Vikan


Vikan - 05.10.1989, Side 17

Vikan - 05.10.1989, Side 17
RÓ5A 5KRIFAR ...eða þannig! Eru þeir hjá Hafharfjarð- arbæ eitthvað klikk? Ég var nýkomin inn úr dyr- unum, bullsveitt í æfingagaUan- um, hafði sleppt sturtunni til að nýta tímann. Ég hafði sem sé skroppið í leikfimi í hádeginu og skilið bílinn eftir á planinu til að láta ekki freistast heldur labba nú báðar leiðir, eins og mann- eskja! ... Láta lyftuna eiga sig, hugs- aði ég, ekkert svindl, og trítlaði upp á aðra hæð. Ég var búin að semja um það við Þóru að fá að skella mér í sturtu inni í sminki til að vera nú komin skikkanlega í hús. Það tekur nefhilega einar 80 mínút- ur að renna í gegnum upphitun- arkerfi fýrir atvinnudansara! Um leið og ég geystist fram hjá Sveinu á símanum spurði ég móð: Eru einhver skilaboð? Jú, sagði Sveina, þú ert beðin um að hafa samband við Bryndísi í 83122. Ha, hva, er það ekki sím- inn hjá Sam-útgáfunni? Ég læt nefnilega setja allan texta fyrir Sjónvarpið þar. Sigga setjari og Pála skyldu þó ekki vera hættar og einhver ný komin í staðinn? Nei, þetta var Bryndís ritstjóri að biðja mig um að skrifa pistla í blaðið og byrja á því að fjalla um hinn nýja, kynskipta leikskóla sem þeir hjá Hafharfjarðarbæ eru að gera tilraun með í eitt ár. Ég í það! hugsaði ég um leið og ég stakk mér inn í sturtuna með Sebastian-sjampóið og djúpnær- inguna! Um leið og ég var búin að blanda rétt hitastig spólaði ég í huganum aftur á bak. í gegnum hugann runnu endurminningar í gegnum tíðina bundnar Hafn- arfirði. Jú, það er eitthvað við Hafh- arfjörð sem minnir mig á þjóðsögumar, út af hrauninu og klettunum sem þar em, sérstak- lega í gamla bænum. Jú, og Stebbi firændi og Hulda hafa búið þama alla sína búskapartíð. Svo var alltaf gaman að fara í Sæ- dýrasafhið þegar það var og hét, þar að auld er alveg prýðileg blómabúð við Strandgötuna og ekki má gleyma Hafharfjarðar- bíói sem manni fannst einhvem veginn svo mikill stíll yfir, að ekki sé nú talað um Fjarðarkaup, guð, hann er svo elskulegur eig- andinn þar... eða Friðrik og co. í Litmyndum, þeim öðlingum sem í gegnum árin fluttu inn Letraset-leturarkimar bresku sem ég notaði alltaf á teiknistof- unni, áður en setningin og tölv- an komu til sögunnar. Allt þetta og meira til rann í gegnum huga mér þama í sturt- unni í öllu sápulöðrinu, frá hvirfli til ilja. Ég get svarið fýrir það að ég fékk það sterklega á til- finninguna að nú væm þeir hjá Hafiiarfjarðarbæ orðnir löglega vitlausir! Að láta sér detta í hug að eyða ári af ævi saklausra bama í aðra eins böívaða ekkisen til- raunastarfsemi sem ekki gæti leitt af sér annað en öfugugga- hátt. Það er eitthvað einkennilegt ef drengir og stúlkur mega ekki sitja við sama borð í leik eins og náttúran ætlaðist til afþeim. Það er nefhilega ekki hægt að horfa ffam hjá þeirri staðreynd að þau eiga hvort eð er eftir að ganga saman í gegnum lífið, í bama- skóla, í gagnfræðaskóla, í menntaskóla, í háskóla, í lífcins skóla, í tilhugalífinu, sambúð og hjónabandi. Hinn stórkostlegi og hrífandi tilgangur móður náttúm hefur nefriilega alltaf verið sá að þessi tvö element, maður og kona, smelli saman eins og púsluspilin sem bömin hafa svo gaman af að glíma við í leikfangalandinu. Hvað um það þótt drengir séu kraftmeiri og uppivöðslusamari en stúlkur, sem vilja helst sitja í rólegheitum með dúkkumar sínar, bömin sín, og baka drullu- kökur skreyttar sóleyjum, göml- um tölum og einhverju tilfall- andi skrauti sem mömmumar em hættar að nota? Það er þessi mismunur sem er svo heillandi og er sem betur fer alltaf jafhvinsæll í gegnum aldirnar. í öllum bænum, þið hjá Hafharfjarðarbæ, viljið þið gjöra svo vel að setja ykkur í ykkar eig- in spor þegar þið vomð svona sirka 2—12 ára. Fannst ykkur ekki alveg eðlilegt, notalegt og sjálfsagt að stelpumar í götunni og í næsta húsi væm með dúkku- vagnana sína að dúllast í kring- um ykkur, tístandi og blaðrandi um allt milli himins og jarðar? Og þið, stelpur, fannst ykkur ekki svona innst inni aðal- hrekkjusvínið í gömnni vera al- veg ómissandi, svona eftir á að hyggja, og vera svona nokkurs konar Superman- eða Batman- hetja? Eða þegar strákamir í hverfinu vom á fótboltaæfingu, og þið stelpurnar sátuð og horfðuð á hetjumar með glampa í augum og andvörpuð- uð yfir því hvað þeir væm sterk- ir og miklir karlar í krapinu. Þeim fannst það líka alveg of- boðslega spennandi að hafa ykk- ur til hvatningar á æfingum og það var sko ykkur stelpunum ofitar en einu sinni að þakka að mörg glæsimörk vom skomð. Bara nærvera ykkar blómarós- anna gerði þetta allt eitthvað svo heillandi og tilgangsmikið! Svo var verið að stríða Jenný á 12 á að hún væri skotin í Nonna á 20 og því að Ragnar feri alltaf að roðna þegar Guðrún var nærri... já, sko, snemma beygist krókurinn! Hafhfirðingar! Ef þið söðlið ekki um hið snarasta er hætt við því að þið verðið litnir homauga af gámngunum og öðm þenkj- andi fólki þessa lands, sem hefur svona innst inni vorkennt ykkur vegna Hafharfjarðarbrandar- anna sem þið hafið mátt þola steinþegjandi og hljóðalaust í gegnum árin. Þá verð ég fýrir al- vöm sammála brandaranum þar sem spurt er hvers vegna það sé svona vond lykt í Hafharfirði — að það sé vegna þess að Hafh- firðingar gleymi alltaf að loka gluggunum hjá sér. Eða hugsum bara ffam í tímann, allt til ársins 2000. Þá verður kannski búið með þessu áframhaldi að girða eða skipta Hafharfirði í tvennt með galvan- isemðu járni eða neti, karlmenn öðmm megin en kvenmenn hinum megin, svona í anda Aust- ur- og Vestur-Berlínar, og við Reykvíkingar sjáum „Hafnar- ljarðarmúrinn" hvar sem við verðum stödd í Reykjavík, líkt og við sjáum Hallgrímskirkju nánast hvar sem við emm stödd t nálægð Reykjavíkur. Kynin mættu glápa hvort á annað í gegnum galvanisering- una fýrir náð og miskunn Hafn- arfjarðaryfirvalda og láta sig dreyma blauta drauma um eðli- lega og sjálfcagða snertingu kynjanna. Er ekki nær að bömin okkar venjist strax mismunin- um sem er á kynjunum? Við snúum ekkert á móður náttúm, það hefur engum tekist og mun ekki takast! Ó, þú „hýri“ Hafharfjörður...! 20. TBL. 1989 VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.