Vikan


Vikan - 05.10.1989, Page 34

Vikan - 05.10.1989, Page 34
I NIÐRI VIKU JO DEVON TÓK SAMAN FYRIR VIKUNA Mistök að gera klámmyndina, segir Rob Lowe Rob Lowe hefur viðurkennt að klámmyndin, sem hann gerði fyrir myndband, hafi ver- ið mistök. Leikarinn hafði tek- ið upp atriði með Jan Parson, 16 ára, þar sem hún lék í lesb- ískri ástarsenu með vinkonu sinni og síðan tók hann þátt í leiknum með þeim á hótelher- berginu þar sem myndbands- upptakan fór firam. Rob, sem er 25 ára, kom fram í sjónvarps- þættinum CBS Today sem milljónir Bandaríkjamanna fylgjast með. Par sagði hann að það væri ekkert athugavert við siðferði sitt, dómgreindin hefði bara ekki verið í lagi. „Ég gerði mistök og ég hef hugrekki til að viðurkenna það og taka afleiðingunum." Fyrir þann glæp sinn að taka upp kynlífssenu, þar sem stúlka undir lögaldri kemur við sögu, þarf hann að vinna félagsleg störf og þar fyrir utan hefur móðir stúlkunnar kært hann. T Madonna niðuriægð Kærastinn hennar Madonnu, Warren Beatty, dró hana burt úr rifrildi sem hún lenti í á dögunum. Þessi kynæsandi söngkona rakst á hárgreiðslu- konuna Leesa Oliver í vinsæl- um næturklúbbi í Los Angeles. Þetta gerðist þegar Madonna og Warren voru á leið út og Madonna hrinti Leesa úr vegi sínum. Sú varð alveg brjáluð og skvetti drykk sínum í andlit stjörnunnar. Konurnar tvær stóðu síðan andspænis hvor annarri og eftir því sem vitni segir öskraði Madonna: „Af hverju gerðirðu þetta, tíkin þín?“ Þeir sem fylgdust með bjuggust því næst við að sjá slagsmál en þess í stað dró Warren Madonnu grátandi og niðurbeygða í burt. En Leesa Oliver sagði: „Ma- donna hrinti mér á leið sinni út og ég sneri mér við og skvetti drykknum mínum á hana. Hann lenti framan í henni og ég var alveg viss um að hún myndi berja mig.“ Vin- ur Leesa sagði: „Madonna lét eins og stórstjarna og ruddist ffarn hjá Leesa. Hún kom fram við okkur eins og við værum ekki til. Ég hef sjaldan séð nokkurn jafinreiðan og Ma- donna var eftir að Leesa skvetti á hana. Hefði Warren ekki dregið hana í burt hefði þetta áreiðanlega endað með slagsmálum. Madonna var gráti næst því allir höfðu séð hana niðurlægða." 34 VIKAN 20. TBL 1989 Eiginkonan óþekk við Dudley Moore Dudley Moore, sá hinn sami og lék fyllibyttuna Arthur, er að reyna að bæta hjónaband sitt og Brogan Lane. Hinn dvergvaxni Dudley, sem er 53 ára, keypti demantsarmband upp á 2,7 milljónir króna handa eiginkonunni, sem er aðeins 29 ára. Auk þess keypti hann tvo miða á fyrsta farrými til Tahiti og vonaði að þetta mætti verða til að endurvekja ástarblossann í hjónabandinu sem ekki hefur staðið nema í átján mánuði. Ljón réðst á Jodie Foster Ljón réðst eitt sinn á leik- konuna Jodie Foster þegar hún var að leika í kvikmynd. Leikkonan, sem nýverið hlaut óskarinn, þurfti að vera í nokkrum atriðum með skepn- unni sem átti að vera tamin. Leikkonan sagði: „Við vorum búin að vera að vinna með ljónið allan daginn og það var orðið mjög órólegt. Ég fór of nálægt því og kom við makk- ann á því. Það greip um mjaðmirnar á mér og lyfti mér upp, sneri mér á hlið og fór að hrista mig. Ég varð dauð- hrædd. Ég hélt fyrst að kominn væri jarðskjálfti en þegar ég leit í kringum mig sá ég að allir hlupu burt. Þjálfarinn hrópaði til dýrsins og skipaði því að sleppa mér, sem það gerði, til allrar hamingju." Förin eftir viðureignina leyndu sér þó ekki og örin eru enn sjáanleg. „Þetta var ekkert mjög alvar- iegt því þetta voru aðallega skrámur," sagði hún. Leikkon- an var ekki nema átta ára þegar þetta átti sér stað og hún þurfti að fara á spítala þar sem saum- uð voru í hana nokkur spor en síðan mátti hún fara heim. Tveim vikum síðar var hún mætt á ný til að halda áfram með hlutverk sitt í Disney- myndinni „Napoleon and Samantha". „Mamma lét mig alveg ráða þessu en ég held að hún hafi verið ánægð með hversu vel ég tók þessu.“ Hitchcock móðgaðist Melanie Grififith (Don John- sons og sú sem lék í Working Girl) hefur gert uppskátt hvað gerðist þegar móðir hennar neitaði Alfred Hitchcock þeg- ar hann var að reyna við hana. Þessi frægi leikstjóri hafði mik- inn áhuga á móður Melanie, leikkonunni Tippi Hedren. En Tippi hafði engan áhuga á ást- arsambandi. Hitchcock var ekki ánægður og halda mætti að hann hafi verið að nota at- riði úr einhverri mynda sinna þegar hann sendi Melanie litlu, sem þá var sjö ára, dúkku í ör- smárri kistu! Dustin fær ekki að leika James Bond Leikarann Dustin Hoffrnan langar mikið til að fá að leika James Bond, 007. En hann veit að vegna smæðar sinnar mun hann aldrei fá þessa ósk sína uppfyllta. Þessi smávaxna kvik- myndastjarna er ekki nema 1,57 m á hæð en allir sem leik- ið hafa Bond hafa verið minnst 1,85 m. Timothy Dalton er í raun sá lágvaxnasti þeirra. Þrátt fyrir smæðina er Dustin ekki alveg búinn að gefa þessa hugmynd frá sér: „Ég myndi í alvörunni vilja leika hann. Þetta er það hlutverk sem ég gripi um leið og það gæfist en enginn hefúr boðið mér það ennþá. Ætli það sé ekki vegna þess hvað ég er lítill. Ég myndi leika hlutverkið frábærlega vel. Ég yrði mjög góður Bond!“

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.