Vikan


Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 24

Vikan - 05.10.1989, Blaðsíða 24
BARNEIC5NIR Það verður ad líta á þetta sem endanlega aðgerð —pp, Eru þegar tvö eða þrjú böm á heimilinu og talið vera nóg komið? Líta verður á ófrjósemisaðgerð sem endanlega — en því miður kemur það fyrir öðru hvom að konur koma aftur til læknisins eftir að aðstæður hafa breyst og vilja eignast fleiri böm, að því er Auðólfur Gunnarsson kvensjúkdómalæknir segir í viðtali við Vikuna. TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR Á síðastliðnum fimmtán árum hefur orðið mikil fjölgun á ófrjósemisað- gerðum hérlendis og má meðal ann- ars rekja þá aukningu til rýmri lög- gjafar, breyttra viðhorfa og bættra aðferða. En í hverju felast ófrjó- semisaðgerðir, hve algengar eru þær, hverjar eru ástæður þeirra og afleiðingar? Er þetta endanleg að- gerð eða er hugsanlegt að tengja saman aftur? Auðólfúr Gunnarsson kvensjúkdónia- læknir lýsir hér í stuttu máli í l. hverju ófrjósemisaðgerðir á kon- um eru fólgnar: „Þær felast í lokun á eggjaleiðurunum sem eru örgrannar pípur sem eggin fara í gegnum ffá eggjastokkunum inn í legið. Sæðið kemur upp í gegnum legið og hittir eggið í eggjaleiðurunum og þar á ffjóvgun sér stað. Með því að loka eggrásinni geta eggið og sæðið ekki hist. Eggffuman eyðist inni í kviðarholinu og sæðið í leginu. Þetta gerist off af öðrum orsökum, tii dæmis eff- ir bólgur, eggjaleiðarar lokast og konan getur ekki átt barn af þeim sökum. Konan á ekki að finna neina breytingu því Iíkams- starfsemin breytist ekki að öðru leyti, hormónastarfsemin er óbreytt. Hormóna- starfsemin, sem byggist á starfsemi eggja- stokkanna, fer ffam í gegnum blóðrásina, hormónin berast í gegnum bióðrásina og þetta hefur ekki áhrif á það.“ - Hvemig er aðgerðin framkvæmd? „Það eru ýmsar aðferðir og fer effir að- stæðum á hverjum tíma og tækjakosti Frh. á næstu opnu. Ófrjósemisaðgerðir- eðli þeirra og afleiðingar 24 VIKAN 20. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.