Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 48

Vikan - 04.05.1989, Page 48
Sigurjón Pétursson og Ragna Brynjarsdóttir Sigurjón Pétursson og Ragna Brynjarsdóttir. „Við sáumst fyrst þegar ég færði honum morgunmat í rúmið.“ Ljósm.: Magnús Hjörleifsson. „Við sáumst fyrst á Vífils- staðaspítala um hvítasunn- una árið 1960 klukkan hálf átta að morgni þegar ég færði honum morgunmat í rúmið. Sigurjón var berkla- sjúklingur á spítalanum og það var hrein tilviljun að ég vann á deildinni sem hann lá á þessa helgi. Vinkona mín hafði beðið mig að leysa sig af,“ segir Ragna Brynjarsdóttir sjúkraliði um fyrstu kynni þeirra Sigur- jóns Péturssonar borgar- fulltrúa Alþýðubandalags- ins í Reykjavík. Og Sigurjón bætir sposkur við að síðan hafi hann nú ekki oft feng- ið morgunmat með þess- um hætti frá eiginkonunni. Pau eru krabbi og sporð- dreki sem hafa verið gift í 28 ár. Ragna er fedd 26. júní rifbein staðinn 1943 í krabbamerkinu en Sig- urjón 26. október 1937 í merki sporðdrekans. „Við vit- um lítið um stjörnumerki en þessi merki eru sögð eiga vel saman og við höfúm ekki ástæðu til að rengja það.“ Sigurjón var á Vífllsstaða- spítala í eitt ár vegna berkla- sjúkdóms síns. „Þetta var sér- kennilegt samfélag þarna. Sjúkrahúsið var nokkuð ein- angrað í þá daga og því var meiri samgangur á milli sjúk- linga og starfsfólks en gengur og gerist á öðrum sjúkrahús- um. Þetta þýddi að við Ragna vorum orðnir góðir vinir og rabbfélagar áður en samband okkar varð alvarlegra. Raunar vorum við oft kjöftuð saman af starfsfólki og sjúklingum þetta sumar á meðan það átti ekki við rök að styðjast. En það varð svo aftur til þess að eng- inn trúði því síðar.“ Örlagakvöldið var um haust- Ragna gengu í það heilaga 11.11.1961 kl. 11. ið þetta ár og með þeim hætti að þau voru í sjömanna hópi sem fór út að skemmta sér á gömlu dansana í Þórskaffi. Sig- urjón var ekki útskrifaður af Vífilsstöðum en mátti samt fara út á meðal fólks. En um samgang berklasjúklinga við hinn almenna borgara voru mjög strangar reglur. Frh. á bls. 48 FYR5TU KYnm Tekið úr mér ogfékkkonu í 46 VIKAN 9. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.