Vikan


Vikan - 05.10.1989, Side 24

Vikan - 05.10.1989, Side 24
BARNEIC5NIR Það verður ad líta á þetta sem endanlega aðgerð —pp, Eru þegar tvö eða þrjú böm á heimilinu og talið vera nóg komið? Líta verður á ófrjósemisaðgerð sem endanlega — en því miður kemur það fyrir öðru hvom að konur koma aftur til læknisins eftir að aðstæður hafa breyst og vilja eignast fleiri böm, að því er Auðólfur Gunnarsson kvensjúkdómalæknir segir í viðtali við Vikuna. TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR Á síðastliðnum fimmtán árum hefur orðið mikil fjölgun á ófrjósemisað- gerðum hérlendis og má meðal ann- ars rekja þá aukningu til rýmri lög- gjafar, breyttra viðhorfa og bættra aðferða. En í hverju felast ófrjó- semisaðgerðir, hve algengar eru þær, hverjar eru ástæður þeirra og afleiðingar? Er þetta endanleg að- gerð eða er hugsanlegt að tengja saman aftur? Auðólfúr Gunnarsson kvensjúkdónia- læknir lýsir hér í stuttu máli í l. hverju ófrjósemisaðgerðir á kon- um eru fólgnar: „Þær felast í lokun á eggjaleiðurunum sem eru örgrannar pípur sem eggin fara í gegnum ffá eggjastokkunum inn í legið. Sæðið kemur upp í gegnum legið og hittir eggið í eggjaleiðurunum og þar á ffjóvgun sér stað. Með því að loka eggrásinni geta eggið og sæðið ekki hist. Eggffuman eyðist inni í kviðarholinu og sæðið í leginu. Þetta gerist off af öðrum orsökum, tii dæmis eff- ir bólgur, eggjaleiðarar lokast og konan getur ekki átt barn af þeim sökum. Konan á ekki að finna neina breytingu því Iíkams- starfsemin breytist ekki að öðru leyti, hormónastarfsemin er óbreytt. Hormóna- starfsemin, sem byggist á starfsemi eggja- stokkanna, fer ffam í gegnum blóðrásina, hormónin berast í gegnum bióðrásina og þetta hefur ekki áhrif á það.“ - Hvemig er aðgerðin framkvæmd? „Það eru ýmsar aðferðir og fer effir að- stæðum á hverjum tíma og tækjakosti Frh. á næstu opnu. Ófrjósemisaðgerðir- eðli þeirra og afleiðingar 24 VIKAN 20. TBL. 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.