Vikan


Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 8

Vikan - 28.12.1989, Qupperneq 8
VÖLV/AM Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Jónas Hallgrímsson á nýársdag 1845. Vikunni hefur tekist að fá til samstarfs við sig á nýjan leik þá konu sem í áraraðir gegndi hlutverki vöivu blaðsins og vakti mikla og verðskuldaða at- hygli fyrir spádómshæfileika sína. Það var ótrú- legt hve sannspá hún reyndist um flesta hluti jafnt á innlendum vettvangi sem erlendum, enda tóku fjölmiðlar nágrannalandanna fljótt að birta út- drætti úr völvuspánni og ófáir eru þeir erlendu fjölmiðlar, sem sóst hafa eftir viðtali við völvu Vikunnar. Kona þessi hafði í áratugi starfað sem spákona en hætti loks þeim starfa alfarið vegna álags og fyrirboða. Svo rammt kvað að berdreymi hennar á árum áður að fólk, sem var að farast í slysum, ásótti hana á næturna. Það gekk ekki átakalaust að fá hana til að gera völvuspá Vikunn- ar á nýjan leik, hún þverneitaði því í upphafi. Þegar við loks fengum hana til samstarfs var það með því skilyrði að við segðum aldrei til hennar. Vorhret á glugga Um jólaleytið byrja umhleyp- ingar en ekki verður eins mikil snjókoma og síðasta ár. Þessi rysjótta tíð helst fram á vor en sumarið er mun bjartara og hlýrra en í fyrra. Þó verður árið 1990 eitt af erfiðari árum til sjávar og sveita á lands- byggðinni og þar skynja ég mikinn sársauka. Menn körpuðu um krónur og gengi Mér finnst allt benda til þess að til verkfalla komi og að þau verði bæði löng og ströng. Mér virðist að janúarmánuður fari í þau og þau standi langt fram í febrúar. ASÍ- og BSRB-menn eiga eftir að vera þar bráðdug- legir og koma góðu til leiðar en eitthvert bakslag kemur í málin þegar þeir telja sig vera komna ofan á. Samningarnir koma kannski vel út á yfir- borðinu en kaupmáttur mun ekki aukast, þó svo gæti litið út til að byrja með. Lausnin á okkar vanda kem- ur ekki gegnum kjarasamninga heldur utanfrá. Mér finnst að hún komi ekki fyrr en með auðlindafundi í haust. Berfættir á klakaspöng Við erum ekki komin niður á botninn á eyðileggingunni. Ég skynja febrúar sem mikinn skuggamánuð. Það verður mikil upplausn á mörgu en ekki sú útkoma sem fólk von- ast eftir þó sérffæðingar verði kallaðir til í mörgum málum. Þó veturinn verði ekki slæmur veðurfarslega verður mikið um slys og ég skynja hættuástand í mars sem gæti verið vegna sprengingar eða einhverra náttúruhamfara. — Nú þegir völvan lengi en segir svo: Þær sprengjur sem sprengdar hafa verið í Reykja- vík held ég að hafi aðeins verið æfing og ég held að ein í við- bót verði sprengd og mann- tjón verði af og þetta verði á fýrstu þremur mánuðum ársins. Þessum fyrstu mánuðum ársins vil ég lýsa sem svo að þjóðin standi bókstaflega á öndinni en þá er botninum líka að verða náð. Sumum fylgja svipir og vofur Það fer hrollur um okkur þeg- ar völvan segist skynja fleiri sjóslys en oít áður og um leið kólnar til muna í herberginu. Skuggarnir yfir febrúar og mars eru ótrúlegir en þjóðin er sterk og það er ævinlega mikil vernd yfir okkur. Þrekraun til lands og sjávar Það er greinilega ekki fyrr en í vor að til hreinsast í sambandi við opinber mál og myrkur blekkingarinnar stendur fram í apríl. Mörlandinn verður því að þreyja þorrann og góuna einn veturinn enn og henni sýnist það ekki verða auðvelt á því herrans ári 1990. Það bjargar þó vegalausum sálum að veðrið er okkur hliðhollt, veturinn verður snjóléttur og vorið og sumarið auðveldara en oft áður. Þó gæti komið leiðinlegur kafli þegar vetur og vor mætast en sumarið verður hlýrra en verið hefúr lengi. Vini studdur frá veröld flýr Hún sér einhverjar hræringar á jarðskorpunni og segist finna fyrir miklum ótta fólks í sam- bandi við þær. Hún telur þær verða á stað sem eldgos hafa ekki verið áður og jafnvel í hættulegri nálægð við byggð. Hún hikar lengi áður en hún segir það en rykkir svo höfð- inu upp og nefhir Skíðaskálann í Hveradölum. Hún segist finna að vestan við hann kraumi undir og hafi gert lengi. Henni finnst mest áber- andi við gosið að það leiði þjóðina saman á ný. Þótt við höfum fjarlægst hvert annað mikið að undanförnu segir hún að þegar við séum að gleyma hvert öðru verði ávallt eitthvað til að þjappa okkur saman á ný. Við erum orðin sljó af álagi og nú verður eitt- hvað gert til að minna okkur á, segir hún með vestfirskum áhersluþunga. Henni finnst að þessar hræringar séu á leiðinni og það jafnvel í febrúar eða mars. Það verði mannslífúm til bjargar að snjólétt verði þegar þetta gerist og björgunarfólk eigi auðvelt með að athafna sig. Það er atvinnuþref Atvinnuleysi verður víða á landinu með tilheyrandi erfið- leikum. Það heldur áfram að aukast og hápunktinum er ekki náð fyrr en í mars. Þau mál fara ekki að rétta við fýrr en í apríl- byrjun og ástandið á eftir að versna töluvert áður en það batnar og margir eftir að taka skarpa sveigju niður á við áður en þeir geta rétt úr kútnum. Einhvers staðar á eftir að verða hrun og þar þarf að rífa niður á grunn til þess að geta byggt upp aftur. Vonin styrkir veikan þrótt Það er togstreita milli stjórn- enda landsins í febrúar og mars og útkoman ekki nærri eins góð og ætti að vera. Af- koma einstaklingsins á eftir að batna þó það verði ekki fyrr en síðari hluta ársins. Endalaust er hafið Hún verður vör við mikinn fisk í sjónum en sér jafnframt margt verða til þess að setja skugga á fiskiskipaflotann. 8 VIKAN 26. TBL. 1989
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.