Vikan - 05.10.1989, Side 50
BÆKUR
Drottningar glæpasagnanna, Agatha
Christie og Dorothy L. Sayers.
um lýsingum á sögusviði og umhverfi til
að skapa hrollvekjandi andrúmsloft, en
heldur þóttu persónurnar ótrúverðugar.
Margir höfundar tóku bækur Radcliff sér
til fyrirmyndar og segja má að hún hafi
mótað mjög þessa skáldsagnahefð.
Ein allra frægasta hrollvekja heimsbók-
menntanna, Frankenstein, kom út árið
1818. Höfúndur hennar var Mary Woll-
stonecraft Shelley, þá 21 árs að aldri, síðari
eiginkona skáldsins P. B. Shelley. Sagan
segir að Frankenstein sé afrakstur sagna-
keppni sem þau hafi háð Shelley-hjónin og
vinur þeirra, skáldið Byron, þar sem hin
unga Mary bar sigurorð af skáldjöfrunum.
Sagan um Frankenstein hefúr margsinnis
verið stæld og afbökuð, ekki síst í misgóð-
um kvikmyndum. Athygli manna hefur í
seinni tíð beinst mjög að sjálffi sögunni og
er hún nú talin með merkilegri skáldsög-
um rómantíska tímabilsins fyrir margra
hluta sakir..
Eins og áður sagði fetuðu margir í fót-
spor Ann Radcliff og á 18. og 19. öld komu
út ógrynnin öll af gotneskum sögum og
öðrum spennusögum og voru konur eink-
ar afkastamiklar við þessa smíði. í sumum
bóka rithöfúndanna Jane Austen, Char-
lotte og Emily Bronte eru gotnesk áhrif
ótvíræð. {Jane Eyre eftir Charlotte kemur
við sögu dularfull höll með ógnvænlegu
háalofti og örlagaþrungnu leyndarmáli og
í Fýkur yfir hæðir (Wuthering Heights)
eftir Emily eru dularfull hús, djöfullegir
karlmenn, draugagangur og ógnvekjandi
landslag. Bækur Jane Austen og Bronte-
systra teljast með mestu perlum heims-
bókmenntanna og þær hafa verið misk-
unnarlaust stældar í tímans rás af mörg-
um minni spámönnum. Um nútíma arftaka
gotneskra afþreyingarsagna þarf vart að
fjölyrða. Lesendur, sem gaman hafa af slík-
um sögum, þekkja vafalaust nöfn eins og
Daphne du Maurier, Mary Stewart, Phyllis
Whitney, Victoria Holt og þannig má lengi
telja. Lausleg og afar óvísindaleg athugun á
kápumyndum slíkra bóka sýndi að í það
minnsta þrjár af hverjum fjórum sýndu
konur á flótta ffá stóru húsi eða höll og
gefúr það vissa vísbendingu um efhi bók-
anna. Konur, ógn og ótti er í reynd nær
undantekningarlaust viðfangsefni þess
48 VIKAN 20. TBL.1989
konar bókmennta. Þótt þær hafi sjaldnast
verið hátt skrifaðar í bókmenntasögunni
hafa bókmenntafræðingar, einkum konur,
beint athygli sinni að þeim í auknum mæli.
Bækurnar segja sína sögu um stöðu og
hlutskipti kvenna, um drauma þeirra og
þrár. Oft liggur slíkt ekki í augum uppi þar
sem hugur lesandans er rækilega mótaður
af fordómum og ríkjandi viðhorfum.
Piparjómfrúr og aðrar
ofursnjallar konur
Eiginlegar sakamálasögur, eins og við
myndum nú flokka þær, eru venjulega
raktar til smásagna Bandaríkjamannsins
Edgars Allan Poe, Murders in the Rue
Morgue (1841), The Purloined Letter
(1845) og fleiri sagna en með þeim er Poe
sagður hafa lagt línurnar fýrir sakamála-
söguna í smáatriðum. Sakamálasögurnar
spretta úr andrúmsloffi bjartsýni og vís-
indahyggju 19. aldar, þegar menn trúðu
því að með skynsemi og þekkingu mætti
leysa öll vandamál. Hefðbundin grind
þeirra er sú að glæpur er ffaminn (offast
morð) og ekki er vitað hver hinn seki er.
Forsagan getur verið mislöng og flókin en
effirmáli glæpsins er meginefhi sögunnar,
það er afhjúpun sökudólgsins. Margir
liggja undir grun og málavextir eru allir
hinir flóknustu. Þeir sem fást við lausn
málsins eru stundum atvinnumenn, lög-
reglumenn eða einkaspæjarar, en oft eru
þó á ferðinni réttir og sléttir áhugamenn.
(Þeir eru í raun hinar mestu óheillakrákur
því hvar sem þeir eru og hvert sem þeir
fara stráfellur fólk í kringum þá með hin-
um dularfyllsta hætti!) En áhugamennirnir
eru sómakært fólk sem ekki má vamm sitt
vita og leiða mál til lykta af stakri snilld.
Lög og regla bera ævinlega sigur úr býtum.
Fyrsti sakamálasagnahöfúndurinn af
kvenkyni var Metta Victoria Fuller Victor.
Bók hennar, The Dead Letter, kom út
Skemmtileg myndskreyting með gamalli
spennusögu um snjalla leynilöggu-
kvensu.
1867, en það er um tuttugu árum áður en
Arthur Conan Doyle tekur að skrifa sög-
urnar um Sherlock Holmes. Árið 1878
sendi Anna Karenina Green ffá sér bókina
The Leavenworth Case sem kom henni
umsvifalaust í hóp vinsælustu sakamála-
sagnahöfúnda og árið 1897 sprettur úr
penna hennar fyrsta kerlan sem tekur
sakamál í sínar hendur, piparjómffúin
Amalia Butterworth í sögunum The Affair
Next Door (1897) og Lost Man’s Lane
(1898).
Fleiri slíkar fýlgdu í kjölfarið og er frök-
en Marple án efa þeirra ffægust. Kerling-
arnar eru venjulega með nefið ofan í hvers
manns koppi. Þær taka vel effir því sem
gerist í kringum þær og forvitni þeirra
verður sakamönnunum skæð. Venjulega
eru þær ekki taldar til stórræðanna en þær
vita sínu viti og koma öllum í opna skjöldu
með lausn málsins. Green skapaði einnig
fleiri kvenpersónur í sögum sínum. Violet
Strange var yngri en fföken Butterworth
en ekki síður forvitin og snjöll. Konum í
sakamálasögunum tók upp úr þessu að
fjölga og gerðust atvinnumenn í faginu
jafnt sem áhugamenn, fengu vinnu hjá
Scotland Yard eða ráku einkastarfsemi.
Kvenpersóna í hlutverki rannsóknarlög-
reglu eða spæjara var engu að síður býsna
djörf hugmynd á þessum árum. Ástæður
þess að kvenpersónur þessar urðu höfúnd-
um svo hugleiknar sem raun ber vitni eru
helst taldar vera nýjungagirni, dramatísk
tilþrif (þær koma á óvart), með því að
nota kvenpersónu var hægt að beita ný-
stárlegri aðferðum og síðast en ekki síst
hefúr forvitnin, sem er öllum leynilöggum
ómissandi, oft verið talin sérlega kven-
legur eiginleiki!
Kvenpersónurnar, sem bæði birtust í
bókum eftir konur og karla, voru engan
veginn einlitur hópur. Oftast voru þetta
þó hugumstórar, dugmiklar og sjálfstæðar
konur sem ekki létu sér allt fýrir brjósti
brenna. Það mátti aldrei líða yfir leynilög-
reglukonuna fyrr en allt var yfirstaðið.
Ástæðan fyrir því að þær tóku að sér rann-
sókn sakamála, hvort heldur sem áhuga-
eða atvinnumenn, var þó iðulega sú að
þær vildu bjarga heiðri eða skinni ein-
hvers karlmanns eða annar göfugur til-
gangur. Konurnar voru venjulega siðprúð-
ar og reynslulitlar í kynferðismálum en off
voru ástir í spilinu og sögurnar enduðu í
hnappheldunni. Þegar þangað var komið
varð ekki aftur snúið fyrir leynilögreglu-
konuna - hjónabandið batt skilyrðislaust
enda á allt slíkt brölt í bókum frá Viktoríu-
tímanum og raunar langt fram á þessa öld.
Þó var á því sú undantekning að konurnar
máttu vera mönnum sínum innan handar
við lausn mála og stóðu þeim gjarna síst að
baki. Steve, eiginkona Pauls Temple í bók-
um Francis Durbridge, sem við þekkjum
ef til vill best úr gömlu útvarpsleikritun-
um (Ráðgátan Van Dyke og fleiri), er
sömuleiðis býsna klók kona sem kemst að
ýmsu en Paul er þó yfirleitt sá sem allt veit
og hirðir heiðurinn. Tuppence Beresford í
sögum Agöthu Christie um Tommy og