Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 10

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 10
DULFRÆÐI Afturgöngur og draugar BJARNI ÁRNASON ÞÝDDI LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON V' ið sem höfum upplifað yfirnátt- úrulega hluti eigum í sífelldri bar- áttu. Hvernig í ósköpunum eigum við að sannfaera þá sem ekki hafa séð neitt slíkt um að við höfum í raun og veru séð eitthvað? Hvernig getur fólk trúað ein- hverju sem það hefúr ekki sjálít upplifað? Við getum ekki krafist þess og þess vegna þegjum við frekar þunnu hljóði heldur en að eiga það á hættu að mæta efasemdar- brosi. Það er óbrúanlegt djúp milli þeirra sem trúa á drauga og þeirra sem ekki gera það. Gamla orðatiltækið, sem segir að það sé sælla að trúa en vita vissu sína, á ekki við þegar yfirnáttúruleg fyrirbæri og hjátrú eru annars vegar. Okkur leyfist aðeins að trúa á engla og þess háttar viðurkenndar verur án þess að vita vissu okkar um raun- verulega tilvist þeirra. Þeir sem telja að allt sem þeim er ósýni- legt sé ekki til ættu að fletta áfram strax, en þeir sem finna fyrir forvitni ættu að lesa þessa greinasyrpu, það er að segja ef þeir vilja. Mörg og ólík fyrirbæri er að finna í þess- um heimi yfirnáttúrulegra fyrirbæra, gráa heiminum sem svo hefur verið kallaður. Þar má nefna afturgöngur og galdrahyski, álfa, huldufólk, dverga, tröll og fleiri verur sem ættaðar eru úr þjóðtrúnni. Þar finnum Höfundur hins vinsæla bókaflokks um ísfólkið, Margit Sandemo, kom hingað til lands síðastliðið vor. Vikan átti þá viðtal við hana, en í lok þess varð það að samkomulagi að þessi vinsæli höfundur skrifaði nokkrar greinar í Vikuna um dulræn fyrirbrigði. Hér birtist sú fyrsta. við líka alls kyns sagnir um sýnir og árur, margvíslegar spádómsaðferðir, galdra, sálnaflakk, heilun og handayfirlagningar, að ógleymdum ffásögnum þeirra sem hafa dáið en verið lífgaðir við aftur. Margar sagnir eru líka til um ósýnilega bjargvætti og fjölda annarra fýrirbæra úr dulsálar- fræðinni sem erfitt er að útskýra. Það er þó tvennt sem ekki verður fjallað um í þessari greinasyrpu og það eru stjörnuspeki og spíritismi eða andatrú. Þessi tvö fyrirbæri standa ekki í beinu sambandi við það sem um verður fjallað og því er rétt að sleppa þeim hér. Eins og gefur að skilja get ég ekki fjallað um allt það sem talið var upp hér að fram- an heldur einungis það sem ég hef kynnst 10 VIKAN 20. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.