Vikan


Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 47

Vikan - 04.05.1989, Qupperneq 47
TEXTI: PETUR STEINN Cowboys Junkies. • • hvað er nú það??? Eg var staddur í heil- miklu kvöldverðar- boði þar sem heið- ursgestirnir voru LaToya Jackson, Dr. Ro- bert úr Blow Monkeys Blue Zone og fleiri. Gestgjafinn stóð upp og kynnti nýja hljóm- sveit sem hafði vakið áhuga fyrirtækisins nokkrum mánuð- um fyrr. Þessi hljómsveit heitir Cowboys Junkies. Hvernig tónlist spila þeir, hugsaði ég með mér. Á með- an hljómsveitin var að koma sér fyrir á sviðinu var það söngkonan, Margo Timm- ings sem hóf upp raust sína og viti menn, salurinn þagn- aði skyndilega. Án undirspils söng hún lagið „Mining for Gold“ af slíkri innlifun að allir viðstaddir urðu agndofa. Síð- an kom hvert lagið af öðru og gersamlega óaðfinnanleg í flutningi. Það er erfitt að lýsa tónlist Cowboys Junkies. Þau segj- ast sjálf flytja „Nýbylgjucoun- try“. Sú skýring er ekki verri en hver önnur. Cowboys Junkies samanstendur af systkinunum Margo, Michael og Peter og gömlum fjöl- skylduvini Alan Anton bassaleikara. Hljómsveitin var stofnuð á haustmánuðum 1986 og síðan hafa þau stöðugt fært út kvíarnar. Nafnið kom þó ekki fyrr en nokkru seinna. „Nöfn hafa alltaf staðið í okkur. Okkur lík- ar ekkert sérlega vel að þurfa að kalla okkur eitthvað, en við Margar þekktar poppstjömur settu hljoðan þegar Margo Timmings söng „Mining for Gold“. Rauðvínspoppið hjá Cowboys Junkies fellur vel í kramið. komumst ekki upp með það. Við hugsuðum því með okkur að það væri eins gott að hafa nafn sem munað væri eftir, þegar fólk heyrði það,“ sagði Michael gítarleikari um nafn- giftina. Cowboys Junkies hafa sent frá sér tvær plötur. Sú nýjasta heitir „The Trinity Session" sem inniheldur 10 lög, þar á meðal „Mining for Gold“ sem minnst er á hér að framan. Einnig eru lög eftir Hank Williams og Lou Reed. Það er reyndar fyrsta smáskífan af þessari plötu og heitir „Sweet Jane“. Lou Reed hefur látið hafa eftir sér að þetta sé besti flutningur á laginu sem hann hafi heyrt. Platan var tekin upp 27. nóv- ember 1987 í Trinity kirkjunni í Toronto í Kanada. í fyrstu var þetta hugsað sem kynn- ing fyrir hljómplötufyrirtækin en hefur nú verið gefið út á plötu. Upptakan er frumstæð en mjög góö og skilar lifandi flutningi. Eftir að hafa hlustað á plötuna nokkrum sinnum og borið það saman við kvöld- verðarboðið góða þegar hljómsveitin fékk marga af fremstu poppurum dagsins í dag til að þá er aðeins eitt eftir: Að hækka í tækjunum og taka fram eina rauðvín... POPP NÝ PLATA FRÁ JACKSONS Fyrir aðdáendur Jack- sons fjölskyldunnar eru hór góðar fréttir. Ný plata á að líta dagsins Ijós í mal en fyrsta smáskífan kemur út nú í apríl. Lagið heitir „Nothin“. The Jacksons eru fjórir að þessu sinni, Jermaine, Jack- ie, Tito og Randy. Til liðs við sig hafa þeir fengið fjöldann allan af fólki svo sem L.A. og Babyface (sem unnu með Sheena Easton, Karyn White o.fl.). Platan er tileinkuð því að 25 ár eru liðin frá því þeir komu saman til að spila í Gary, Indiana. Nafn plötunnar er „2300 Jackson street“ og vísar beina leið á fornar slóðir þar sem þeir eyddu tíma sín- um í æsku. I titillagi plötunnar koma öll systkinin saman og syngja, (einnig Michael). Það er eina lagið sem fleiri en þeir fjórir koma fram í. „Þessi plata á að koma Jacksons áfram í þróuninni og við tökum mikla áhættu hvað tónlistina varðar, vegna fjölbreytileikans," sagði Tito aðspurður um hvernig lög væru á plötunni. Það er víst að Jackson að- dáendur eru farnir að bíða eftir nýmeti frá þessari mestu tónlistarfjölskyldu sem uppi hefur verið. 9. TBL. 1989 VIKAN 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.