Vikan


Vikan - 05.10.1989, Síða 10

Vikan - 05.10.1989, Síða 10
DULFRÆÐI Afturgöngur og draugar BJARNI ÁRNASON ÞÝDDI LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON V' ið sem höfum upplifað yfirnátt- úrulega hluti eigum í sífelldri bar- áttu. Hvernig í ósköpunum eigum við að sannfaera þá sem ekki hafa séð neitt slíkt um að við höfum í raun og veru séð eitthvað? Hvernig getur fólk trúað ein- hverju sem það hefúr ekki sjálít upplifað? Við getum ekki krafist þess og þess vegna þegjum við frekar þunnu hljóði heldur en að eiga það á hættu að mæta efasemdar- brosi. Það er óbrúanlegt djúp milli þeirra sem trúa á drauga og þeirra sem ekki gera það. Gamla orðatiltækið, sem segir að það sé sælla að trúa en vita vissu sína, á ekki við þegar yfirnáttúruleg fyrirbæri og hjátrú eru annars vegar. Okkur leyfist aðeins að trúa á engla og þess háttar viðurkenndar verur án þess að vita vissu okkar um raun- verulega tilvist þeirra. Þeir sem telja að allt sem þeim er ósýni- legt sé ekki til ættu að fletta áfram strax, en þeir sem finna fyrir forvitni ættu að lesa þessa greinasyrpu, það er að segja ef þeir vilja. Mörg og ólík fyrirbæri er að finna í þess- um heimi yfirnáttúrulegra fyrirbæra, gráa heiminum sem svo hefur verið kallaður. Þar má nefna afturgöngur og galdrahyski, álfa, huldufólk, dverga, tröll og fleiri verur sem ættaðar eru úr þjóðtrúnni. Þar finnum Höfundur hins vinsæla bókaflokks um ísfólkið, Margit Sandemo, kom hingað til lands síðastliðið vor. Vikan átti þá viðtal við hana, en í lok þess varð það að samkomulagi að þessi vinsæli höfundur skrifaði nokkrar greinar í Vikuna um dulræn fyrirbrigði. Hér birtist sú fyrsta. við líka alls kyns sagnir um sýnir og árur, margvíslegar spádómsaðferðir, galdra, sálnaflakk, heilun og handayfirlagningar, að ógleymdum ffásögnum þeirra sem hafa dáið en verið lífgaðir við aftur. Margar sagnir eru líka til um ósýnilega bjargvætti og fjölda annarra fýrirbæra úr dulsálar- fræðinni sem erfitt er að útskýra. Það er þó tvennt sem ekki verður fjallað um í þessari greinasyrpu og það eru stjörnuspeki og spíritismi eða andatrú. Þessi tvö fyrirbæri standa ekki í beinu sambandi við það sem um verður fjallað og því er rétt að sleppa þeim hér. Eins og gefur að skilja get ég ekki fjallað um allt það sem talið var upp hér að fram- an heldur einungis það sem ég hef kynnst 10 VIKAN 20. TBL. 1989

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.