Vikan


Vikan - 05.10.1989, Síða 31

Vikan - 05.10.1989, Síða 31
TÍ5KA skiptavina hans á fyrstu árun- um var leikkonan Rita Hay- worth sem gaf honum góð ráð um hvernig ætti að ná í væn- lega viðskiptavini. Svo þegar Cardin byrjaði með eigin sýn- ingar voru þær haldnar í glæsi- legum sölum, yfirleitt prýdd- um marmaragólfum og íburð- armiklum skreytingum. Þegar Cardin gerði samning við verslunarkeðju um sölu á ffamleiðslu hans varð allt vit- laust meðal tískuhönnuða í París. Þeir töldu hann draga þá niður í meðalmennsku með háttalagi sínu. Reyndin varð hins vegar sú að aðrir urðu að fara sömu leið til að bjarga sér úr þrengingum því samdráttur varð í sölu sérsaumaðra kjóla í nokkur ár. Á þessum árum gekk á ýmsu og varðandi fata- hönnun náðu Parísarbúar smám saman forystuhlutverk- inu af Bretum, ekki hvað síst fýrir atbeina Cardin. Cardin varð ljóst á sjöunda áratugnum að breytingar yrðu í tískuheiminum, gamla hugs- unin um að kvenfólk væri í kjólum og karlmenn í jakkaföt- um myndi líða undir lok. Pað varð upphaflð af tískusýning- um fyrir karlmenn sem hristu upp í fjölmiðlum sem almenn- ingi. „Ég hringdi persónulega í forráðamenn nokkurra háskóla til að fá unga menn í auka- vinnu með skólanum og þetta sló í gegn. Allir vildu prófa að vera módel. Þetta var eiginlega bylting í hugsunarhætti," sagði Cardin. „Almenningur fylgdi mér að málum, annars hefði þetta fallið um sjálft sig og ég hefði hætt að hugsa um þetta.“ Eftir þetta var Cardin á grænni grein. Fólk var búið að taka eftir þessum hugmynda- ríka og framsækna manni. Núna liflr hann í vellystingum en tekur starflð engu að síður alvarlega. Hérlendis eru ilm- vötn hans vel þekkt, Maxims, Choc de Cardin og Bleu Mar- ine, svo einhver séu neftid. Um ilmvötn segir Cardin: „Angan ilmvatns getur kallað fram ýmsar myndir í huga fólks. Ein tegund minnir á tiltekinn stað og stund, önnur getur verið seiðandi og haft aðdráttarafl fýrir gangstæða kynið. Ilmur er ysti klæðnaður hverrar mann- eskju og það gleður mig að geta framleitt ilm sem fellur fjöldanum í geð. Fátt er mikil- vægara í líflnu en ilmur. Fæstir átta sig á því en það er samt staðreynd.“ í sýningarlok kom Pierre Cardin fram með módelunum og var vel fagnað. Hann hóf feril - inn sem hönnuður grímubúninga. LJÓSM.: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON „Vérkefnalaus mundi ég deyja úr leiðindum" - segir tískukóngurinn Pierre Cardin Peningaveldi Pierre Cardin er gífurlegt, glæsileg verslun- arhús, sýningarsalir, veitinga- hús, snekkjur, rándýrir bílar og tæki er meðal þess sem hann hefur eignast á ferli sínum sem tískuhönnuður og fatafram- leiðandi. Hann hefur hundrað og sextíu þúsund manns á launaskrá um allan heim og er ekki bara í fataframleiðslu. Teppi, styttur, flísar, bílar og jafnvel þotur hafa borið merki hans og er framleitt jöfnum höndum. Þrátt fyrir umsvifin og mikinn auð vill Cardin ekki liggja á meltunni og njóta ávaxta peninganna eins og margir efnaðir Evrópubúar gera. „Ég gæti eytt deginum á ein- hverri strönd við Miðjarðar- hafið og fylgst með bankainn- stæðunni, látið aðra um áhyggjurnar. En verkefnalaus mundi ég deyja úr leiðindum," segir Pierre Cardin. Hann er enn að, aðstoðar hönnuði sem vinna við fyrirtæki hans og í lok sýningarinnar, sem Vikan fýlgdist með, var honum ákaft fagnað af troðfullum áhorf- endasal. Cardin er Fransmaður en fæddist í Feneyjum á Ítalíu. Kannski leiddi það til áhuga „Fátt er mikilvægara í líflnu en ilmur. Fæstir átta sig á því, en það er samt staðreynd," segir Cardin. Nýlega setti hann á markað nýjan ilm sem hann gaf nafnið Maxim’s, en hann rek- ur nú veitingastaðina með því nafni. hans á arkitektúr, sem hann nam í skóla. Hann leiddist þó fljótlega út í fatahönnun og vann að gerð grímubúninga fyrir leikhópa. Þekktir hönnuðir tóku eftir færni hans og ekki leið á löngu þar til hann var farinn að vinna fýrir Christian Dior. Hugur Cardin stefhdi þó lengra og hann vildi vera sjálf- stæður. Hann yfirgaf Dior en sagði þó ekki alveg skilið við hann. Cardin kom upp eigin húsnæði í risíbúð í miðborg Parísar og viðskiptavini fékk hann oft senda ffá Dior, sem mat hann mikils. Meðal við- 20. TBL.1989 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.