Vikan


Vikan - 04.05.1989, Page 54

Vikan - 04.05.1989, Page 54
SLAUFA KLÚTA HNÚTAR Marglitar slæður og klútar eru mikið tísku núna, enda mikið hægt að lífga upp á sjálfa sig með einum slíkum. Og slæðurnar og klútana má nota á margvíslega vegu eins og myndirnar hér á síðunni sýna. Byrjið á því að brjóta slæðuna eins og sýnt er hér að neðan (1-5) til að gera síðan hálsbindi, slaufu og hálsskraut úr henni. HÁLSSKRAUT 6. Snúið upp á samanbrotna slæðuna. 7., 8. Gerið lausan hnút í miðjuna. 9., 10. Gerið tvo heldur fastari hnúta sitt hvoru megin við miðjuhnútinn. Hnýtið endana saman aftan á hálsi. 6.-10. Setjið samanbrotna slæðuna yfir hálsinn og hnýtið hana á sama hátt og þið mynduð hnýta skóreim - mjög auðvelt! Til að slaufan sitji vel er betra að byrja á neðri endanum. 1. Brjótið slæðuna í þríhyrning. Þríhyrningurinn hafður að framan og endarnir hafðir jafn langir að aftan. 2. Endarnir lagðir í kross að aftan. 3., 4. Endarnir látnir koma fram fyrir og hnýttur á þá tvöfaldur hnútur (hátt uppi eins og á teikningunni, eða lágt eins og á myndinni). 52 VIKAN 9. TBL 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.