Vikan - 05.10.1989, Page 38
KENM5LA
MYNDBANDIÐ
Nokkur fyrirtæki og stofnanir leigja fullkomin klippitæki þar sem þú getur ldippt
myndir þínar með mikilli nákvæmni.
Klipping
4. ÞÁTTUR
UMSJÓN: MARTEINN SIGURGEIRSSON
að sem við köllum klippingu í
þáttagerð með myndbandi er að
setja efnið saman upp á nýtt með
því að stytta atriði, sleppa úr og færa til
myndskeið. Þetta er gert með því að færa
efnið yflr á annað band (kópera).
í raun og veru er ekkert klippt og frum-
takan verður ekki fyrir neinum
skemmdum. Þegar unnið er með kvik-
myndafilmu er filman sjálf klippt og er þá
hægt að stytta efnið hér og þar eftir því
sem við á en um myndbandið gegnir öðru
máli. Ekki er unnt að breyta miklu þegar
myndin er fúllklippt þar sem við getum
ekki stytt sjálft myndbandið. Hins vegar
má skipta um myndir á bandinu í þeim
tækjum sem hafa innsetningarmöguleika,
„INSERT". Þá er hægt að setja inn nýja
mynd í ákveðið efni í myndavél eða tæki.
Þegar mynd er klippt verða alltaf afföll á
gæðum við yfirfærsluna. Klippta myndin
er því ekki eins góð og frummyndin. Þetta
er misjafnt eftir tækjum. í bestu tækjunum
eru afföllin lítil og nánast engin í tækjum
atvinnumanna sem nota önnur bönd og
tæki.
Gott er að klippa þegar hreyfing er innan
myndflatarins. Rétt á undan stóð stúlkan
kyrr, en það hefur verið klippt frá.
Klippt í hreyfingu sem er í sömu stefnu
og í fyrra myndskeiði. Myndskeiðin
renna saman eins og smjör og áhorfand-
inn upplifir atburðinn sem samfellda
heild.
Að skrá efni
Áður en hafist er handa við klippinguna
er best að skrá allt það efni sem á að
klippa. Það flýtir fyrir ef hvert atriði er
skráð eftir teljara tækisins. Þá gengur bet-
ur að finna það hverju sinni. Gott er að
skrifa niður röðina sem efnið á að vera í. Ef
handrit hefúr verið gert og myndað eftir
því stýrir handritið klippingunni að miklu
leyti.
Að tengja
ÖIl myndbandstæki er hægt að tengja
saman óháð kerfúm eða tegundum. Þess
vegna er hægt að klippa frá video 8 kerfi
yfir á VHS og öfugt. Oft er myndin tengd
með sérkapli. Þá er afspilunartækið tengt í
„video out“ en upptökutækið í „video in“.
Annar kapall er fýrir hljóðið. Þar er afspil-
unartækið tengt í „audio out“ en upptöku-
tækið í „audio in“. Stundum eru þessar
snúrur í sama kaplinum og getur þá þurft
millistykki ef annað tækið er ekki með
þannig inngang.
Tvö myndbandstæki
Algengt er að tengja saman tvö venjuleg
heimilistæki. Sjónvarp er tengt við upp-
tökutækið og þar sést myndin í afspilunar-
tækinu ef rétt er tengt. Einnig sést hvernig
36 VIKAN 20. TBL 1989