Vikan - 05.10.1989, Side 9
LEIKLI5T
ekki beitt þeim til að byrja með því ég
kunni þau ekki. En meðal þess sem ég
starfaði að á þessu tímabili voru leikþættir
um íslenska lifnaðarhætti áður fyrr, sem ég
gerði í samvinnu við Árna Björnsson þjóð-
háttafræðing. Þessir þættir voru fyrst sýnd-
ir uppi í Árbæ en síðan í sjónvarpinu. Með-
an ég var hér sannfærðist ég enn um að
staða íslenskrar Ieiklistar er mjög góð. ís-
lenskir leikarar hafa margir hverjir góða
þjálfun og geysimikla breidd en hins vegar
gæti ég ímyndað mér að það mætti hræra
svolítið upp í leikstjórninni. Ég held það
yrði hollt að fá hingað nokkra verulega
góða erlenda leikstjóra í röð — til að ýta
við mannskapnum."
Mikilvægasta hlutverkið
Eftir íslandsdvölina hefur Borgar verið í
lausamennsku hjá Lilla Teatern og sat þar
ennfremur í stjórn um tíma. Eitthvað hef-
ur hann líka fengist við skriftir en vill sem
minnst tala um það...ennþá. Segist ekki
vilja vera með hótanir. Fyrir um það bil
tveimur árum kom svo Vikivakaverkefnið
til sögunnar. „Atli Heimir Sveinsson
tónskáld, sem var nýbúinn að fá sam-
þykkta hugmynd um að gera Vikivaka
Gunnars Gunnarssonar að sjónvarps-
óperu, fékk þá strax í lið með sér Finnann
Hannu Heikinheimo sem Ieikstjóra
verksins. Hannu óskaði síðan eftir að fá
mig sér til aðstoðar þar eð ég væri flestum
hnútum kunnugur á íslandi. Undirbúning-
ur hefur svo staðið yfir meira og minna
síðan því þetta er viðamikið verk en auk
þess var því frestað um eitt ár. Þetta er
feikilega skemmtilegt verkefhi, fjölbreytt
og lærdómsríkt. Ég mun einnig leika eitt af
hlutverkunum í óperunni, haus Grettis
hins sterka Ásmundssonar — með rödd
Garðars Cortes. Og einmitt það kveikti hjá
mér þá hugmynd að lesa Grettissögu fýrir
sænsku rásina í finnska útvarpinu. En tal-
andi um hlutverk þá er mikilvægasta hlut-
verk mitt síðustu fjögur árin pabbahlut-
verkið. Við eignuðumst nefhilega dóttur,
Silju Maríu, í janúar 1985. í því hlutverki
hef ég enga samkeppni og algjöran
trúnað."
Nýjasta afrek Borgars á leiksviðinu er
hins vegar hlutverk gæslumannsins í sýn-
ingu Lilla Teatern, Leikliús Nikita gæslu-
manns, en það verk er byggt á smásögu
Antons Tjechovs, Deild 6. Þetta leikrit,
sem var frumsýnt síðastliðinn vetur, fékk
ffábæra dóma og var sýningin verðlaunuð
sem sú besta á leiklistarhátíð í Finnlandi
nú í ágúst. Undirritaðri kom það ekki á
óvart eftir að hafa séð og hrifist af þessari
mögnuðu sýningu síðastliðið vor. „í þessu
verki lék ég í fyrsta sinn á finnsku og þegar
ég er spurður hvort það sé ekki erfitt þá er
mitt klassíska svar: Ég á ekki í neinum erf-
iðleikum, aftur á móti hef ég heyrt á það
minnst að það hafi skapað einhverja erfið-
leika hjá áhorfendum... Leikstjóri sýningar-
innar er rússneskur gyðingur og var þetta
fýrsta leikstjórnarverk hans utan Sovétríkj-
anna. Mér er engin launung á því að mað-
urinn var ákaflega þreytandi og erfiður í
umgengni. Við komumst aðeins þrisvar í
gegnum allt verkið fyrir frumsýningu, að
meðtöldum samlestri og aðalæfingu, en ár-
angurinn varð engu að síður stórkostieg-
ur. Og það er að sjálfsögðu snilld leikstjór-
ans að þakka. Sýningunni verður haldið
gangandi enn um sinn því nú á næstunni
förum við í leikferð til Parísar og
Stokkhólms. Við höfum þegar sýnt í Dan-
mörku og Noregi og fyrirhugað er að fara
víðar um Evrópu á þessu leikári."
En hvað verður með Borgar Garðarsson
í framtíðinni? Er hann alfarið sestur að í
Finnlandi? ,Ja, nei, ætli það. Ég vona að ég
eigi eftir nokkra skrautlega kafla í viðbót í
lífinu og þá er aldrei að vita hvar maður á
eftir að bera niður. Á hinn bóginn er stóri
kosturinn við að vera „freelance" sá að
maður getur flutt sig um set - meira að
segja alla leið til fslands."
Myndimar tvær hér fyrir ofan sýna
Borgar Garðarsson í hlutverki
gæslumanns í sýningu Lilla Teatem,
Leikhús Nikita gæslumanns. Það verk er
nú sýnt við miklar vinsældir. „Einn
aðalsjarminn við leikstíl Lilla Teatem
fyrr og síðar er að þar er lögð áhersla á
að segja alvarlega hluti á mjög gamansam-
an hátt,“ segir Borgar.
20. TBL 1989 VIKAN 9