka þá af þér. Og þegar það nú bætist við, að þú flnnur þá ekki aftur... Jæja, hann dró djúpt andann. — Þetta þýðir ekkert, Sally. Þetta mundi aldrei geta gengið. Sally andvarpaði. — Þú hefur alveg rétt fýrir þér, Alistair. Hún talaði svo lágt, að Antony varð að hafa sig allan við til að heyra hvað hún sagði. — Þú verður miklu hamingjusamari án mín. Vertu sæll — og þakka þér fyrir allt. Antony varð að þvinga sig til að hlaupa ekki niður stigann og skipa Alistair að vera kyrrum hjá henni. Hann heyrði útidyra- hurðinni skellt og að Sally gekk yfir ganginn. Það var eins og hún væri að fálma við lásinn á íbúðinni sinni, og hún virtist svo ein og yfirgefm þarna niðri í myrkrinu. Antony heyrði að hún sagði með grát- stafmn í kverkunum: Æ, nei, hvað á ég að gera? Síðan reikaði hún að stiganum, sett- ist þar í neðsta þrepið og brást í grát. Andartak stóð Antony eins og lamaður, en svo þaut hann niður stigann og kastaði sér niður við hlið hennar. Hann lagði hug- hreystandi handlegginn um axlir henni. — Svona, svona, ekki gráta, sagði hann lágt. Sally settist upp og leit á hann tárvotum augum. — Svona, svona, endurtók Antony. Sally starði á hann og hún greip í jakkabarðið hans. — Halló, sagði hún skjálfandi röddu. — Mér flnnst leiðinlegt að hafa ónáðað þig. — Antony tók hönd hennar. - Ég heyrði hvað þessi andstyggilegi náungi sagði. Þú ættir að vera fegin að vera laus við hann. Sally dró að sér höndina og þurrkaði sér um augun með votum samanvöðluðum vasaklút. - Já, ég veit það. Við áttum alls ekki saman. Hann þarfnast rólegrar og virðulegrar eiginkonu, vesalingurinn. Hún andvarpaði og hallaði sér að Antony. — Ég var ekki að gráta þess vegna. Antony leit undrandi á hana. — Hvers vegna gréstu þá? Sally leit upp og hann sá að brosið leyndist bak við tárin. - Þú trúir því kannski ekki, en ég hef tapað nýja lyklin- um mínum. Og tilhugsunin um að vekja frú Mortimer varð mér satt að segja ofúr- efli. Hún drepur mig áreiðanlega. Sally gretti sig. — Þetta hefði verið einum of mikið fyrir Alistair, ekki síst eftir að ég týndi skónum undir borðinu í veislunni. Antony leit niður og sá, að hún var á sokkaleistunum. — Hvar ertu vön að geyma lykilinn? spurði hann. — í töskunni. En hann er ekki þar, ég er búin að gá að því. Antony tók af henni töskuna, opnaði hana og tæmdi hana í kjötu hennar. Síðan fór hann í töskuna og dró upp lykilinn. Sally tók andköf. — Hvernig...? Antony brosti gleitt. — Hann lá á botnin- um. Það var gat á fóðrinu. — En hvernig gastu... hvernig datt þér í hug...? — Eftir reynslu minni af þér, gerði ég ráð fyrir því, að það væri gat á fóðrinu, sagði Antony. Sally starði undrandi á hann, svo hallaði hún sér að honum og hristist af niðurbæld- um hlátri. Hjartað barðist í brjósti hans þegar hann þrýsti henni fastar að sér og lagði vangann að hári hennar. — Ó, Sally, hvíslaði hann blíðlega. Það kom alveg af sjálfu sér að hún lagði handlegginn um háls honum. Eins og Charlotta frænka sagði, var Sally ung stúlka, sem vissi hvernig hún átti að haga sér. J -V 71 / Fé'btiA CRRi>uR KERiÐ KM~ LE-iK- 4a/S 'fí ksi Ti/JhJ PlLft b'ft Sidfítfi TÍMfí- MARK. fíNftfífíV i seruA 5UA/D- FUC.L > A/ J r 7 ■ M. > 3 n KoTTui? F/^iöÉ 1 > , / > kVEA/SE.L TÍMAðii- aaot FE/JO. R ✓ V > ./ / V £ Koivu'ST MFiR- S.EiA/5 STfíFiR. y œ-Bfi Hás Robt> BÓ<í>TAF FUið LuKu HAEiWSi- EFíJÍf> SL'fi p y HfíFÍ t _ KHC.C.JU bftiT FuwA sPýjflkJ 3 * > j ' * L HfíF_ C,oi- DR'iKK röáA CEF'R- UPP ■ööK. T V ./ > • > J - 5 G&FA V z > STAF- i/Jfí - /"* mnR b li 5KUÍ5É ‘BTARF- ft&K-TiK. Ö » N > / / / z 3 r íp 44 VIKAN 9. TBL.1989 Lausnarorð síðustu gátu: SKRAPAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.