Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 6
LEIKLI5T Það vor vard Finnlandsera Borgar Garðarsson í Vikuviðtali um leiklist, Finnlanc og fleira Borgar í inikilvægasta hlutverki sinu, pabbahlutverkinu. „í því hlutverki hef ég enga samkeppni og algjöran trúnað," segir Borgar. Dóttirin heitir Silja María og er fjögurra ára. TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR LJÓSM.: MATIAS UUSIKYLÁ Hvað varð um Borgar Garðarsson leikara? spyrja sig eflaust ýmsir sem muna eftir hinum ágæta leikara á sviðinu í gamla Iðnó og víðar. Þó vita trúlega margir sem er að Borgar hefur búið og starfað í Finnlandi í mörg ár. Þar komst hann hvað næst því að finna það sem hann leitaði að, í listinni og lífinu. Borgar hefur að undanförnu starfað hér heima við upptökur á samnorrænu sjónvarps- óperunni Vikivaka, sem byggð er á samnefndri sögu Gunnars Gunnars- sonar rithöfundar. Þar áður lék hann í mjög svo rómaðri leiksýningu á vegum Lilla Teatern í Helsinki. Blaðamaður Vikunnar átti eftirfar- andi viðtal við Borgar í Finnlandi. Leikferill Borgars hófst er hann var á síðasta ári í Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur. Fyrsta hlutverkið var Láki í leikritinu Hart í bak eftir Jökul Jakobsson, sem frumsýnt var í Iðnó 1962. „Reyndar lék ég hlutverkið ekki „nema“ rúmlega hundrað sinnum því ég kom ekki í hópinn fyrr en á miðju leiktímabilinu." Stuttu síð- ar lék hann svo hlutverk Rómeós í Rómeó og Júlíu og eftir skólann fór hann beint á samning hjá LR. „Það var bæði gott og slæmt að fá strax svo vænan byr. Auðvitað þótti mér það ákaflega heppilegt þá því ég var óþolinmóður ungur maður — sem ég raunar er enn — og vildi láta hlutina gerast fljótt. En þegar ffá leið fannst mér eins og ég hefði svolítið farið á mis við skólanám- ið. Mér fannst eins og undirstaðan væri ekki nógu traust." 6 VIKAN 20. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.