Vikan


Vikan - 05.10.1989, Side 6

Vikan - 05.10.1989, Side 6
LEIKLI5T Það vor vard Finnlandsera Borgar Garðarsson í Vikuviðtali um leiklist, Finnlanc og fleira Borgar í inikilvægasta hlutverki sinu, pabbahlutverkinu. „í því hlutverki hef ég enga samkeppni og algjöran trúnað," segir Borgar. Dóttirin heitir Silja María og er fjögurra ára. TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR LJÓSM.: MATIAS UUSIKYLÁ Hvað varð um Borgar Garðarsson leikara? spyrja sig eflaust ýmsir sem muna eftir hinum ágæta leikara á sviðinu í gamla Iðnó og víðar. Þó vita trúlega margir sem er að Borgar hefur búið og starfað í Finnlandi í mörg ár. Þar komst hann hvað næst því að finna það sem hann leitaði að, í listinni og lífinu. Borgar hefur að undanförnu starfað hér heima við upptökur á samnorrænu sjónvarps- óperunni Vikivaka, sem byggð er á samnefndri sögu Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar. Þar áður lék hann í mjög svo rómaðri leiksýningu á vegum Lilla Teatern í Helsinki. Blaðamaður Vikunnar átti eftirfar- andi viðtal við Borgar í Finnlandi. Leikferill Borgars hófst er hann var á síðasta ári í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Fyrsta hlutverkið var Láki í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, sem frumsýnt var í Iðnó 1962. „Reyndar lék ég hlutverkið ekki „nema“ rúmlega hundrað sinnum því ég kom ekki í hópinn fyrr en á miðju leiktímabilinu." Stuttu síð- ar lék hann svo hlutverk Rómeós í Rómeó og Júlíu og eftir skólann fór hann beint á samning hjá LR. „Það var bæði gott og slæmt að fá strax svo vænan byr. Auðvitað þótti mér það ákaflega heppilegt þá því ég var óþolinmóður ungur maður — sem ég raunar er enn — og vildi láta hlutina gerast fljótt. En þegar ffá leið fannst mér eins og ég hefði svolítið farið á mis við skólanám- ið. Mér fannst eins og undirstaðan væri ekki nógu traust." 6 VIKAN 20. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.