Vikan - 05.10.1989, Qupperneq 12
DULFRÆÐI
af eigin raun. Mig langar til að byrja á því
sem kallað hefur verið draugar eða aftur-
göngur. Þúsundir slíkra sagna eru til í
heiminum en það er ekki meiningin að
segja þær hér. Þessi greinasyrpa fjallar ein-
ungis um það sem ég hef sjálf upplifað og
hugrenningar mínar því viðkomandi. Sjálf
tel ég að hér sé um að ræða ákveðna teg-
und orku. Þeir sem ganga aftur hafa oftast
fengið mjög sérstakan dauðdaga eða hafa
átt eitthvað eftir ógert hér á jörð. Ég held
að þær kraftmiklu tilfmningar, sem þeir
skildu eftir sig á dauðastundinni, verði eft-
ir á staðnum sem orka, eins konar bylgju-
hreyfmg sem liggur eftir í loftinu. Þeir sem
eru næmir finna þessar bylgjur eða kraft.
Einhver ykkar hafa kannski fúndið fyrir
ónotatilfinningu, kuldahrolli eða öðru við-
líka þegar þið haflð farið framhjá einhverj-
um stað eða komið inn í herbergi eða hús.
Stundum er þessi tilfmning svo sterk að
manni er naumast vært á staðnum eða inni
í herberginu og þeir sem eru sérstaklega
næmir sjá það sem raunverulega gerðist.
Dóttir yðar er skyggn
Ég sá fyrstu affurgönguna sem ég man
eftir þegar ég var átta ára gömul. Þetta var
vorkvöld og ég kom hjólandi eftir vegin-
um. Þetta var áður en bílar urðu algengir
og vegurinn var fáfarinn. Þá tók ég skyndi-
lega eftir manni sem hékk í snöru ofan úr
tré við veginn. Ég hjólaði heim eins hratt
og ég gat og sagði móður minni frá því
sem ég hafði séð. Hún flýtti sér til ná-
granna okkar til að fá hjálp en hann brosti
bara sorgmæddur og sagði: „Dóttir yðar er
skyggn. Á síðustu öld var hér vinnumaður
sem hengdi sig í þessu tré og hann gengur
aftur á dauðadægri sínu á hverju ári og
þeir sem eru skyggnir geta þá séð hann.“
Næsta atvik þessu líkt gerðist þremur
árum seinna. Það var seint um kvöld að
hausti til að ég gekk í gegnum kirkjugarð-
inn við dómkirkjuna í Strángnás. Ég var
hrædd við kirkjugarðinn en gekk samt sem
áður þvert yfir hann. Þegar ég var komin á
móts við kirkjuna og stóð í skugganum af
henni heyrði ég þyt og þrusk í laufi við
gröf þar skammt frá. Ég leit í áttina að gröf-
inni og sá þá veru sem bograði eða kraup
bak við legsteininn. Áður en veran hvarf
hafði ég séð höfuð, herðar og handleggi
greinilega. „Nú, já, einhver af vinum mín-
um hefúr greinilega ætlað að hræða mig,“
hugsaði ég með sjálfri mér og hljóp í áttina
að gröfmni. En þar var ekki sálu að sjá og
enginn hefði getað hlaupið burtu því gröf-
in stóð ein og sér á opnu svæði. Þetta var
eflaust mjög gömul gröf því letrið á leg-
steininum var nánast útmáð.
Alla tíð síðan þetta gerðist hafa sýnir
fylgt mér. Gamall hestvagn á fúllri ferð
með dynjandi hófaskellum þótt hvorki
nokkur hestur væri sjáanlegur né ekill;
þessa sýn hafði bróðir minn líka séð hálfú
ári fyrr en hann þorði ekki að tala um hana
fyrr en ég var búin að segja firá reynslu
mini. Eitt sinn sá ég aldurhnigna konu í
glugga á gömlu húsi sem enginn hafði
búið í í mörg ár. Nýfallinn snjór var á
jörðu og engin spor að sjá. Þessi gamla
kona var sögð ganga aftur til að vitja pen-
inganna sinna sem hún hafði falið á stað
sem enginn vissi um.
Ein mjög sérstök vera hefur fýlgt mér í
gegnum árin en um hana ætla ég að fjalla í
annarri grein því þar er ekki um draug að
ræða. Aðrar verur og draugar, sem ég hef
séð, hafa verið ógreinilegri og því ræði ég
ekki frekar um þá hér.
ÍEg sá fyrstu
afturgönguna sem ég
man eftir þegar ég var
átta ára gömul...
Þá tók ég skyndilega
eftir manni sem hékk
I snöru ofan úr tré við
veginn...
En verður maður hræddur þegar maður
sér draug eða eitthvað annað óþekkt? Ekki
fyrst í stað. Þegar maður sér sýnina lítur
hún fúllkomlega eðlilega út. Maður hugsar
einfaldlega ekki út í það fyrr en effir á að
eitthvað geti verið athugavert við það sem
maður sá. ,Ja, hver skollinn, þar sá ég
draug eina ferðina enn,“ hugsar maður og
verður ef til vill ögn skelkaður en um leið
svolítið upp með sér.
Nú er ég stödd
á þessari mögnuðu eyju
Eitt það óhugnanlegasta sem ég hef upp-
lifað gerðist á eyjunni Barbados. Alla tíð
síðan ég var barn hef ég lesið um og heyrt
talað um „líkkisturnar á Barbados" eða
„Chase-hvelflnguna" sem er ein þekktasta
og dularfyllsta ráðgáta heims. Mörg þús-
und manns, með landstjóra eyjanna í
broddi fylkingar, urðu vitni að því sem
gerðist. í nóvember árið 1986 sigldi ég
ásamt manni mínum um Karíbahaflð og þá
stigum við á land á Barbados. Það braust
út á mér kaldur sviti. Nú var ég stödd á
þessari mögnuðu eyju og gæti ekkl látið
hjá líða að skoða Chase-hvelfinguna. En
það hefði ég þó aldrei átt að gera.
Fyrst langar mig til að segja ykkur
draugasöguna sjálfa. Sagan gerist í byrjun
19. aldar í litla kirkjugarðinum við sóknar-
kirkjuna í Christchurch. Þar var að finna
grafhvelflngu sem hafði verið sprengd inn
í fjallið og þegar marmaradyrnar voru lok-
aðar var algerlega útilokað að komast
þangað inn. Hvelfingin var byggð fyrir
Walrond-fjölskylduna sem var mjög auðug
og átti stórar og miklar plantekrur. Sá síð-
asti af Walrond-ættinni sem var grafinn þar
var Thomasina Goddard. Það var árið
1807.
Grafhvelfingin var síðan seld Chase-fjöl-
skyldunni, sem líka var rík plantekrufjöl-
skylda og hafði meðal annars þræla í þjón-
ustu sinni. Fjölskyldan varð fyrir miklum
áföllum þegar tvær barnungar dætur hjón-
anna létust, önnur árið 1808 og hin árið
1812. Kistum þeirra beggja var komið fyr-
ir í hvelfingunni. Sama árið og sú seinni dó
lést faðir þeirra, Thomas Chase, og hann
var líka jarðaður þar. Þegar hvelfingin var
opnuð stóðu klstur stúlknanna á hvolfi
upp við einn vegginn. Allt annað var
óhreyft og enginn hafði getað komist
þangað inn.
Árið 1816 átti að grafa fjarskyldan ætt-
ingja Chase-fjölskyldunnar inni í hvelfing-
unni og affur komu menn að kistunum á
tvist og bast og kistan, sem Thomas Chase
lá í og var svo þung að átta menn hafði
þurft til að bera hana, stóð upp á endann í
einu horni hvelfingarinnar. Ein trékistan
var mölbrotin og líkið lá á gólfinu.
Aðeins tveimur mánuðum seinna átti
enn að koma einni kistu fyrir í hvelfing-
unni. í þetta sinn hafði múgur og marg-
menni safnast saman fyrir utan því fréttin
um óróleikann í grafhvelfingunni hafði
borist út. Aðkoman var eins og menn
höfðu búist við, allar kisturnar nema ein
höfðu færst úr stað.
Á þessum árum var Combermere lá-
varður landstjóri á Barbados. Hann fékk
áhuga á þessum atburðum og var sjálfur
viðstaddur margar nákvæmar rannsóknir á
grafhvelfingunni. Það var rannsakað hvort
vatn hefði getað komist inn og fært kist-
urnar úr stað. Það var talið útilokað. Líka
var talið óhugsandi að um jarðskjálfta
hefði verið að ræða því allt var með kyrr-
um kjörum í grafhvelfingunum við hliðina.
Ekki var heldur mögulegt að nokkur mað-
ur hefði getað komist inn í hvelfinguna því
hún var svo rammlega byggð að helst
mátti líkja henni við virki.
Þann 7. júlí 1819 var síðasti meðlimur
Chase-ættarinnar lagður til hinstu hvíldar í
hvelfingunni. Þetta var Thomasina Chase.
Eina ferðina enn höfðu kisturnar flust til
og í þetta sinn var aðkoman óvenju slæm.
Landstjórinn var viðstaddur og áður en
hvelfingunni var lokað aftur lét hann bæði
strá hvítum sandi á gólf hennar og teikna
afstöðumynd (sem enn er til) af öllum
kistunum. Síðan innsiglaði hann hvelfing-
una með sínu eigin innsigli. Níu mánuðum
síðar gaf hann fýrirskipun um að grafhvelf-
inguna skyldi opna aftur til þess að athuga
hvort við nokkru hefði verið hreyft. Mörg
þúsund manns urðu nú vitni að því sem
gerst hafði. í fyrstu gekk erfiðlega að opna
dyrnar inn í hvelfinguna. Einhver fýrir-
staða var fyrir innan. Að lokum tókst þó
að hnika þungri marmarahellunni frá dyra-
opinu. Það var ein af hinum ógnarþungu
blýkistum sem hafði staðið upp við hurð-
ina. Sandurinn á gólfinu var óhreyfður en
kisturnar lágu á tvist og bast í hvelfingunni
og ein hafði færst þvert yfir gólfið. Aðeins
ein kista var óhreyfð. Gamla litla og
morkna trékistan, sem Thomasina Godd-
ard lá í, stóð óhreyfð á sínum stað í einu
horninu.
Landstjórinn gaf nú fyrirskipun um að
12 VIKAN 20. TBL. 1989